Teikn á lofti um að markmið rammasamnings fyrir árið náist ekki Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2023 21:26 Sigurður Ingi tekur fyrir fullyrðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendubrest. Vísir/Ívar Fannar Innviðaráðherra segir það ekki rétt að forsendur rammasamnings um uppbyggingu íbúða séu brostnar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram. Ef þörf verður á auknu fjármagni verði brugðist við en teikn eru á lofti um að markmið samningsins náist ekki strax. Ríkið og sveitarfélög undirrituðu í júlí í fyrra rammasamning um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032, fjögur þúsund á ári fyrstu fimm árin og 3500 á ári síðari fimm. Samband íslenskra sveitarfélaga telur nú að samningurinn sé vanfjármagnaður. í fjármálaáætlun næstu fimm ára sé gert ráð fyrir að stofnframlög nemi 18,7 milljörðum króna í heild og lánveitingar 20 milljörðum á ári. Til að efna samninginn þyrftu þó stofnframlög að nema 44 milljörðum króna á tímabilinu og lánveitingar 188 milljörðum. Um sé að ræða fullkominn forsendubrest. Innviðaráðherra er ekki sammála „Við erum ágætlega fjármögnuð til þess að leggja af stað í ár. Rammasamkomulagið, þá er verið að tala um tíu ár. Hvenær við nákvæmlega náum hæsta markmiðinu, það getur vel verið að það taki einhvern tíma. Í fjármálaáætlun erum við að leggja af stað og segjum jafnframt ef að það verður þörf á frekara fjármagni til þess að fjármagna fleiri stofnframlagaíbúðir og þá munum við gera það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þó ljóst að kostnaður sé að aukast en verið sé að bregðast við með breyttum viðmiðum í hlutdeildarlánum og auknu framboði. Markmiðum um fjölda virðist þó ekki náð. „Ég held að það megi áætla að það verði sirka þrjú þúsund íbúðir byggðar á þessu ári. Við höfum áhyggjur af því að húsnæðismarkaðurinn sé að kólna og þess vegna teljum við mikilvægt að hið opinbera, ríkið, stígi sterkar inn á þessum næstu misserum. En það eru ákveðin teikn á lofti um að við náum ekki að byggja nóg árið 2024.“ Vonast til þess að fleiri sveitarfélög slái til Stjörnvöld séu engu að síður tilbúin til að mæta sveitarfélögunum með fjármagni. „Við erum sem sagt búin að skrifa undir samning við Reykjavíkurborg sem lofar mjög góðu en við erum líka með alveg á lokametrunum samningsdrög við fjölmörg önnur, og ég vonast satt best að segja til að öll sveitarfélög landsins komi með okkur í þetta verkefni,“ segir Sigurðu Ingi að lokum. Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Ríkið og sveitarfélög undirrituðu í júlí í fyrra rammasamning um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032, fjögur þúsund á ári fyrstu fimm árin og 3500 á ári síðari fimm. Samband íslenskra sveitarfélaga telur nú að samningurinn sé vanfjármagnaður. í fjármálaáætlun næstu fimm ára sé gert ráð fyrir að stofnframlög nemi 18,7 milljörðum króna í heild og lánveitingar 20 milljörðum á ári. Til að efna samninginn þyrftu þó stofnframlög að nema 44 milljörðum króna á tímabilinu og lánveitingar 188 milljörðum. Um sé að ræða fullkominn forsendubrest. Innviðaráðherra er ekki sammála „Við erum ágætlega fjármögnuð til þess að leggja af stað í ár. Rammasamkomulagið, þá er verið að tala um tíu ár. Hvenær við nákvæmlega náum hæsta markmiðinu, það getur vel verið að það taki einhvern tíma. Í fjármálaáætlun erum við að leggja af stað og segjum jafnframt ef að það verður þörf á frekara fjármagni til þess að fjármagna fleiri stofnframlagaíbúðir og þá munum við gera það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þó ljóst að kostnaður sé að aukast en verið sé að bregðast við með breyttum viðmiðum í hlutdeildarlánum og auknu framboði. Markmiðum um fjölda virðist þó ekki náð. „Ég held að það megi áætla að það verði sirka þrjú þúsund íbúðir byggðar á þessu ári. Við höfum áhyggjur af því að húsnæðismarkaðurinn sé að kólna og þess vegna teljum við mikilvægt að hið opinbera, ríkið, stígi sterkar inn á þessum næstu misserum. En það eru ákveðin teikn á lofti um að við náum ekki að byggja nóg árið 2024.“ Vonast til þess að fleiri sveitarfélög slái til Stjörnvöld séu engu að síður tilbúin til að mæta sveitarfélögunum með fjármagni. „Við erum sem sagt búin að skrifa undir samning við Reykjavíkurborg sem lofar mjög góðu en við erum líka með alveg á lokametrunum samningsdrög við fjölmörg önnur, og ég vonast satt best að segja til að öll sveitarfélög landsins komi með okkur í þetta verkefni,“ segir Sigurðu Ingi að lokum.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira