Mörg dæmi um að fólk sinni öðru samhliða þingmennsku Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2023 14:15 Brynjar segist taka eftir því að fjölmiðlar fari hamförum yfir því að þingmaðurinn „Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum.“ Honum finnst það ekkert tiltökumál og mörg dæmi finnist um að þingmenn séu að stússa í öðru samhliða þingmennsku. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, rís upp til varnar vini sínum og félaga Ásmundi Friðrikssyni þingmanni sem hefur verið sakaður um að vera á fullum launum sem þingmaður við að stofna ferðaþjónustufyrirtæki. „Ég sé að fjölmiðlar fara hamförum yfir því að þingmaðurinn Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum. Skyldi það vera vegna þess að hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Brynjar í forundran á Facebook-síðu sinni. Ýmsir hafa fett fingur út í það að Ásmundur hafi fengist við að stofnsetja ferðaþjónustufyrirtæki samhliða þingmennsku sinni. Á það hefur verið bent að þingmennska eigi að heita fullt starf og er greitt fyrir hana samkvæmt því. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar er meðal þeirra sem vakti sérstaka athygli á þessu og Vísir greindi frá í gærkvöldi. Brynjari þykir þetta hins vegar ekkert tiltökumál og segist háðskur bíða eftir því að Atli Fanndal, „hinn geðfelldi framkvæmdastjóri Transparency á Íslandi“ finni stórkostlega spillingu í þessu. Brynjar segir hér ekkert óeðlilegt á ferðinni. „Á minni þingmannstíð var ekki óalgengt að þingmenn væru í fullu námi samhliða þingmennsku. Sumir stunduðu bústörf, sem vildi svo til að voru duglegustu þingmennirnir. Síðan voru þingmenn sem aldrei höfðu verið, svo nokkru nemi, á vinnumarkaði áður en þeir fóru á þing.“ Brynjar segir slíka auðvitað ekki vinna meðfram þingmennsku enda kunni þeir það örugglega ekki. „Þeir gera auðvitað ekkert gagn í þingstörfum og svo virðist vonlaust að vinna með þeim í þingflokki því starfsmenn flýja í unnvörpum eða eru reknir. Fjölmiðlar sjá enga frétt í því.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Ég sé að fjölmiðlar fara hamförum yfir því að þingmaðurinn Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum. Skyldi það vera vegna þess að hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Brynjar í forundran á Facebook-síðu sinni. Ýmsir hafa fett fingur út í það að Ásmundur hafi fengist við að stofnsetja ferðaþjónustufyrirtæki samhliða þingmennsku sinni. Á það hefur verið bent að þingmennska eigi að heita fullt starf og er greitt fyrir hana samkvæmt því. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar er meðal þeirra sem vakti sérstaka athygli á þessu og Vísir greindi frá í gærkvöldi. Brynjari þykir þetta hins vegar ekkert tiltökumál og segist háðskur bíða eftir því að Atli Fanndal, „hinn geðfelldi framkvæmdastjóri Transparency á Íslandi“ finni stórkostlega spillingu í þessu. Brynjar segir hér ekkert óeðlilegt á ferðinni. „Á minni þingmannstíð var ekki óalgengt að þingmenn væru í fullu námi samhliða þingmennsku. Sumir stunduðu bústörf, sem vildi svo til að voru duglegustu þingmennirnir. Síðan voru þingmenn sem aldrei höfðu verið, svo nokkru nemi, á vinnumarkaði áður en þeir fóru á þing.“ Brynjar segir slíka auðvitað ekki vinna meðfram þingmennsku enda kunni þeir það örugglega ekki. „Þeir gera auðvitað ekkert gagn í þingstörfum og svo virðist vonlaust að vinna með þeim í þingflokki því starfsmenn flýja í unnvörpum eða eru reknir. Fjölmiðlar sjá enga frétt í því.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira