Innlent

Kröftug skjálfta­hrina og flug­lita­kóði við Kötlu settur á gult

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Veðurstofan fylgist vel með gangi mála í jöklinum. Hér er mynd af jöklinum sumarið 2019.
Veðurstofan fylgist vel með gangi mála í jöklinum. Hér er mynd af jöklinum sumarið 2019. Vísir/Vilhelm

Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir.

Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að enginn gosórói hafi mælst. Skjálftarnir séu staðsettir í miðri öskjunni. Þá hefur fluglitakóði fyrir Kötlu verið settur á gult. Það er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand.

Þá hófst einnig jarðskjálftahrina á Reykjanestá í morgun. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni var 3,4 að stærð klukkan 8:08. Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×