Ásmundur sakaður um siðleysi vegna leiðsögumennsku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. maí 2023 22:30 Ásmundur Friðriksson segist nýta frítíma sinn eins og honum sýnist. Vilhelm Gunnarsson Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur hlotið gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna leiðsögumannaverkefnis í Vestmannaeyjum. Ásmundur segist hafa rétt til að nýta sitt sumarfrí eins og honum sýnist. „Ég á mitt frí. Sumir fara í golf og sumir gera eitthvað annað. Ég nýti mitt frí eins og mér sýnist,“ segir Ásmundur aðspurður um gagnrýni á nýtt leiðsögumannaverkefni sitt. Ásmundur hefur stofnað fyrirtækið Þingmannaleið og ætlar að fylgja ferðamönnum um Vestmannaeyjar. Hefur hann starfað sem leiðsögumaður áður. Í viðtali við Morgunblaðið þann 21. apríl síðastliðinn sagði Ásmundur að þetta verði ekki fullt starf og að sumarið verði aðaltíminn. Umfangið verði minna þegar þingið komi saman aftur. Þessi áform hafa ekki fallið alls staðar í góðan jarðveg. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar, sem er ættaður Vestmannaeyjum og á þar vinnustofu, er ekki hrifinn. „Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi,“ segir Jón Óskar á samfélagsmiðlum og enn fremur: „Þetta er að mínu mati hreint og klárt siðleysi.“ Ýmsir hafa sett læk við færsluna, svo sem Illugi Jökulsson rithöfundur, Björn Leví Gunnarsson þingmaður og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Allt utan þingtíma „Það hefur enginn kvartað þegar ég hef farið á sjó eða þegar ég hef málað þök. Það hefur enginn amast yfir því,“ segir Ásmundur. „Ég hef sinnt ýmsum störfum í mínum fríum og veit ekki annað en að fullt af fólki geri það, til dæmis kenni á sumrin eða vinni alls konar aukavinnu.“ Aðrir þingmenn geri þetta líka og að störfin séu unnin utan vinnutíma þingsins. Ekki að hætta á þingi Ásmundur er 67 ára gamall og á sínu fjórða kjörtímabili sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. En hann var fyrst kjörin á þing árið 2013. Vakti það nokkra athygli þegar hann sóttist eftir því að verða bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hann laut hins vegar í lægra haldi fyrir Ingvari P. Guðbjörnssyni, upplýsingafulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í prófkjörinu. Ásmundur hafnar því að allt þetta sé merki um að hann sé á leið út úr þingmennsku. „Er ekki fullt af fólki alltaf að spá eitthvað,“ segir hann. Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Ég á mitt frí. Sumir fara í golf og sumir gera eitthvað annað. Ég nýti mitt frí eins og mér sýnist,“ segir Ásmundur aðspurður um gagnrýni á nýtt leiðsögumannaverkefni sitt. Ásmundur hefur stofnað fyrirtækið Þingmannaleið og ætlar að fylgja ferðamönnum um Vestmannaeyjar. Hefur hann starfað sem leiðsögumaður áður. Í viðtali við Morgunblaðið þann 21. apríl síðastliðinn sagði Ásmundur að þetta verði ekki fullt starf og að sumarið verði aðaltíminn. Umfangið verði minna þegar þingið komi saman aftur. Þessi áform hafa ekki fallið alls staðar í góðan jarðveg. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar, sem er ættaður Vestmannaeyjum og á þar vinnustofu, er ekki hrifinn. „Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi,“ segir Jón Óskar á samfélagsmiðlum og enn fremur: „Þetta er að mínu mati hreint og klárt siðleysi.“ Ýmsir hafa sett læk við færsluna, svo sem Illugi Jökulsson rithöfundur, Björn Leví Gunnarsson þingmaður og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Allt utan þingtíma „Það hefur enginn kvartað þegar ég hef farið á sjó eða þegar ég hef málað þök. Það hefur enginn amast yfir því,“ segir Ásmundur. „Ég hef sinnt ýmsum störfum í mínum fríum og veit ekki annað en að fullt af fólki geri það, til dæmis kenni á sumrin eða vinni alls konar aukavinnu.“ Aðrir þingmenn geri þetta líka og að störfin séu unnin utan vinnutíma þingsins. Ekki að hætta á þingi Ásmundur er 67 ára gamall og á sínu fjórða kjörtímabili sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. En hann var fyrst kjörin á þing árið 2013. Vakti það nokkra athygli þegar hann sóttist eftir því að verða bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hann laut hins vegar í lægra haldi fyrir Ingvari P. Guðbjörnssyni, upplýsingafulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í prófkjörinu. Ásmundur hafnar því að allt þetta sé merki um að hann sé á leið út úr þingmennsku. „Er ekki fullt af fólki alltaf að spá eitthvað,“ segir hann.
Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25