Allardyce á leið aftur í ensku úrvalsdeildina Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 08:01 Stóri Sam Allardyce virðist vera á leið aftur í ensku úrvalsdeildina. Getty/Stu Forster Útlit er fyrir að knattspyrnustjórinn Sam Allardyce snúi afar óvænt aftur í ensku úrvalsdeildina og taki við Leeds sem hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur. Samningsviðræður á milli Allardyce og Leeds eru nokkuð langt komnar, samkvæmt meðal annars The Guardian, og ef ekkert óvænt kemur upp á þá mun þessi 68 ára gamli stjóri taka við Leeds af Javi Gracia. Gracia var ráðinn í febrúar, eftir brottrekstur Jesse March, og byrjaði vel en Leeds er hins vegar í bullandi fallhættu núna eftir fjögur töp í síðustu fimm leikjum. Sam Allardyce is in the frame for a dramatic return to management, with Leeds United strongly considering turning to the former England boss to rescue their season.More from @PhilHay_ #LUFChttps://t.co/vCHB6EQyZ6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 1, 2023 Samkvæmt The Guardian mun Gracia kveðja leikmenn og annað starfsfólk á Elland Road nú í morgunsárið og í kjölfarið ætti Allardyce svo að geta tekið til sinna mála. Hann þarf að laga varnarleikinn hjá liðinu sem hefur fengið á sig 18 mörk í síðustu fimm leikjum. Allardyce er þekktur fyrir að bjarga liðum frá falli en mistókst það þó í síðasta starfi sínu, hjá West Bromwich Albion fyrir tveimur árum. Allardyce, sem var landsliðsþjálfari Englands í afar skamman tíma, hefur einnig þjálfað lið á borð við Newcastle, West Ham, Sunderland, Everton og Crystal Palace. Leeds er í 17. sæti sem stendur, fyrir ofan fallsæti vegna betri markatölu en Nottingham Forest. Liðið á krefjandi leikjadagskrá fyrir höndum því það mætir Manchester City, Newcastle, West Ham og Tottenham í síðustu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Samningsviðræður á milli Allardyce og Leeds eru nokkuð langt komnar, samkvæmt meðal annars The Guardian, og ef ekkert óvænt kemur upp á þá mun þessi 68 ára gamli stjóri taka við Leeds af Javi Gracia. Gracia var ráðinn í febrúar, eftir brottrekstur Jesse March, og byrjaði vel en Leeds er hins vegar í bullandi fallhættu núna eftir fjögur töp í síðustu fimm leikjum. Sam Allardyce is in the frame for a dramatic return to management, with Leeds United strongly considering turning to the former England boss to rescue their season.More from @PhilHay_ #LUFChttps://t.co/vCHB6EQyZ6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 1, 2023 Samkvæmt The Guardian mun Gracia kveðja leikmenn og annað starfsfólk á Elland Road nú í morgunsárið og í kjölfarið ætti Allardyce svo að geta tekið til sinna mála. Hann þarf að laga varnarleikinn hjá liðinu sem hefur fengið á sig 18 mörk í síðustu fimm leikjum. Allardyce er þekktur fyrir að bjarga liðum frá falli en mistókst það þó í síðasta starfi sínu, hjá West Bromwich Albion fyrir tveimur árum. Allardyce, sem var landsliðsþjálfari Englands í afar skamman tíma, hefur einnig þjálfað lið á borð við Newcastle, West Ham, Sunderland, Everton og Crystal Palace. Leeds er í 17. sæti sem stendur, fyrir ofan fallsæti vegna betri markatölu en Nottingham Forest. Liðið á krefjandi leikjadagskrá fyrir höndum því það mætir Manchester City, Newcastle, West Ham og Tottenham í síðustu fjórum leikjum sínum á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira