Tókust harkalega á um hvort fíkn væri smitsjúkdómur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. apríl 2023 16:30 Sigmundur Davíð og Halldóra gætu vart verið meira ósammála þegar kemur að afglæpavæðingu fíkniefna. Þingmenn tókust á um hvort að fíkniefnaneysla sé smitsjúkdómur eða ekki í þættinum Sprengisandi í morgun. Yfirlæknir SÁÁ sagði ekki pláss fyrir refsingu á fíkniefnaneyslu. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir SÁÁ, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, voru mætt í Sprengisand á Bylgjunni til að ræða ópíóðafaraldurinn sem geisar þessi misserin. Halldóra og þingflokkur Pírata hafa um áraraðir barist fyrir afglæpavæðingu fíkniefna. Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn hafa tekið hinn pólinn í hæðina. Það er að rétta leiðin til að takast á við fíkniefnavandann sé ekki lögleiðing heldur taka upp meiri aga. Tókust þingmennirnir tveir hart á um hvort fíkn væri smitsjúkdómur eða ekki og þurfti þáttarstjórnandi að skerast í leikinn að fá fólk til að grípa ekki fram í. Enginn með dóp í skólapartíunum „Þetta er smitsjúkdómur að miklu leyti og jafn vel tískusveiflur í þessu líka. Ákveðin smit berast til landsins og þá hlýtur að vera grundvallaratriði að koma í veg fyrir aðgengið eins og hægt er. Að smitleiðirnar séu sem fæstar,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef ríkið lögleiði neysluskammta séu skilaboðin sú að neyslan sé í lagi og þá sé auðveldara fyrir þá sem vilji dreifa „smitsjúkdómnum“ að ná til krakkanna. „Í minni tíð í menntaskóla, seint á síðustu öld, mætti enginn í bekkjarpartí með ólögleg fíkniefni. Ef að ríkið segir að þetta sé allt í lagi og að það sé jafn vel strangari á áfenginu þá hugsa ég að sumir hefðu tekið aðrar ákvarðanir en þeir gerðu og komist í kynni við þessi efni,“ sagði hann. Refsistefnan engu skilað Halldóra Mogensen sagði fíkn alls ekki vera smitsjúkdóm. „Fíkn, frekar en að vera sjúkdómur eða val einstaklings, er tilraun til þess að flýja þjáningu til skamms tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að hætta að spyrja hvað sé að þessum einstaklingum með fíknivanda. Spyrja frekar: Hvað kom fyrir? Af hverju er þessi einstaklingur að þjást?“ sagði hún. Benti hún á að refsistefnan, sem Sigmundur Davíð væri að tala fyrir, sé búin að vera við lýði í áratugi. „Á þessum tíma hefur fíkniefnaneysla aukist og vandamálum tengdum neyslunni hefur fjölgað alveg gríðarlega. Þessi stefna er í besta falli gagnslaus því hún hefur ekkert virkað hingað til og það er ekkert sem segir okkur að það muni nokkuð breytast,“ sagði hún. Refsingar geri ekkert annað en að auka þjáningar fólks sem er haldið fíkn. Ef fólk óttast refsingar óttast það líka að hringja í lögregluna þegar það þarf á hjálp að halda. Aðgengið mjög mikið Valgerður Rúnarsdóttir tók undir með Halldóru að glæpavæðing fíkniefnaneyslu sé ekki lausnin. „Neyslan almennt, þar hefur ríkisvaldið og löggjafinn mest áhrif af því að þeir hafa mest áhrif á aðgengi sem skiptir mestu máli. Ég er hundrað prósent sammál því að það er ekki pláss fyrir refsingu á neyslu,“ sagði Valgerður. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir segir að heilt yfir séu fáir að nota ólögleg fíkniefni en að aðgengið sé mjög mikið.Arnar Halldórsson Dauðsföll vegna neyslu ópíóða hafa verið mikið til umræðu undanfarið. Samkvæmt SÁÁ hafa tíu skjólstæðingar sjúkrahússins á Vogi undir fertugu látist það sem af er ári. Þá hefur tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens greint frá því að hafa sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu. Valgerður sagði flókið að átta sig á hvers vegna ákveðin efni eru notuð meira á einum tíma en öðrum. Um miðjan tíunda áratuginn hafi verð hér e-töflu bóla og um aldamótin hafi verið ópíóðabóla eins og nú er. Sú ópíóðaneysla sem er í gangi hér á Íslandi í dag sé ekki ósvipuð því sem sé að gerast í öðrum löndum. Benti hún hins vegar á að samkvæmt gögnum eins og talnabrunni Landlæknisembættisins þá sé fíkniefnaneysla heilt yfir ekki mjög útbreidd. „Það eru mjög fáir að nota ólögleg vímuefni en mjög margir sem nota löglegu vímuefnin,“ sagði hún. Aðgengið væri hins vegar gott. „Það er mjög auðvelt að fá ólögleg vímuefni og lögleg vímuefni á ólöglegan hátt.“ Miðflokkurinn Píratar Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Sprengisandur Fíkn Tengdar fréttir Sprengisandur: Ópíóíðar, Kárahnjúkar og fasteignamarkaðurinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 30. apríl 2023 09:45 Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Segir afglæpavæðingu „gefa leyfi til að prófa“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir stórkostleg mistök að afglæpavæða neysluskammta og vonar að „menn nái áttum“ áður en það verði að veruleika. Frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta hugnast honum ekki. 18. apríl 2021 20:13 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir SÁÁ, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, voru mætt í Sprengisand á Bylgjunni til að ræða ópíóðafaraldurinn sem geisar þessi misserin. Halldóra og þingflokkur Pírata hafa um áraraðir barist fyrir afglæpavæðingu fíkniefna. Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn hafa tekið hinn pólinn í hæðina. Það er að rétta leiðin til að takast á við fíkniefnavandann sé ekki lögleiðing heldur taka upp meiri aga. Tókust þingmennirnir tveir hart á um hvort fíkn væri smitsjúkdómur eða ekki og þurfti þáttarstjórnandi að skerast í leikinn að fá fólk til að grípa ekki fram í. Enginn með dóp í skólapartíunum „Þetta er smitsjúkdómur að miklu leyti og jafn vel tískusveiflur í þessu líka. Ákveðin smit berast til landsins og þá hlýtur að vera grundvallaratriði að koma í veg fyrir aðgengið eins og hægt er. Að smitleiðirnar séu sem fæstar,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef ríkið lögleiði neysluskammta séu skilaboðin sú að neyslan sé í lagi og þá sé auðveldara fyrir þá sem vilji dreifa „smitsjúkdómnum“ að ná til krakkanna. „Í minni tíð í menntaskóla, seint á síðustu öld, mætti enginn í bekkjarpartí með ólögleg fíkniefni. Ef að ríkið segir að þetta sé allt í lagi og að það sé jafn vel strangari á áfenginu þá hugsa ég að sumir hefðu tekið aðrar ákvarðanir en þeir gerðu og komist í kynni við þessi efni,“ sagði hann. Refsistefnan engu skilað Halldóra Mogensen sagði fíkn alls ekki vera smitsjúkdóm. „Fíkn, frekar en að vera sjúkdómur eða val einstaklings, er tilraun til þess að flýja þjáningu til skamms tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að hætta að spyrja hvað sé að þessum einstaklingum með fíknivanda. Spyrja frekar: Hvað kom fyrir? Af hverju er þessi einstaklingur að þjást?“ sagði hún. Benti hún á að refsistefnan, sem Sigmundur Davíð væri að tala fyrir, sé búin að vera við lýði í áratugi. „Á þessum tíma hefur fíkniefnaneysla aukist og vandamálum tengdum neyslunni hefur fjölgað alveg gríðarlega. Þessi stefna er í besta falli gagnslaus því hún hefur ekkert virkað hingað til og það er ekkert sem segir okkur að það muni nokkuð breytast,“ sagði hún. Refsingar geri ekkert annað en að auka þjáningar fólks sem er haldið fíkn. Ef fólk óttast refsingar óttast það líka að hringja í lögregluna þegar það þarf á hjálp að halda. Aðgengið mjög mikið Valgerður Rúnarsdóttir tók undir með Halldóru að glæpavæðing fíkniefnaneyslu sé ekki lausnin. „Neyslan almennt, þar hefur ríkisvaldið og löggjafinn mest áhrif af því að þeir hafa mest áhrif á aðgengi sem skiptir mestu máli. Ég er hundrað prósent sammál því að það er ekki pláss fyrir refsingu á neyslu,“ sagði Valgerður. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir segir að heilt yfir séu fáir að nota ólögleg fíkniefni en að aðgengið sé mjög mikið.Arnar Halldórsson Dauðsföll vegna neyslu ópíóða hafa verið mikið til umræðu undanfarið. Samkvæmt SÁÁ hafa tíu skjólstæðingar sjúkrahússins á Vogi undir fertugu látist það sem af er ári. Þá hefur tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens greint frá því að hafa sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu. Valgerður sagði flókið að átta sig á hvers vegna ákveðin efni eru notuð meira á einum tíma en öðrum. Um miðjan tíunda áratuginn hafi verð hér e-töflu bóla og um aldamótin hafi verið ópíóðabóla eins og nú er. Sú ópíóðaneysla sem er í gangi hér á Íslandi í dag sé ekki ósvipuð því sem sé að gerast í öðrum löndum. Benti hún hins vegar á að samkvæmt gögnum eins og talnabrunni Landlæknisembættisins þá sé fíkniefnaneysla heilt yfir ekki mjög útbreidd. „Það eru mjög fáir að nota ólögleg vímuefni en mjög margir sem nota löglegu vímuefnin,“ sagði hún. Aðgengið væri hins vegar gott. „Það er mjög auðvelt að fá ólögleg vímuefni og lögleg vímuefni á ólöglegan hátt.“
Miðflokkurinn Píratar Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Sprengisandur Fíkn Tengdar fréttir Sprengisandur: Ópíóíðar, Kárahnjúkar og fasteignamarkaðurinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 30. apríl 2023 09:45 Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Segir afglæpavæðingu „gefa leyfi til að prófa“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir stórkostleg mistök að afglæpavæða neysluskammta og vonar að „menn nái áttum“ áður en það verði að veruleika. Frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta hugnast honum ekki. 18. apríl 2021 20:13 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Sprengisandur: Ópíóíðar, Kárahnjúkar og fasteignamarkaðurinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 30. apríl 2023 09:45
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28
Segir afglæpavæðingu „gefa leyfi til að prófa“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir stórkostleg mistök að afglæpavæða neysluskammta og vonar að „menn nái áttum“ áður en það verði að veruleika. Frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta hugnast honum ekki. 18. apríl 2021 20:13
„Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15