Pútín sé réttdræpur vegna glæpa sinna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 19:22 Jón Steinar segir að Úkraínumenn væru í fullum rétti að ráða Pútín af dögum. Vilhelm Gunnarsson Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur enga trú á því að hægt verði að draga Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, fyrir dóm fyrir glæpi sína. Segir hann Úkraínumenn í fullum rétti að ráða hann af dögum. „Pútín er að drepa smábörn í Úkraínu. Hann sprengir íbúðahverfi þar sem venjulegir borgarar og börn búa. Þetta er bara morðingi, fjöldamorðingi,“ segir Jón Steinar aðspurður um færslu á samfélagsmiðlum sem hann birti í dag. En þar sagði hann Vladímír Pútín réttdræpan. Í gær sökuðu Rússar Úkraínumenn um banatilræði gegn forsetanum eftir að dróni var skotinn niður yfir Kreml. Samkvæmt rússneskum miðlum var um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og að rússnesk stjórnvöld áskilji sér rétt til hefnda, hvar og hvenær sem er. Í nótt voru svo gerðar loftárásir á úkraínskar borgir, svo sem höfuðborgina Kænugarð, Saporísja og Odessa. Úkraínumenn hafa hins vegar hafnað því að hafa reynt að drepa Pútín. Þeirra athygli og mannskapur sé öll nýtt til að verja heimalandið. Fjöldamorð á saklausu fólki Jón Steinar segist ekki vita hvort að Úkraínumenn hafi reynt banatilræði við Pútín og segist alveg trúa því að þeir hafi ekki verið að verki í Kreml. Það sé þó aukaatriði því að rétturinn sé með þeim og ef þeim tækist að ráða hann af dögum væri það réttlætanlegt. Pútín hafi stýrt innrásinni í Úkraínu og að hún sé framkvæmd eftir hans ákvörðunum, þar á meðal fjöldamorð á saklausu fólki þegar heilu íbúðahverfin séu lögð í rúst. Jón Steinar er vonlítill um að hægt verði að rétta yfir Pútín.EPA Hæstaréttardómarinn fyrrverandi segist ekki trúa því að það verði nokkurn tímann friður á meðan Pútín er við völd í Rússlandi. Ekki eftir alla þá glæpi sem Rússar hafa framið og komið hafa almenningi fyrir sjónir í sjónvarpi. Nefna má til dæmis fjöldamorðin í bænum Bútsja, norðan við Kænugarð, sem var um tíma hernuminn af Rússum. Jón Steinar segist hins vegar ekki heldur sannfærður um að það yrði friður ef Pútín yrði komið fyrir kattarnef. „Það getur verið að það komi einhverjir staðgöngumenn á eftir honum sem haldi áfram þessum fjöldamorðum,“ segir hann. Enginn friður án réttlætis Úkraínumenn hafa lýst því yfir að þeir vilji draga Pútín og aðra hátt setta Rússa fyrir sérstakan alþjóðlegan sakamáladómstól til að svara til saka, í ætt við Nuremberg réttarhöldin. Á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku verður til umræðu að finna leiðir til að draga Rússa til ábyrgðar. Hluti af því er gerð svokallaðrar tjónaskrár, yfir það eigna- og manntjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Hugmyndin er að hún nýtist sem gagn inn í málsókn eftir að stríðinu er lokið. Volodímír Selenskí, Úkraínuforseti, er í heimsókn í hollensku borginni Haag, þar sem Alþjóða sakamáladómstóllinn er. Þar sagði hann að það yrði enginn friður án réttlætis fyrir Úkraínu. „Pútín á skilið að verða dæmdur fyrir glæpi sína hérna, í höfuðborg alþjóðaréttarins,“ sagði Selenskí í ræðu. Pútín verði ekki dreginn fyrir dóm Jón Steinar segist ekki gera sér miklar vonir um að hægt verði að draga Pútín fyrir dóm og láta hann svara til saka. Það þyrfti að verða einhvers konar grundvallarbreyting á stjórnarfyrirkomulagi Rússlands til þess að það gæti gerst. „Pútín er varinn af þessu herveldi og það er enginn að fara til Rússlands að sækja hann,“ segir Jón Steinar. Fórnarlömb fjöldamorðanna í bænum Bútsja, norðan við Kænugarð.EPA Hann segist heldur ekki hafa mikla trú á því að Evrópuráðið geti gert mikið til þess að draga Pútín til ábyrgðar. Ekki sé hægt að hefja stórstyrjöld gegn Rússum, því þeir eigi kjarnorkuvopn og gætu lagt heiminn, eða að minnsta kosti stóran hluta hans í rúst. Ólíkt því sem gerðist á öldum áður þá geta bein stríð á milli stórvelda ekki átt sér stað lengur. Í því síðasta, seinni heimsstyrjöldinni, hafi tekist að rétta yfir nokkrum stórlöxum þriðja ríkisins en foringinn Adolf Hitler komst undan dómstólnum með því að taka eigið líf. Jón Steinar segir að í dag sé ekki hægt að framfylgja alþjóðlegum réttarreglum þegar stórveldi eins og Rússland eigi í hlut. „Enda vita þeir það, menn sem fara fram með þessum hætti, að þeir sem ráðist er á eiga ekki möguleika á að draga þá fyrir dóm,“ segir hann. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3. maí 2023 12:12 Rússar gerðu árásir á úkraínskar borgir í morgun Sprengingar hafa heyrst víða um Úkraínu í nótt og í morgun, degi eftir að Rússar sökuðu Úkraínumenn um að gera drónaárás á Kreml í Moskvu. 4. maí 2023 07:11 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
„Pútín er að drepa smábörn í Úkraínu. Hann sprengir íbúðahverfi þar sem venjulegir borgarar og börn búa. Þetta er bara morðingi, fjöldamorðingi,“ segir Jón Steinar aðspurður um færslu á samfélagsmiðlum sem hann birti í dag. En þar sagði hann Vladímír Pútín réttdræpan. Í gær sökuðu Rússar Úkraínumenn um banatilræði gegn forsetanum eftir að dróni var skotinn niður yfir Kreml. Samkvæmt rússneskum miðlum var um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og að rússnesk stjórnvöld áskilji sér rétt til hefnda, hvar og hvenær sem er. Í nótt voru svo gerðar loftárásir á úkraínskar borgir, svo sem höfuðborgina Kænugarð, Saporísja og Odessa. Úkraínumenn hafa hins vegar hafnað því að hafa reynt að drepa Pútín. Þeirra athygli og mannskapur sé öll nýtt til að verja heimalandið. Fjöldamorð á saklausu fólki Jón Steinar segist ekki vita hvort að Úkraínumenn hafi reynt banatilræði við Pútín og segist alveg trúa því að þeir hafi ekki verið að verki í Kreml. Það sé þó aukaatriði því að rétturinn sé með þeim og ef þeim tækist að ráða hann af dögum væri það réttlætanlegt. Pútín hafi stýrt innrásinni í Úkraínu og að hún sé framkvæmd eftir hans ákvörðunum, þar á meðal fjöldamorð á saklausu fólki þegar heilu íbúðahverfin séu lögð í rúst. Jón Steinar er vonlítill um að hægt verði að rétta yfir Pútín.EPA Hæstaréttardómarinn fyrrverandi segist ekki trúa því að það verði nokkurn tímann friður á meðan Pútín er við völd í Rússlandi. Ekki eftir alla þá glæpi sem Rússar hafa framið og komið hafa almenningi fyrir sjónir í sjónvarpi. Nefna má til dæmis fjöldamorðin í bænum Bútsja, norðan við Kænugarð, sem var um tíma hernuminn af Rússum. Jón Steinar segist hins vegar ekki heldur sannfærður um að það yrði friður ef Pútín yrði komið fyrir kattarnef. „Það getur verið að það komi einhverjir staðgöngumenn á eftir honum sem haldi áfram þessum fjöldamorðum,“ segir hann. Enginn friður án réttlætis Úkraínumenn hafa lýst því yfir að þeir vilji draga Pútín og aðra hátt setta Rússa fyrir sérstakan alþjóðlegan sakamáladómstól til að svara til saka, í ætt við Nuremberg réttarhöldin. Á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku verður til umræðu að finna leiðir til að draga Rússa til ábyrgðar. Hluti af því er gerð svokallaðrar tjónaskrár, yfir það eigna- og manntjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Hugmyndin er að hún nýtist sem gagn inn í málsókn eftir að stríðinu er lokið. Volodímír Selenskí, Úkraínuforseti, er í heimsókn í hollensku borginni Haag, þar sem Alþjóða sakamáladómstóllinn er. Þar sagði hann að það yrði enginn friður án réttlætis fyrir Úkraínu. „Pútín á skilið að verða dæmdur fyrir glæpi sína hérna, í höfuðborg alþjóðaréttarins,“ sagði Selenskí í ræðu. Pútín verði ekki dreginn fyrir dóm Jón Steinar segist ekki gera sér miklar vonir um að hægt verði að draga Pútín fyrir dóm og láta hann svara til saka. Það þyrfti að verða einhvers konar grundvallarbreyting á stjórnarfyrirkomulagi Rússlands til þess að það gæti gerst. „Pútín er varinn af þessu herveldi og það er enginn að fara til Rússlands að sækja hann,“ segir Jón Steinar. Fórnarlömb fjöldamorðanna í bænum Bútsja, norðan við Kænugarð.EPA Hann segist heldur ekki hafa mikla trú á því að Evrópuráðið geti gert mikið til þess að draga Pútín til ábyrgðar. Ekki sé hægt að hefja stórstyrjöld gegn Rússum, því þeir eigi kjarnorkuvopn og gætu lagt heiminn, eða að minnsta kosti stóran hluta hans í rúst. Ólíkt því sem gerðist á öldum áður þá geta bein stríð á milli stórvelda ekki átt sér stað lengur. Í því síðasta, seinni heimsstyrjöldinni, hafi tekist að rétta yfir nokkrum stórlöxum þriðja ríkisins en foringinn Adolf Hitler komst undan dómstólnum með því að taka eigið líf. Jón Steinar segir að í dag sé ekki hægt að framfylgja alþjóðlegum réttarreglum þegar stórveldi eins og Rússland eigi í hlut. „Enda vita þeir það, menn sem fara fram með þessum hætti, að þeir sem ráðist er á eiga ekki möguleika á að draga þá fyrir dóm,“ segir hann.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3. maí 2023 12:12 Rússar gerðu árásir á úkraínskar borgir í morgun Sprengingar hafa heyrst víða um Úkraínu í nótt og í morgun, degi eftir að Rússar sökuðu Úkraínumenn um að gera drónaárás á Kreml í Moskvu. 4. maí 2023 07:11 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3. maí 2023 12:12
Rússar gerðu árásir á úkraínskar borgir í morgun Sprengingar hafa heyrst víða um Úkraínu í nótt og í morgun, degi eftir að Rússar sökuðu Úkraínumenn um að gera drónaárás á Kreml í Moskvu. 4. maí 2023 07:11
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum