Maður á níræðisaldri ákærður fyrir að skjóta ungling sem fór húsavillt Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2023 08:35 Andrew Lester (t.h.) er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl í tvígang á fimmtudagskvöld. Yarl fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri tvíburabræður sína á fimmtudagskvöld. Vísir/AP/samsett Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum hefur ákært 84 ára gamlan hvítan karlmann fyrir að skjóta svartan unglingsdreng sem fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri bræður sína. Drengurinn var meðal annars skotinn í höfuðið en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Zachary Thompson, saksóknari í Kansas-borg, sagði á fréttamannafundi í gær að kynþáttur mannanna tveggja hefði þýðingu í málinu en að ekkert kæmi fram um það í ákærunni sjálfri. „Ég skil hversu ergjandi þetta hefur verið en ég fullvissa ykkur um að réttarkerfið er að störfum og heldur áfram að starfa,“ sagði Thompson en skotárásin hefur vakið reiði í borginni. Andrew Lester er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl, sextán ára gamlan pilt, tvisvar þegar Yarl knúði dyra hjá honum í misgáningi á fimmtudagskvöld. Yarl hafði verið falið að sækja yngri tvíburabræður sína en hann fór í ranga götu. Lester er sagður hafa komið til dyra og skotið Yarl í ennið. Hann skaut piltinn svo aftur í hægri framhandlegginn. Í greinargerð lögreglunnar segir að engin orðaskipti hafi átt sér stað áður en Lester hleypti af. Yarl segist hins vegar hafa heyrt Lester kalla á eftir sér þegar hann náði að hlaupa í burtu: „Ekki koma hingað“. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði Lester að hann byggi einn og að hann hefði verið nýfarinn í háttinn þegar dyrabjallan hringdi. Hann sagðist hafa náð í bysssuna sína og farið til dyra. Þar hafi hann séð svartan karlmann toga í skjólhurð og gert ráð fyrir að hann reyndi að brjótast inn. Yarl er lýst sem prýðilegum námsmanni og efnilegum tónlistarmanni í skólahljómsveitum.AP/Ben Crump lögmaður Allt að lífstíðarfangelsi Aldraði maðurinn er ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og glæp með skotvopni. Allt að lífstíðarfangelsi liggur við ákærunni um líkamsárás en þriggja til fimmtán ára fangelsi við vægara brotinu. Lester var ekki ákærður fyrir hatursglæp en saksóknarinn útskýrði það með því að vægari refsing lægi við því en líkamsárás í Missouri. Missouri er eitt um það bil þrjátíu ríkja í Bandaríkjunum þar sem lög leyfa borgurum að drepa í sjálfsvörn. Saksóknarar í Kansas-borg telja að Lester hafi ekki skotið Yarl í sjálfsvörn. Frænka Yarl segir að hann sé nú á góðum batavegi en hann þurfi að komast yfir mikið sálrænt áfall. Aðeins tveimur dögum eftir atburðinn í Kansas-borg skaut húsráðandi tvítuga konu til bana þegar bíl sem hún var farþegi í var ekið upp að röngu húsi í New York-ríki. Hún og vinir hennar voru þá að leita að húsi vinar þeirra. Húsráðandinn skaut tveimur skotum að bílnum þegar honum hafði þegar verið snúið við. Hann er nú ákærður fyrir manndráp. BREAKING: A 65-year-old man has been charged with second-degree murder after police say he shot at a car that had mistakenly turned into his driveway Saturday night.20-year-old Kaylin A. Gillis, from Saratoga County, was killed.FULL DETAILS: https://t.co/GaDLqCIgsD pic.twitter.com/1C0NLLNBAh— Times Union (@timesunion) April 17, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Zachary Thompson, saksóknari í Kansas-borg, sagði á fréttamannafundi í gær að kynþáttur mannanna tveggja hefði þýðingu í málinu en að ekkert kæmi fram um það í ákærunni sjálfri. „Ég skil hversu ergjandi þetta hefur verið en ég fullvissa ykkur um að réttarkerfið er að störfum og heldur áfram að starfa,“ sagði Thompson en skotárásin hefur vakið reiði í borginni. Andrew Lester er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl, sextán ára gamlan pilt, tvisvar þegar Yarl knúði dyra hjá honum í misgáningi á fimmtudagskvöld. Yarl hafði verið falið að sækja yngri tvíburabræður sína en hann fór í ranga götu. Lester er sagður hafa komið til dyra og skotið Yarl í ennið. Hann skaut piltinn svo aftur í hægri framhandlegginn. Í greinargerð lögreglunnar segir að engin orðaskipti hafi átt sér stað áður en Lester hleypti af. Yarl segist hins vegar hafa heyrt Lester kalla á eftir sér þegar hann náði að hlaupa í burtu: „Ekki koma hingað“. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði Lester að hann byggi einn og að hann hefði verið nýfarinn í háttinn þegar dyrabjallan hringdi. Hann sagðist hafa náð í bysssuna sína og farið til dyra. Þar hafi hann séð svartan karlmann toga í skjólhurð og gert ráð fyrir að hann reyndi að brjótast inn. Yarl er lýst sem prýðilegum námsmanni og efnilegum tónlistarmanni í skólahljómsveitum.AP/Ben Crump lögmaður Allt að lífstíðarfangelsi Aldraði maðurinn er ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og glæp með skotvopni. Allt að lífstíðarfangelsi liggur við ákærunni um líkamsárás en þriggja til fimmtán ára fangelsi við vægara brotinu. Lester var ekki ákærður fyrir hatursglæp en saksóknarinn útskýrði það með því að vægari refsing lægi við því en líkamsárás í Missouri. Missouri er eitt um það bil þrjátíu ríkja í Bandaríkjunum þar sem lög leyfa borgurum að drepa í sjálfsvörn. Saksóknarar í Kansas-borg telja að Lester hafi ekki skotið Yarl í sjálfsvörn. Frænka Yarl segir að hann sé nú á góðum batavegi en hann þurfi að komast yfir mikið sálrænt áfall. Aðeins tveimur dögum eftir atburðinn í Kansas-borg skaut húsráðandi tvítuga konu til bana þegar bíl sem hún var farþegi í var ekið upp að röngu húsi í New York-ríki. Hún og vinir hennar voru þá að leita að húsi vinar þeirra. Húsráðandinn skaut tveimur skotum að bílnum þegar honum hafði þegar verið snúið við. Hann er nú ákærður fyrir manndráp. BREAKING: A 65-year-old man has been charged with second-degree murder after police say he shot at a car that had mistakenly turned into his driveway Saturday night.20-year-old Kaylin A. Gillis, from Saratoga County, was killed.FULL DETAILS: https://t.co/GaDLqCIgsD pic.twitter.com/1C0NLLNBAh— Times Union (@timesunion) April 17, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42