Orban furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínu í NATO Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2023 23:07 Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Getty/Tacca Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínumanna í Atlantshafsbandalagið. Orban deildi frétt um málið á Twitter-síðu sinni og sagði einfaldlega: „Ha?!“ What?! https://t.co/j3mJojHHOl— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) April 21, 2023 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO lýsti því yfir í dag að öll ríki NATO muni samþykkja inngöngu Úkraínumanna þegar tekist hefur að bægja Rússum frá. Skilaboðin, eða samþykkið öllu heldur, virðist hins vegar hafa farið fram hjá ungverska forsætisráðherranum. Árás á eitt NATO-ríki þýðir árás á þau öll og væri staðan því önnur í dag ef búið hefði verið að samþykkja umsókn Úkraínumanna fyrir innrásina. Ríki Atlantshafsbandalagsins, þar á meðal Ungverjaland, samþykktu inngöngu Úkraínu árið 2008 en þó með þeim fyrirvara að inngangan tæki ekki gildi þá þegar. Viðræðurnar voru tímabundið settar á ís árið 2010 eftir kosningu Viktors Yanukovych í embætti forseta Úkraínu. Öll ríki bandalagsins verða að samþykkja inngöngu annars, en Ungverjar hafa meðal annars skipað sér í lið með Tyrkjum, sem eru alls ekki spenntir fyrir inngöngu Svíþjóðar í bandalagið. Ungverjar hafa fordæmt innrásina en hafa þó ekki sent Úkraínumönnum vopn eða hergögn. Samskipti yfirvalda í Úkraínu og Ungverjalandi hafa löngum verið stirð, að sögn Breska ríkisútvarpsins. Ungverjaland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12 Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 15. september 2022 22:12 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
What?! https://t.co/j3mJojHHOl— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) April 21, 2023 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO lýsti því yfir í dag að öll ríki NATO muni samþykkja inngöngu Úkraínumanna þegar tekist hefur að bægja Rússum frá. Skilaboðin, eða samþykkið öllu heldur, virðist hins vegar hafa farið fram hjá ungverska forsætisráðherranum. Árás á eitt NATO-ríki þýðir árás á þau öll og væri staðan því önnur í dag ef búið hefði verið að samþykkja umsókn Úkraínumanna fyrir innrásina. Ríki Atlantshafsbandalagsins, þar á meðal Ungverjaland, samþykktu inngöngu Úkraínu árið 2008 en þó með þeim fyrirvara að inngangan tæki ekki gildi þá þegar. Viðræðurnar voru tímabundið settar á ís árið 2010 eftir kosningu Viktors Yanukovych í embætti forseta Úkraínu. Öll ríki bandalagsins verða að samþykkja inngöngu annars, en Ungverjar hafa meðal annars skipað sér í lið með Tyrkjum, sem eru alls ekki spenntir fyrir inngöngu Svíþjóðar í bandalagið. Ungverjar hafa fordæmt innrásina en hafa þó ekki sent Úkraínumönnum vopn eða hergögn. Samskipti yfirvalda í Úkraínu og Ungverjalandi hafa löngum verið stirð, að sögn Breska ríkisútvarpsins.
Ungverjaland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12 Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 15. september 2022 22:12 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12
Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 15. september 2022 22:12