Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2023 15:21 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. AP/Alex Brandon Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. DeSantis er að reyna að fella niður nokkurs konar sjálfstjórnarsvæði sem Disney stjórnar við skemmtigarð fyrirtækisins í Flórída. Þá viðleitni hóf hann eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins lýstu yfir andstöðu við lög ríkisstjórans um að banna kennslu um kynhneigð og kynvitund í skólum í Flórída. Ríkisstjórinn skipaði nýja stjórn yfir áðurnefndu svæði en Disney gat nýtt gamalt ákvæði samnings um að draga verulega úr völdum stjórnarinnar. Nú hefur fyrirtækið höfðað mál og sakar DeSantis um pólitískar hefndir. Lögmenn fyrirtækisins vilja að alríkisdómari felli yfirtöku DeSantis úr gildi og aðgerðir nýrrar stjórnar. Það vilja þeir á grundvelli þess að DeSantis hafi brotið á málfrelsisrétti fyrirtækisins. „Þeir eru reiðir yfir því að þurfa að lifa eftir sömu reglum og allir aðrir. Þeir vilja ekki borga sömu skatta og allir aðrir og þeir vilja stjórna hlutum án nokkurs eftirlits,“ sagði DeSantis í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar segja þó að fyrri ummæli ríkisstjórans um Disney gætu komið niður á honum. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar að DeSantis hafi mögulega góða ástæðu til að fella niður sjálfstjórnarsvæði Disney, en takist lögmönnum fyrirtækisins að sýna fram á að hann sé að hefna sín, hafi þeir sterkt mál í höndunum. Kviðdómendur þyrftu þá að sjá tilefni til að telja DeSantis hafa verið að hefna sín á Disney með aðgerðum sínum. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 2010, í máli sem nefnist Citizens United, að fyrirtæki hafi mörg af sömu réttindum og fólk. Þar á meðal væri málfrelsi, sem byggir á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Hefur lengi verið gagnrýninn á „Woke“ Disney Lögsókn Disney inniheldur meðal annars mikið af ummælum DeSantis um fyrirtækið frá því forsvarsmenn þess lýstu yfir andstöðu við áðurnefnd lög. Meðal þess sem DeSantis hefur sagt er að Disney hafi „farið yfir strikið“ með því að skipta sér af pólitíkinni í Flórída og þörf sé á að koma hömlum á fyrirtækið. Lagaprófessor segir í samtali við Reuters að DeSantis eigi líklega eftir að sjá eftir þeim orðum. Hann hefur einnig grínast með að byggja mögulega nýtt fangelsi við hlið skemmtigarðs Disney í Flórída. Í lögsókn Disney er einnig vísað til átján skipta þar sem DeSantis hefur kallað fyrirtækið „Woke“ eða „meðvitað“. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Þá vísa lögmenn Disney einnig til greinar sem DeSantis skrifaði og birt var af Wall Street Journal, þar sem hann sagði fyrirtæki eins og Disney nota vald þeirra til að miðla „Woke stefnumálum“ og pólitískir leiðtogar þyrftu að berjast gegn því. „Sagan og samhengi skiptir máli,“ sagði Leslie Kendrick, sem stýrir málfrelsisdeild lagaskóla Virginíu, við Reuters. „Ef það eru vísbendingar um að þetta hafi verið gert af ástæðum sem tengjast fyrsta viðaukanum, til að refsa þeim sem tjáði sig, þá erum við með vandamál á höndum.“ Bandaríkin Disney Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
DeSantis er að reyna að fella niður nokkurs konar sjálfstjórnarsvæði sem Disney stjórnar við skemmtigarð fyrirtækisins í Flórída. Þá viðleitni hóf hann eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins lýstu yfir andstöðu við lög ríkisstjórans um að banna kennslu um kynhneigð og kynvitund í skólum í Flórída. Ríkisstjórinn skipaði nýja stjórn yfir áðurnefndu svæði en Disney gat nýtt gamalt ákvæði samnings um að draga verulega úr völdum stjórnarinnar. Nú hefur fyrirtækið höfðað mál og sakar DeSantis um pólitískar hefndir. Lögmenn fyrirtækisins vilja að alríkisdómari felli yfirtöku DeSantis úr gildi og aðgerðir nýrrar stjórnar. Það vilja þeir á grundvelli þess að DeSantis hafi brotið á málfrelsisrétti fyrirtækisins. „Þeir eru reiðir yfir því að þurfa að lifa eftir sömu reglum og allir aðrir. Þeir vilja ekki borga sömu skatta og allir aðrir og þeir vilja stjórna hlutum án nokkurs eftirlits,“ sagði DeSantis í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar segja þó að fyrri ummæli ríkisstjórans um Disney gætu komið niður á honum. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar að DeSantis hafi mögulega góða ástæðu til að fella niður sjálfstjórnarsvæði Disney, en takist lögmönnum fyrirtækisins að sýna fram á að hann sé að hefna sín, hafi þeir sterkt mál í höndunum. Kviðdómendur þyrftu þá að sjá tilefni til að telja DeSantis hafa verið að hefna sín á Disney með aðgerðum sínum. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 2010, í máli sem nefnist Citizens United, að fyrirtæki hafi mörg af sömu réttindum og fólk. Þar á meðal væri málfrelsi, sem byggir á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Hefur lengi verið gagnrýninn á „Woke“ Disney Lögsókn Disney inniheldur meðal annars mikið af ummælum DeSantis um fyrirtækið frá því forsvarsmenn þess lýstu yfir andstöðu við áðurnefnd lög. Meðal þess sem DeSantis hefur sagt er að Disney hafi „farið yfir strikið“ með því að skipta sér af pólitíkinni í Flórída og þörf sé á að koma hömlum á fyrirtækið. Lagaprófessor segir í samtali við Reuters að DeSantis eigi líklega eftir að sjá eftir þeim orðum. Hann hefur einnig grínast með að byggja mögulega nýtt fangelsi við hlið skemmtigarðs Disney í Flórída. Í lögsókn Disney er einnig vísað til átján skipta þar sem DeSantis hefur kallað fyrirtækið „Woke“ eða „meðvitað“. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Þá vísa lögmenn Disney einnig til greinar sem DeSantis skrifaði og birt var af Wall Street Journal, þar sem hann sagði fyrirtæki eins og Disney nota vald þeirra til að miðla „Woke stefnumálum“ og pólitískir leiðtogar þyrftu að berjast gegn því. „Sagan og samhengi skiptir máli,“ sagði Leslie Kendrick, sem stýrir málfrelsisdeild lagaskóla Virginíu, við Reuters. „Ef það eru vísbendingar um að þetta hafi verið gert af ástæðum sem tengjast fyrsta viðaukanum, til að refsa þeim sem tjáði sig, þá erum við með vandamál á höndum.“
Bandaríkin Disney Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira