Erlent

Banda­ríkja­menn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Á myndinni sést reykjamökkur stíga frá tveimur brennandi flugvélum á alþjóðaflugvellinum í Khartoum.
Á myndinni sést reykjamökkur stíga frá tveimur brennandi flugvélum á alþjóðaflugvellinum í Khartoum. AP/Planet labs PBC

Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Blinken sagði uppákomuna „óábyrga“ og ræddi í síma við bæði Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtoga uppreisnarsveita RFS, og Abdel Fatah al-Burhan, yfirmann herja Súdan, og varaði þá við því að það væri fullkomlega óásættanlegt að setja Bandaríkjamenn í hættu.

Spennan er mikil í landinu og í aðskildu atviki varð sendiherra Evrópusambandsins, Aidan O'Hara, fyrir árás á heimili sínu í höfuðborginni Khartoum. Hann er ekki talinn hafa særst alvarlega.

Sendinefnd Evrópusambandsins í Khartoum hefur ekki verið flutt úr landi enn sem komið er hið minnsta, en Josep Borrell yfirmaður utanríkismála hjá ESB segir öryggi starfsliðsins í fyrirrúmi.

Um 185 liggja í valnum og tæplega 2.000 eru sárir eftir átök síðustu daga og hafa verið gerðar loftárásir á svæði í höfuðborginni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×