Orban furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínu í NATO Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2023 23:07 Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Getty/Tacca Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínumanna í Atlantshafsbandalagið. Orban deildi frétt um málið á Twitter-síðu sinni og sagði einfaldlega: „Ha?!“ What?! https://t.co/j3mJojHHOl— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) April 21, 2023 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO lýsti því yfir í dag að öll ríki NATO muni samþykkja inngöngu Úkraínumanna þegar tekist hefur að bægja Rússum frá. Skilaboðin, eða samþykkið öllu heldur, virðist hins vegar hafa farið fram hjá ungverska forsætisráðherranum. Árás á eitt NATO-ríki þýðir árás á þau öll og væri staðan því önnur í dag ef búið hefði verið að samþykkja umsókn Úkraínumanna fyrir innrásina. Ríki Atlantshafsbandalagsins, þar á meðal Ungverjaland, samþykktu inngöngu Úkraínu árið 2008 en þó með þeim fyrirvara að inngangan tæki ekki gildi þá þegar. Viðræðurnar voru tímabundið settar á ís árið 2010 eftir kosningu Viktors Yanukovych í embætti forseta Úkraínu. Öll ríki bandalagsins verða að samþykkja inngöngu annars, en Ungverjar hafa meðal annars skipað sér í lið með Tyrkjum, sem eru alls ekki spenntir fyrir inngöngu Svíþjóðar í bandalagið. Ungverjar hafa fordæmt innrásina en hafa þó ekki sent Úkraínumönnum vopn eða hergögn. Samskipti yfirvalda í Úkraínu og Ungverjalandi hafa löngum verið stirð, að sögn Breska ríkisútvarpsins. Ungverjaland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12 Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 15. september 2022 22:12 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
What?! https://t.co/j3mJojHHOl— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) April 21, 2023 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO lýsti því yfir í dag að öll ríki NATO muni samþykkja inngöngu Úkraínumanna þegar tekist hefur að bægja Rússum frá. Skilaboðin, eða samþykkið öllu heldur, virðist hins vegar hafa farið fram hjá ungverska forsætisráðherranum. Árás á eitt NATO-ríki þýðir árás á þau öll og væri staðan því önnur í dag ef búið hefði verið að samþykkja umsókn Úkraínumanna fyrir innrásina. Ríki Atlantshafsbandalagsins, þar á meðal Ungverjaland, samþykktu inngöngu Úkraínu árið 2008 en þó með þeim fyrirvara að inngangan tæki ekki gildi þá þegar. Viðræðurnar voru tímabundið settar á ís árið 2010 eftir kosningu Viktors Yanukovych í embætti forseta Úkraínu. Öll ríki bandalagsins verða að samþykkja inngöngu annars, en Ungverjar hafa meðal annars skipað sér í lið með Tyrkjum, sem eru alls ekki spenntir fyrir inngöngu Svíþjóðar í bandalagið. Ungverjar hafa fordæmt innrásina en hafa þó ekki sent Úkraínumönnum vopn eða hergögn. Samskipti yfirvalda í Úkraínu og Ungverjalandi hafa löngum verið stirð, að sögn Breska ríkisútvarpsins.
Ungverjaland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12 Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 15. september 2022 22:12 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12
Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 15. september 2022 22:12