Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 14:10 Aðalumræðuefni leiðtogafundarins í Hörpu verður innrásin í Úkraínu. Reikna má með því að óprúttnir aðilar standi fyrir netárásum í kringum fundinn. Vísir/Vilhelm Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. Tugir leiðtoga Evrópuríkja eru væntanlegir á fundinn í Hörpu sem fer fram dagana 16.-17. maí. Mikil öryggisgæsla verður vegna fundarins og verður götum í stórum hluta miðborgarinnar lokað fyrir bílaumferð á meðan. Yfirvöld huga einnig að stafrænum árásum í kringum fundinn. Í tilkynningu CERT-IS, netöryggissveitar íslenskra stjórnvalda, segir að það sé samdóma álit sérfræðinga hennar að gera megi ráð fyrir því að„ógnahópar og mótmælendur“ nýti viðburðinn til að vekja á sér athygli með netárásum á íslenskt netumhverfi. Markmið slíkra árásanna gæti annars vegar verið að trufla framvindu fundarins, til dæmis með því að ráðast á útsendingu frá honum. Hins vegar gætu árásarhópar ráðist á íslensk fyrirtæki og stofnanir sem eru alls ótengd fundinum með það fyrir augum að valda almennum truflunum og óþægindum. „CERT-IS telur að það sé full ástæða fyrir fyrirtæki og stofnanir að gera ráðstafanir fyrir sína stafrænu innviði í aðdraganda fundarins,“ segir í tilkynningunni. Leggur sveitin til ýmsar ráðstafanir sem rekstarstjórar net- og upplýsingakerfa ættu að athuga fyrir fundinn. Á meðal þeirra er að tryggja mönnun á meðan á fundi stendur, hafa tveggja þátta auðkenningu á mikilvægum kerfum, yfirfara eldveggi og auka vitund starfsfólks um vefveiðapósta. Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tölvuárásir Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Tugir leiðtoga Evrópuríkja eru væntanlegir á fundinn í Hörpu sem fer fram dagana 16.-17. maí. Mikil öryggisgæsla verður vegna fundarins og verður götum í stórum hluta miðborgarinnar lokað fyrir bílaumferð á meðan. Yfirvöld huga einnig að stafrænum árásum í kringum fundinn. Í tilkynningu CERT-IS, netöryggissveitar íslenskra stjórnvalda, segir að það sé samdóma álit sérfræðinga hennar að gera megi ráð fyrir því að„ógnahópar og mótmælendur“ nýti viðburðinn til að vekja á sér athygli með netárásum á íslenskt netumhverfi. Markmið slíkra árásanna gæti annars vegar verið að trufla framvindu fundarins, til dæmis með því að ráðast á útsendingu frá honum. Hins vegar gætu árásarhópar ráðist á íslensk fyrirtæki og stofnanir sem eru alls ótengd fundinum með það fyrir augum að valda almennum truflunum og óþægindum. „CERT-IS telur að það sé full ástæða fyrir fyrirtæki og stofnanir að gera ráðstafanir fyrir sína stafrænu innviði í aðdraganda fundarins,“ segir í tilkynningunni. Leggur sveitin til ýmsar ráðstafanir sem rekstarstjórar net- og upplýsingakerfa ættu að athuga fyrir fundinn. Á meðal þeirra er að tryggja mönnun á meðan á fundi stendur, hafa tveggja þátta auðkenningu á mikilvægum kerfum, yfirfara eldveggi og auka vitund starfsfólks um vefveiðapósta.
Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tölvuárásir Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira