Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. maí 2023 18:38 Leiðtogar Norðurlanda með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í Helsinki í dag. Vísir/Einar Árnason Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aukning á framlagi Íslands til Úkraínu verði kynnt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fram fer hér á landi seinna í mánuðinum. Hún segir að það framlag sem þegar hafi verið kynnt á þessu ári, sé til jafns á við allt framlag Íslands á síðasta ári en bætt verði frekar í. „Við ætlum okkur að gera betur í þessu,“ sagði Katrín en hún vildi ekki fara nánar út í það að svo stöddu þegar Heimir Már Pétursson ræddi við hana í Helsinki í Finnlandi í dag. Katrín hafði þá lokið fundi með leiðtogum Norðurlanda og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sem mætti óvænt til Finnlands í dag. „Fyrst og fremst er ætlunin að ítreka stuðning Norðurlanda við Úkraínu og það var svo sannarlega gert á þessum fundi og öll ríkin hafa lagt sitt af mörkum til Úkraínu,“ sagði Katrín um fundinn með Selenskí. Katrín segir að meðal annars hafi einnig verið rætt um þær friðartillögur sem Úkraínumenn hafa lagt fram, sem miði að því hvernig tryggja megi réttlátan frið. „Það er að segja frið sem byggir ekki á því að annað ríki geti ruðst inn og kúgað hitt,“ sagði Katrín. Hún sagði að hluti af þessum tillögum yrði ræddur á leiðtogafundinum. Sá fundur var einnig ræddur í Helsinki í dag, hvað liggi fyrir á honum og hvað annað sé hægt að ræða þar. „Norrænt samtal“ Katrín sagði að Norðurlöndin sem heild vera stærri en þegar ríkin væru lögð saman eitt og eitt. Því væru fundir sem þessi mjög mikilvægir. „Við auðvitað tölum fyrir ákveðnum grunngildum, Norðurlöndin, þannig að ég held að það skipti verulega miklu máli að eiga svona fund,“ sagði Katrín. „Við höfum verið mjög samstillt í okkar aðgerðum, þó aðstæður í hverju landi séu misjafnar og mér fannst samtalið á þessum fundi frjálslegt.“ Hún sagði samtalið á fyrri fundinum í dag hafa verið „mjög norrænt“ og að ýmsir valmöguleikar sem ekki væri hefð fyrir að ræða, hefðu verið ræddir. Katrín sagði Norðurlönd hafa stillt strengi sína varðandi aðstoð til Úkraínu. „Við erum auðvitað búin að vera í töluverðu sambandi um þetta en núna þegar við erum að ræða mögulegar leiðir til einhverra lausna, friðartillögur Úkraínumanna. Þá munar gríðarlega um þá reynslu sem býr hjá norrænum stjórnvöldum, hvert á sínu sviði getum við sagt, inn í slíkt samtal.“ Ræddi aðstoð Íslands við Selenskí Á fundinum með Selenskí í dag segir Katrín að þar hafi sérstaklega verið rætt um mögulegar niðurstöður leiðtogafundarins í Reykjavík. „Ég var að upplýsa hann um nýjustu stöðuna á þeim málum og þar er auðvitað sérstaklega búið að vera að fjalla um þessa tjónaskrá, um það tjón sem Rússar hafa valdið með innrásinni. Það er líka búið að vera að fjalla um mögulegar leiðir til þess að sú skrá geti skilað raunverulegum aðgerðum í þágu Úkraínu,“ segir Katrín. Hún segir að einnig hafi verið talað um einstaka þætti friðartillagnanna sem varði ábyrgðaskyldu, hvernig bæta megi umhverfisskaða sem stríðið hefði valdið og fleira. Katrín segir ekki liggja fyrir hvort Selenskí hafi tök á að sækja fundinn í Reykjavík, en erindrekar frá Úkraínu muni í það minnsta sækja hann. „Svo ræddum við auðvitað líka áframhaldandi stuðning Íslands og vorum í raun og veru að halda áfram samtali sem við hófum í Kyiv um hvernig hann megi best nýtast.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Danmörk Noregur Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Við ætlum okkur að gera betur í þessu,“ sagði Katrín en hún vildi ekki fara nánar út í það að svo stöddu þegar Heimir Már Pétursson ræddi við hana í Helsinki í Finnlandi í dag. Katrín hafði þá lokið fundi með leiðtogum Norðurlanda og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sem mætti óvænt til Finnlands í dag. „Fyrst og fremst er ætlunin að ítreka stuðning Norðurlanda við Úkraínu og það var svo sannarlega gert á þessum fundi og öll ríkin hafa lagt sitt af mörkum til Úkraínu,“ sagði Katrín um fundinn með Selenskí. Katrín segir að meðal annars hafi einnig verið rætt um þær friðartillögur sem Úkraínumenn hafa lagt fram, sem miði að því hvernig tryggja megi réttlátan frið. „Það er að segja frið sem byggir ekki á því að annað ríki geti ruðst inn og kúgað hitt,“ sagði Katrín. Hún sagði að hluti af þessum tillögum yrði ræddur á leiðtogafundinum. Sá fundur var einnig ræddur í Helsinki í dag, hvað liggi fyrir á honum og hvað annað sé hægt að ræða þar. „Norrænt samtal“ Katrín sagði að Norðurlöndin sem heild vera stærri en þegar ríkin væru lögð saman eitt og eitt. Því væru fundir sem þessi mjög mikilvægir. „Við auðvitað tölum fyrir ákveðnum grunngildum, Norðurlöndin, þannig að ég held að það skipti verulega miklu máli að eiga svona fund,“ sagði Katrín. „Við höfum verið mjög samstillt í okkar aðgerðum, þó aðstæður í hverju landi séu misjafnar og mér fannst samtalið á þessum fundi frjálslegt.“ Hún sagði samtalið á fyrri fundinum í dag hafa verið „mjög norrænt“ og að ýmsir valmöguleikar sem ekki væri hefð fyrir að ræða, hefðu verið ræddir. Katrín sagði Norðurlönd hafa stillt strengi sína varðandi aðstoð til Úkraínu. „Við erum auðvitað búin að vera í töluverðu sambandi um þetta en núna þegar við erum að ræða mögulegar leiðir til einhverra lausna, friðartillögur Úkraínumanna. Þá munar gríðarlega um þá reynslu sem býr hjá norrænum stjórnvöldum, hvert á sínu sviði getum við sagt, inn í slíkt samtal.“ Ræddi aðstoð Íslands við Selenskí Á fundinum með Selenskí í dag segir Katrín að þar hafi sérstaklega verið rætt um mögulegar niðurstöður leiðtogafundarins í Reykjavík. „Ég var að upplýsa hann um nýjustu stöðuna á þeim málum og þar er auðvitað sérstaklega búið að vera að fjalla um þessa tjónaskrá, um það tjón sem Rússar hafa valdið með innrásinni. Það er líka búið að vera að fjalla um mögulegar leiðir til þess að sú skrá geti skilað raunverulegum aðgerðum í þágu Úkraínu,“ segir Katrín. Hún segir að einnig hafi verið talað um einstaka þætti friðartillagnanna sem varði ábyrgðaskyldu, hvernig bæta megi umhverfisskaða sem stríðið hefði valdið og fleira. Katrín segir ekki liggja fyrir hvort Selenskí hafi tök á að sækja fundinn í Reykjavík, en erindrekar frá Úkraínu muni í það minnsta sækja hann. „Svo ræddum við auðvitað líka áframhaldandi stuðning Íslands og vorum í raun og veru að halda áfram samtali sem við hófum í Kyiv um hvernig hann megi best nýtast.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Danmörk Noregur Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05
„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?