Innlent

Unglingsdrengur í sjálfheldu úti á Laugarvatni

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Björgunarsveitin var komin á vettvang rúmum fimm mínútum eftir að útkallið barst.
Björgunarsveitin var komin á vettvang rúmum fimm mínútum eftir að útkallið barst. Landsbjörg

Björgunarsveitin Ingunn bjargaði fjórtán ára dreng í fyrr í kvöld sem var í sjálfheldu úti á Laugarvatni. Hann var á lítilli bátkænu, áralaus og bátinn rak hratt undan vindi út á vatnið.

Drengurinn var að leika sér í flæðarmálinu við Fontana-böðin á Laugarvatni ásamt félögum sínum þegar bát rak skyndilega að landi. Hann ákvað að stökkva upp í bátinn en við það rann hann út á vatnið, sterkur vindur tók við og bátinn rak hratt frá. Klukkan 18:25 var björgunarsveit kölluð út og rúmlega fimm mínútum síðar var búið að koma björgunarbát út á Laugarvatn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.

„Nokkurt vatn var í kænunni, eftir rigningar, og var hann orðinn nokkuð kaldur þegar björgunarsveitarbáturinn kom að honum. Bátkænan var þá komin alllangt frá landi. Drengurinn var tekin um borð í björgunarbátinn, og kænan tekin í tog,“ segir í tilkynningunni. 

Allir voru komnir í land heilir á húfi klukkan fimmtán mínútur yfir sjö í kvöld.

Aðgerðir gengu vonum framar.Landsbjörg


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×