Real Madrid að landa Bellingham Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 13:20 Jude Bellingham hefur slegið í gegn með Dortmund og verið í sigti bestu liða Evrópu. Getty/Joachim Bywaletz Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham hefur verið afar eftirsóttur en nú virðist spænska stórveldið Real Madrid hafa haft sigur úr býtum í kapphlaupinu um þennan öfluga miðjumann þýska félagsins Dortmund. Hinn mjög svo áreiðanlegi Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, greinir frá því á Twitter að Real sé nálægt samkomulagi um kaup á Bellingham. Það sé staðfest og að viðræður séu að komast á lokastig. Real Madrid are close to complete deal to sign Jude Bellingham, confirmed. Negotiations are progressing to the final stages.Personal terms are almost agreed Juni Calafat, crucial again.New meeting has been scheduled to complete the agremeent with Borussia Dortmund. pic.twitter.com/EZO76bXiHk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Samkomulag við leikmanninn sjálfan er nánast í höfn og segir Romano að Juni Calafat, yfirnjósnari hjá Real, sé enn á ný að reynast mikilvægur en honum hefur verið lýst sem algjörum lykilmanni í að fá unga og eftirsótta leikmenn til Real síðustu ár. Romano segir einnig að búið sé að skipuleggja nýjan fund á milli Real og Dortmund til að ganga frá samningi um kaupin. Vonast sé til þess að málið verði frágengið í þessum mánuði í stað þess að hætta verði á einhverri U-beygju á síðustu stundu. Real Madrid hope to finalize Bellingham deal already this month as they did with Tchouaméni in order to avoid any late u-turn. Real feel agreement on personal terms is almost reached, as @jfelixdiaz @marca called after Juni Calafat multiple meetings with player s camp. pic.twitter.com/W1Hicy3KSg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Bellingham er aðeins 19 ára en hefur sannað sig sem afar góður miðjumaður á þremur leiktíðum með Dortmund í þýsku 1. deildinni. Hann var einnig áberandi með enska landsliðinu á HM í Katar í vetur og hefur leikið 24 A-landsleiki. Samningur Bellinghams við Dortmund rennur út eftir tvö ár en lengi hefur verið útlit fyrir að hann færi frá félaginu í sumar og hefur hann til að mynda verið orðaður við Manchester City og Liverpool áður en Liverpool dró sig úr kapphlaupinu í síðasta mánuði. Þýski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira
Hinn mjög svo áreiðanlegi Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, greinir frá því á Twitter að Real sé nálægt samkomulagi um kaup á Bellingham. Það sé staðfest og að viðræður séu að komast á lokastig. Real Madrid are close to complete deal to sign Jude Bellingham, confirmed. Negotiations are progressing to the final stages.Personal terms are almost agreed Juni Calafat, crucial again.New meeting has been scheduled to complete the agremeent with Borussia Dortmund. pic.twitter.com/EZO76bXiHk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Samkomulag við leikmanninn sjálfan er nánast í höfn og segir Romano að Juni Calafat, yfirnjósnari hjá Real, sé enn á ný að reynast mikilvægur en honum hefur verið lýst sem algjörum lykilmanni í að fá unga og eftirsótta leikmenn til Real síðustu ár. Romano segir einnig að búið sé að skipuleggja nýjan fund á milli Real og Dortmund til að ganga frá samningi um kaupin. Vonast sé til þess að málið verði frágengið í þessum mánuði í stað þess að hætta verði á einhverri U-beygju á síðustu stundu. Real Madrid hope to finalize Bellingham deal already this month as they did with Tchouaméni in order to avoid any late u-turn. Real feel agreement on personal terms is almost reached, as @jfelixdiaz @marca called after Juni Calafat multiple meetings with player s camp. pic.twitter.com/W1Hicy3KSg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Bellingham er aðeins 19 ára en hefur sannað sig sem afar góður miðjumaður á þremur leiktíðum með Dortmund í þýsku 1. deildinni. Hann var einnig áberandi með enska landsliðinu á HM í Katar í vetur og hefur leikið 24 A-landsleiki. Samningur Bellinghams við Dortmund rennur út eftir tvö ár en lengi hefur verið útlit fyrir að hann færi frá félaginu í sumar og hefur hann til að mynda verið orðaður við Manchester City og Liverpool áður en Liverpool dró sig úr kapphlaupinu í síðasta mánuði.
Þýski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira