Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 14:10 Aðalumræðuefni leiðtogafundarins í Hörpu verður innrásin í Úkraínu. Reikna má með því að óprúttnir aðilar standi fyrir netárásum í kringum fundinn. Vísir/Vilhelm Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. Tugir leiðtoga Evrópuríkja eru væntanlegir á fundinn í Hörpu sem fer fram dagana 16.-17. maí. Mikil öryggisgæsla verður vegna fundarins og verður götum í stórum hluta miðborgarinnar lokað fyrir bílaumferð á meðan. Yfirvöld huga einnig að stafrænum árásum í kringum fundinn. Í tilkynningu CERT-IS, netöryggissveitar íslenskra stjórnvalda, segir að það sé samdóma álit sérfræðinga hennar að gera megi ráð fyrir því að„ógnahópar og mótmælendur“ nýti viðburðinn til að vekja á sér athygli með netárásum á íslenskt netumhverfi. Markmið slíkra árásanna gæti annars vegar verið að trufla framvindu fundarins, til dæmis með því að ráðast á útsendingu frá honum. Hins vegar gætu árásarhópar ráðist á íslensk fyrirtæki og stofnanir sem eru alls ótengd fundinum með það fyrir augum að valda almennum truflunum og óþægindum. „CERT-IS telur að það sé full ástæða fyrir fyrirtæki og stofnanir að gera ráðstafanir fyrir sína stafrænu innviði í aðdraganda fundarins,“ segir í tilkynningunni. Leggur sveitin til ýmsar ráðstafanir sem rekstarstjórar net- og upplýsingakerfa ættu að athuga fyrir fundinn. Á meðal þeirra er að tryggja mönnun á meðan á fundi stendur, hafa tveggja þátta auðkenningu á mikilvægum kerfum, yfirfara eldveggi og auka vitund starfsfólks um vefveiðapósta. Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tölvuárásir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Tugir leiðtoga Evrópuríkja eru væntanlegir á fundinn í Hörpu sem fer fram dagana 16.-17. maí. Mikil öryggisgæsla verður vegna fundarins og verður götum í stórum hluta miðborgarinnar lokað fyrir bílaumferð á meðan. Yfirvöld huga einnig að stafrænum árásum í kringum fundinn. Í tilkynningu CERT-IS, netöryggissveitar íslenskra stjórnvalda, segir að það sé samdóma álit sérfræðinga hennar að gera megi ráð fyrir því að„ógnahópar og mótmælendur“ nýti viðburðinn til að vekja á sér athygli með netárásum á íslenskt netumhverfi. Markmið slíkra árásanna gæti annars vegar verið að trufla framvindu fundarins, til dæmis með því að ráðast á útsendingu frá honum. Hins vegar gætu árásarhópar ráðist á íslensk fyrirtæki og stofnanir sem eru alls ótengd fundinum með það fyrir augum að valda almennum truflunum og óþægindum. „CERT-IS telur að það sé full ástæða fyrir fyrirtæki og stofnanir að gera ráðstafanir fyrir sína stafrænu innviði í aðdraganda fundarins,“ segir í tilkynningunni. Leggur sveitin til ýmsar ráðstafanir sem rekstarstjórar net- og upplýsingakerfa ættu að athuga fyrir fundinn. Á meðal þeirra er að tryggja mönnun á meðan á fundi stendur, hafa tveggja þátta auðkenningu á mikilvægum kerfum, yfirfara eldveggi og auka vitund starfsfólks um vefveiðapósta.
Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tölvuárásir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira