Innlent

Telja mynd­band af á­rásinni mögulega í dreifingu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Árásin átti sér stað við bílastæði Fjarðarkaupa seint á fimmtudagskvöld. Þaðan var þolandinn færður á slysadeild, þar sem hann lést skömmu síðar.
Árásin átti sér stað við bílastæði Fjarðarkaupa seint á fimmtudagskvöld. Þaðan var þolandinn færður á slysadeild, þar sem hann lést skömmu síðar. Vísir/Margrét Björk

Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

„Við erum að skoða hvort það sé myndband í dreifingu sem tengist þessu máli,“ segir Grímur. Lögreglu gruni að svo sé, en hún hafi ekki komist yfir umrætt myndband enn. Lögregla hafi þá haldlagt hníf sem talið sé að hafi verið notaður við árásina.

RÚV hefur eftir heimildum sínum að samskipti hins látna við ungmennin fjögur sem nú eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafi hafist á bar skammt frá Fjarðarkaupum, þar sem árásin varð. Grímur vildi þó ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu, og vildi ekki tjá sig að öðru leyti um aðdraganda árásarinnar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×