Fótbolti

Sjáðu mynd­bandið: Settu hljóð­nema á Hildi og niður­staðan vekur at­hygli

Aron Guðmundsson skrifar
Hildur Antonsdóttir í leik með Fortuna Sittard
Hildur Antonsdóttir í leik með Fortuna Sittard Visir/Getty

Fortuna Sittard, fé­lags­lið ís­lensku knatt­spyrnu­konunnar Hildar Antons­dóttur, birti á dögunum ansi á­huga­vert mynd­band á YouTu­be rás sinni þar sem búið er að taka saman klippur frá leik liðsins gegn Feyenoord. Nánar til­tekið klippur af Hildi sem var með hljóð­nema á sér í leiknum.

Af­raksturinn er afar á­huga­verður en um er að ræða ný­breytni sem hefur verið að gera vart um sig í hinum ýmsu í­þrótta­greinum þar sem settur er hljóðnemi á þátttakendur. Meðal annars hefur verið tekið upp á sam­bæri­legum hlutum í knatt­spyrnu­heiminum.

Mynd­bandið frekara ljósi á það hvernig leik­maður Hildur, sem á að baki 157 leiki í efstu deild hér á landi og 3 A-lands­leiki, er.

Í mynd­bandinu má klár­lega sjá og heyra hversu mikla ást­ríðu Hildur hefur fyrir knatt­spyrnunni, þá sýnir hún oft á tíðum mikla leið­toga­hæfi­leika sem og keppnis­skap.

Fortuna Sittard leikur í efstu deild Hollands. Liðið er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 35 stig eftir 19 leiki.

Mynd­bandið af Hildi í  heild sinni má sjá hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×