Tryggðu sér sæti í úrslitum á troðfullum Emirates velli: „Vonandi verður þetta bara normið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 20:30 Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í leik gærkvöldsins. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Þýska liðið Wolfsburg komst í gærkvöldi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Arsenal 3-2 á Emirates vellinum í gærkvöldi. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 2-2 og því varð að framlengja leikinn. Sigurmarkið kom rétt fyrir lok framlengingarinnar, en fyrri leikurinn í Þýskalandi endaði einnig 2-2. „Þetta var bara klikkað. Geggjaður völlur og bara draumur og ég er ótrúlega spennt fyrir úrslitaleiknum,“ sagði Sveindís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég er án gríns bara orðlaus enn þá. Þetta var klikkað. Ég man bara eftir því að hafa hlaupið inn á völlinn og hugsað að þetta hljóti að vera búið núna. Við vorum ekki að fara að fá okkur annað mark á lokasekúndunum,“ sgði Sveindís um sigurmarkið sem Pauline Bremer skoraði seint í framlengingunni. „Þetta var geggjuð tilfinning, en á sama tíma svolítið leiðinlegt fyrir Arsenal-stelpurnar sem börðust ótrúlega vel. Ég hef fundið fyrir svona vondri tilfinningu áður og maður fann svona svolítið til með þeim.“ Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleiknum þann 3. júní í Eindhoven á 35.000 manna velli. „Við spiluðum við þær í fyrra og fengum smá skell í fyrri leiknum úti. En við unnum þær svo heima, en það var ekki nóg fyrir okkur. Við kunnum allavega alveg svolítið á þær núna og við munum bara fara mjög vel yfir þær.“ Klippa: Þriðji Íslendingurinn sem kemst í úrslitaleik „Vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt“ Sveindís sem er aðeins 21 árs lék með Blikum í efstu deild á Íslandi fyrir þremur árum. Nú er hún á leiðinni í stærsta fótboltaleik ársins. „Það var allavega ekki það sem ég hafði séð fyrir mér fyrir þremur árum,“ sagði Sveindís hógvær. „En auðvitað ætlaði maður alltaf að ná langt, en ég vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt. Mér líður samt eins og það sé miklu lengra síðan ég var á Íslandi, en ég er ánægð með það hvernig þetta hefur farið og hvernig þetta hefur gengið.“ Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu undanfarin ár og fara leikir nú ítrekað fram á risavöllum út um alla Evrópu og oftar en ekki uppselt. „Maður sér þetta bara þegar maður fer á samfélagsmiðla eða Instagram eða eitthvað að þá er alltaf eitthvað verið að tala um kvennaboltann og það er bara geggjað. Líka bara að fá að spila á þessum stóru völlum og að við séum að fylla þá líka, það sýnir bara að það er allt hægt og að kvennaboltinn sé á uppleið. Vonandi verður þetta bara normið í framtíðinni,“ sagði Sveindís að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
„Þetta var bara klikkað. Geggjaður völlur og bara draumur og ég er ótrúlega spennt fyrir úrslitaleiknum,“ sagði Sveindís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég er án gríns bara orðlaus enn þá. Þetta var klikkað. Ég man bara eftir því að hafa hlaupið inn á völlinn og hugsað að þetta hljóti að vera búið núna. Við vorum ekki að fara að fá okkur annað mark á lokasekúndunum,“ sgði Sveindís um sigurmarkið sem Pauline Bremer skoraði seint í framlengingunni. „Þetta var geggjuð tilfinning, en á sama tíma svolítið leiðinlegt fyrir Arsenal-stelpurnar sem börðust ótrúlega vel. Ég hef fundið fyrir svona vondri tilfinningu áður og maður fann svona svolítið til með þeim.“ Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleiknum þann 3. júní í Eindhoven á 35.000 manna velli. „Við spiluðum við þær í fyrra og fengum smá skell í fyrri leiknum úti. En við unnum þær svo heima, en það var ekki nóg fyrir okkur. Við kunnum allavega alveg svolítið á þær núna og við munum bara fara mjög vel yfir þær.“ Klippa: Þriðji Íslendingurinn sem kemst í úrslitaleik „Vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt“ Sveindís sem er aðeins 21 árs lék með Blikum í efstu deild á Íslandi fyrir þremur árum. Nú er hún á leiðinni í stærsta fótboltaleik ársins. „Það var allavega ekki það sem ég hafði séð fyrir mér fyrir þremur árum,“ sagði Sveindís hógvær. „En auðvitað ætlaði maður alltaf að ná langt, en ég vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt. Mér líður samt eins og það sé miklu lengra síðan ég var á Íslandi, en ég er ánægð með það hvernig þetta hefur farið og hvernig þetta hefur gengið.“ Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu undanfarin ár og fara leikir nú ítrekað fram á risavöllum út um alla Evrópu og oftar en ekki uppselt. „Maður sér þetta bara þegar maður fer á samfélagsmiðla eða Instagram eða eitthvað að þá er alltaf eitthvað verið að tala um kvennaboltann og það er bara geggjað. Líka bara að fá að spila á þessum stóru völlum og að við séum að fylla þá líka, það sýnir bara að það er allt hægt og að kvennaboltinn sé á uppleið. Vonandi verður þetta bara normið í framtíðinni,“ sagði Sveindís að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira