Tugir bíla skemmdir í Eyjafirði: „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi“ Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2023 19:19 Jeppi Stefáns Hrafnkells verður sennilega ekki nýttur í jeppaferðir á næstunni. Facebook/Stefán Hrafnkell Skemmdarvargar tjónuðu um það bil þrjátíu bíla, sem geymdir eru í gamalli námu í Eyjafirði, í gærkvöldi. Eigandi eins bílsins telur tjónið jafnvel geta hlaupið á milljónum króna. Stefán Hrafnkell Gunnlaugsson, íbúi á Akureyri, fékk heldur leiðinlegt símtal í morgun þegar honum var tikynnt að meiriháttar skemmdir hefðu verið unnar á jeppa hans, sem hann geymir yfir veturinn í gamalli námu í Eyjafirði rétt innan Akureyrar. Hann greindi frá atvikinu á Facebooksíðu sinni í dag og auglýsir eftir vitnum að atvikinu. Þar segir hann að skemmdirnar hafi sennilega verið unnar á bilinu 23 til 24 í gærkvöldi, enda hafi sést til fólksbíls á svæðinu um það leyti. Þá sé ljóst að skemmdarvargarnir séu ekki ung börn, enda verði ekki komist að svæðinu fótgangandi. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafnkell að hann hafi tilkynnt lögreglu atvikið í dag og að hún hafi orðið mjög áhugasöm um það þegar hann nefndi þann mikla fjölda bíla sem varð á vegi tjónvaldanna. Lögreglan muni rannsaka málið, meðal annar með því að kanna upptökur úr öryggismyndavélum innar úr Eyjafirði, en engar slíkar séu við námuna. Þá sé ljóst að eini tilgangur skemmdarvarganna hafi verið að valda skemmdum. Ekkert hafi verið tekið úr bílunum sem yrðu andlag skemmdanna. Til að mynda hafi lykill og hlaðinn rafgeymir verið skildir eftir í bílnum hans. Rúður voru brotnar á flestum bílunum á svæðinu.Facebook/Stefán Hrafnkell Ekki bara druslur á svæðinu Stefán Hrafnkell telur að tjónið eftir gærkvöldið hlaupi á hundruðum þúsunda króna ef ekki milljónum króna. Til að mynda sé hans bíllinn hans fullskoðaður þó að númerin liggi inni. Allar rúður bílsins hafi verið brotnar ásamt öllum ljósum og speglum. Þá segist hann vita til þess að nokkuð verðmætur vörubíll hafi verið meðal þeirra bíla sem skemmdir voru og fleiri bílar sem falli ekki í flokk bíldruslna. „En eins og ég sagði við lögregluna þá eru þetta engar Teslur,“ segir hann þó. Þá segir Stefán Hrafnkell að tímasetning ódæðisins hafi verið honum einstaklega óheppileg, enda hafi hann ætlað að sækja bílinn um síðustu helgi og gera hann tilbúinn fyrir sumarið. „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi en ég nennti því ekki,“ segir hann. Akureyri Eyjafjarðarsveit Bílar Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Stefán Hrafnkell Gunnlaugsson, íbúi á Akureyri, fékk heldur leiðinlegt símtal í morgun þegar honum var tikynnt að meiriháttar skemmdir hefðu verið unnar á jeppa hans, sem hann geymir yfir veturinn í gamalli námu í Eyjafirði rétt innan Akureyrar. Hann greindi frá atvikinu á Facebooksíðu sinni í dag og auglýsir eftir vitnum að atvikinu. Þar segir hann að skemmdirnar hafi sennilega verið unnar á bilinu 23 til 24 í gærkvöldi, enda hafi sést til fólksbíls á svæðinu um það leyti. Þá sé ljóst að skemmdarvargarnir séu ekki ung börn, enda verði ekki komist að svæðinu fótgangandi. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafnkell að hann hafi tilkynnt lögreglu atvikið í dag og að hún hafi orðið mjög áhugasöm um það þegar hann nefndi þann mikla fjölda bíla sem varð á vegi tjónvaldanna. Lögreglan muni rannsaka málið, meðal annar með því að kanna upptökur úr öryggismyndavélum innar úr Eyjafirði, en engar slíkar séu við námuna. Þá sé ljóst að eini tilgangur skemmdarvarganna hafi verið að valda skemmdum. Ekkert hafi verið tekið úr bílunum sem yrðu andlag skemmdanna. Til að mynda hafi lykill og hlaðinn rafgeymir verið skildir eftir í bílnum hans. Rúður voru brotnar á flestum bílunum á svæðinu.Facebook/Stefán Hrafnkell Ekki bara druslur á svæðinu Stefán Hrafnkell telur að tjónið eftir gærkvöldið hlaupi á hundruðum þúsunda króna ef ekki milljónum króna. Til að mynda sé hans bíllinn hans fullskoðaður þó að númerin liggi inni. Allar rúður bílsins hafi verið brotnar ásamt öllum ljósum og speglum. Þá segist hann vita til þess að nokkuð verðmætur vörubíll hafi verið meðal þeirra bíla sem skemmdir voru og fleiri bílar sem falli ekki í flokk bíldruslna. „En eins og ég sagði við lögregluna þá eru þetta engar Teslur,“ segir hann þó. Þá segir Stefán Hrafnkell að tímasetning ódæðisins hafi verið honum einstaklega óheppileg, enda hafi hann ætlað að sækja bílinn um síðustu helgi og gera hann tilbúinn fyrir sumarið. „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi en ég nennti því ekki,“ segir hann.
Akureyri Eyjafjarðarsveit Bílar Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira