Orban furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínu í NATO Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2023 23:07 Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Getty/Tacca Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínumanna í Atlantshafsbandalagið. Orban deildi frétt um málið á Twitter-síðu sinni og sagði einfaldlega: „Ha?!“ What?! https://t.co/j3mJojHHOl— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) April 21, 2023 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO lýsti því yfir í dag að öll ríki NATO muni samþykkja inngöngu Úkraínumanna þegar tekist hefur að bægja Rússum frá. Skilaboðin, eða samþykkið öllu heldur, virðist hins vegar hafa farið fram hjá ungverska forsætisráðherranum. Árás á eitt NATO-ríki þýðir árás á þau öll og væri staðan því önnur í dag ef búið hefði verið að samþykkja umsókn Úkraínumanna fyrir innrásina. Ríki Atlantshafsbandalagsins, þar á meðal Ungverjaland, samþykktu inngöngu Úkraínu árið 2008 en þó með þeim fyrirvara að inngangan tæki ekki gildi þá þegar. Viðræðurnar voru tímabundið settar á ís árið 2010 eftir kosningu Viktors Yanukovych í embætti forseta Úkraínu. Öll ríki bandalagsins verða að samþykkja inngöngu annars, en Ungverjar hafa meðal annars skipað sér í lið með Tyrkjum, sem eru alls ekki spenntir fyrir inngöngu Svíþjóðar í bandalagið. Ungverjar hafa fordæmt innrásina en hafa þó ekki sent Úkraínumönnum vopn eða hergögn. Samskipti yfirvalda í Úkraínu og Ungverjalandi hafa löngum verið stirð, að sögn Breska ríkisútvarpsins. Ungverjaland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12 Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 15. september 2022 22:12 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
What?! https://t.co/j3mJojHHOl— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) April 21, 2023 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO lýsti því yfir í dag að öll ríki NATO muni samþykkja inngöngu Úkraínumanna þegar tekist hefur að bægja Rússum frá. Skilaboðin, eða samþykkið öllu heldur, virðist hins vegar hafa farið fram hjá ungverska forsætisráðherranum. Árás á eitt NATO-ríki þýðir árás á þau öll og væri staðan því önnur í dag ef búið hefði verið að samþykkja umsókn Úkraínumanna fyrir innrásina. Ríki Atlantshafsbandalagsins, þar á meðal Ungverjaland, samþykktu inngöngu Úkraínu árið 2008 en þó með þeim fyrirvara að inngangan tæki ekki gildi þá þegar. Viðræðurnar voru tímabundið settar á ís árið 2010 eftir kosningu Viktors Yanukovych í embætti forseta Úkraínu. Öll ríki bandalagsins verða að samþykkja inngöngu annars, en Ungverjar hafa meðal annars skipað sér í lið með Tyrkjum, sem eru alls ekki spenntir fyrir inngöngu Svíþjóðar í bandalagið. Ungverjar hafa fordæmt innrásina en hafa þó ekki sent Úkraínumönnum vopn eða hergögn. Samskipti yfirvalda í Úkraínu og Ungverjalandi hafa löngum verið stirð, að sögn Breska ríkisútvarpsins.
Ungverjaland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12 Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 15. september 2022 22:12 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12
Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 15. september 2022 22:12