Real Madrid að landa Bellingham Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 13:20 Jude Bellingham hefur slegið í gegn með Dortmund og verið í sigti bestu liða Evrópu. Getty/Joachim Bywaletz Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham hefur verið afar eftirsóttur en nú virðist spænska stórveldið Real Madrid hafa haft sigur úr býtum í kapphlaupinu um þennan öfluga miðjumann þýska félagsins Dortmund. Hinn mjög svo áreiðanlegi Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, greinir frá því á Twitter að Real sé nálægt samkomulagi um kaup á Bellingham. Það sé staðfest og að viðræður séu að komast á lokastig. Real Madrid are close to complete deal to sign Jude Bellingham, confirmed. Negotiations are progressing to the final stages.Personal terms are almost agreed Juni Calafat, crucial again.New meeting has been scheduled to complete the agremeent with Borussia Dortmund. pic.twitter.com/EZO76bXiHk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Samkomulag við leikmanninn sjálfan er nánast í höfn og segir Romano að Juni Calafat, yfirnjósnari hjá Real, sé enn á ný að reynast mikilvægur en honum hefur verið lýst sem algjörum lykilmanni í að fá unga og eftirsótta leikmenn til Real síðustu ár. Romano segir einnig að búið sé að skipuleggja nýjan fund á milli Real og Dortmund til að ganga frá samningi um kaupin. Vonast sé til þess að málið verði frágengið í þessum mánuði í stað þess að hætta verði á einhverri U-beygju á síðustu stundu. Real Madrid hope to finalize Bellingham deal already this month as they did with Tchouaméni in order to avoid any late u-turn. Real feel agreement on personal terms is almost reached, as @jfelixdiaz @marca called after Juni Calafat multiple meetings with player s camp. pic.twitter.com/W1Hicy3KSg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Bellingham er aðeins 19 ára en hefur sannað sig sem afar góður miðjumaður á þremur leiktíðum með Dortmund í þýsku 1. deildinni. Hann var einnig áberandi með enska landsliðinu á HM í Katar í vetur og hefur leikið 24 A-landsleiki. Samningur Bellinghams við Dortmund rennur út eftir tvö ár en lengi hefur verið útlit fyrir að hann færi frá félaginu í sumar og hefur hann til að mynda verið orðaður við Manchester City og Liverpool áður en Liverpool dró sig úr kapphlaupinu í síðasta mánuði. Þýski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hinn mjög svo áreiðanlegi Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, greinir frá því á Twitter að Real sé nálægt samkomulagi um kaup á Bellingham. Það sé staðfest og að viðræður séu að komast á lokastig. Real Madrid are close to complete deal to sign Jude Bellingham, confirmed. Negotiations are progressing to the final stages.Personal terms are almost agreed Juni Calafat, crucial again.New meeting has been scheduled to complete the agremeent with Borussia Dortmund. pic.twitter.com/EZO76bXiHk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Samkomulag við leikmanninn sjálfan er nánast í höfn og segir Romano að Juni Calafat, yfirnjósnari hjá Real, sé enn á ný að reynast mikilvægur en honum hefur verið lýst sem algjörum lykilmanni í að fá unga og eftirsótta leikmenn til Real síðustu ár. Romano segir einnig að búið sé að skipuleggja nýjan fund á milli Real og Dortmund til að ganga frá samningi um kaupin. Vonast sé til þess að málið verði frágengið í þessum mánuði í stað þess að hætta verði á einhverri U-beygju á síðustu stundu. Real Madrid hope to finalize Bellingham deal already this month as they did with Tchouaméni in order to avoid any late u-turn. Real feel agreement on personal terms is almost reached, as @jfelixdiaz @marca called after Juni Calafat multiple meetings with player s camp. pic.twitter.com/W1Hicy3KSg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Bellingham er aðeins 19 ára en hefur sannað sig sem afar góður miðjumaður á þremur leiktíðum með Dortmund í þýsku 1. deildinni. Hann var einnig áberandi með enska landsliðinu á HM í Katar í vetur og hefur leikið 24 A-landsleiki. Samningur Bellinghams við Dortmund rennur út eftir tvö ár en lengi hefur verið útlit fyrir að hann færi frá félaginu í sumar og hefur hann til að mynda verið orðaður við Manchester City og Liverpool áður en Liverpool dró sig úr kapphlaupinu í síðasta mánuði.
Þýski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira