Erlent

Tvær klapp­stýrur skotnar eftir að hafa sest upp í vit­lausan bíl

Bjarki Sigurðsson skrifar
Payton Washington slasaðist alvarlega í árásinni.
Payton Washington slasaðist alvarlega í árásinni. Baylor Athletics

Tvær klappstýrur voru skotnar af manni eftir að önnur þeirra settist óvart upp í bílinn hans. Var hann handtekinn og hefur verið kærður af lögreglu. 

Atvikið átti sér stað í gær nálægt borginni Austin í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Klappstýrurnar, sem báðar eru átján ára gamlar, voru saman í bíl fyrir utan verslun í bænum Elgin þegar ein þeirra, Heather Roth, fór úr bílnum til að fara að eigin ökutæki. Settist hún óvart upp í bíl sem ekki var í hennar eigu. 

Þar sat 25 ára karlmaður, Pedro Tello Rodriguez. Roth fór snögglega út úr bílnum og aftur í bíl vinkonu sinnar, Heather Washington.

Pedro Tello Rodriguez Jr hefur verið kærður fyrir árásina.Lögreglan í Austin

„Ég sá manninn fara út úr bílnum. Svo ég skrúfaði rúðuna mína niður og reyndi að biðja hann afsökunar. Hann tók þá upp byssu og byrjaði að skjóta okkur,“ sagði Roth í samtali við BBC. 

Hún slasaðist ekki alvarlega en Washington liggur nú á spítala með alvarlegri áverka. Er hún með rifið milta og áverka á brisi og þind. Búið er að fjarlægja miltað úr henni.

Varð starfsmaður í verslun nálægt vitni að árásinni og tókst annað hvort honum eða stelpunum að skrá niður bílnúmerið á ökutæki Rodriguez. Var hann því handtekinn seinna um kvöldið og kærður af lögreglu fyrir árásina. 

Voru stelpurnar að undirbúa sig fyrir mót sem fer fram í Orlando í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Liðsfélagar Washington og Roth hafa búið til GoFundMe-styrktarsíðu til að safna fyrir lækniskostnaði Washington.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×