Þvertekur fyrir fullyrðingar íslenskra miðla um meiðsli sín Aron Guðmundsson skrifar 19. apríl 2023 15:01 Jannik Pohl í leik með Fram í Bestu deildinni Vísir/Diego Danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl, leikmaður Bestu deildar liðs Fram gefur lítið fyrir fréttaflutning íslenskra fjölmiðla af meiðslum sínum og ætlar sér að vera mættur aftur inn á knattspyrnuvöllinn eftir tvo mánuði. Jannik meiddist á hné í fyrsta leik tímabilsins í Bestu deildinni þegar að Fram tók á móti FH þegar brotið var á honum innan vítateigs. „Ég fæ boltann framarlega á vellinum, fer fram hjá markmanninum en er þá tekinn niður,“ segir Jannik í viðtali við danska vefmiðilinn Bold.dk. Daninn knái segist hafa fundið það um leið að eitthvað væri að en hafði þó á sama tíma hugsað sér gott til glóðarinnar og vildi reyna að taka vítaspyrnuna sem hafði verið dæmd í kjölfar brotsins. „Ég fékk ekki að taka margar slíkar á síðasta tímabili. En ef ég á að geta barist um markakóngs titilinn þá verð ég að taka nokkrar vítaspyrnur. Ég fann hins vegar strax fyrir sársauka í hnénu.“ Mun ekki gefast upp núna Í fréttum hér heima hefur meðal annars verið greint frá því að Jannik verði frá í fjóra mánuði en hann er ekki sammála því. „Ég tel að ég verði mættur aftur á völlinn eftir tvo mánuði. Á því liggur enginn vafi í mínum huga.“ Segir hann að góður grunnur að líkamlegu formi sem hann vann að á undirbúningstímabilinu skipti þar mestu máli. „Ef ég hefði ekki verið svona vel á mig kominn þá hefði þetta geta endað mun verr.“ Pohl hefur gengið í gegnum ýmislegt á sínum ferli en hann kom af krafti inn í lið Fram á síðasta tímabili, skoraði níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 21 leik. Hann er ekki af baki dottinn þó svo að yfirstandandi tímabilið hafi byrjað á áfalli. „Ég gefst aldrei upp og mun ekki gera það núna,“ segir danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl í samtali við Bold.dk. Fram Besta deild karla Tengdar fréttir Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. 13. apríl 2023 22:30 Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. 10. apríl 2023 21:10 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira
Jannik meiddist á hné í fyrsta leik tímabilsins í Bestu deildinni þegar að Fram tók á móti FH þegar brotið var á honum innan vítateigs. „Ég fæ boltann framarlega á vellinum, fer fram hjá markmanninum en er þá tekinn niður,“ segir Jannik í viðtali við danska vefmiðilinn Bold.dk. Daninn knái segist hafa fundið það um leið að eitthvað væri að en hafði þó á sama tíma hugsað sér gott til glóðarinnar og vildi reyna að taka vítaspyrnuna sem hafði verið dæmd í kjölfar brotsins. „Ég fékk ekki að taka margar slíkar á síðasta tímabili. En ef ég á að geta barist um markakóngs titilinn þá verð ég að taka nokkrar vítaspyrnur. Ég fann hins vegar strax fyrir sársauka í hnénu.“ Mun ekki gefast upp núna Í fréttum hér heima hefur meðal annars verið greint frá því að Jannik verði frá í fjóra mánuði en hann er ekki sammála því. „Ég tel að ég verði mættur aftur á völlinn eftir tvo mánuði. Á því liggur enginn vafi í mínum huga.“ Segir hann að góður grunnur að líkamlegu formi sem hann vann að á undirbúningstímabilinu skipti þar mestu máli. „Ef ég hefði ekki verið svona vel á mig kominn þá hefði þetta geta endað mun verr.“ Pohl hefur gengið í gegnum ýmislegt á sínum ferli en hann kom af krafti inn í lið Fram á síðasta tímabili, skoraði níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 21 leik. Hann er ekki af baki dottinn þó svo að yfirstandandi tímabilið hafi byrjað á áfalli. „Ég gefst aldrei upp og mun ekki gera það núna,“ segir danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl í samtali við Bold.dk.
Fram Besta deild karla Tengdar fréttir Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. 13. apríl 2023 22:30 Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. 10. apríl 2023 21:10 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira
Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. 13. apríl 2023 22:30
Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. 10. apríl 2023 21:10