Håland skoraði tvívegis með stuttu millibili í fyrri hálfleik áður en hann var tekinn af velli í hálfleik. Pep Guardiola með hugann við síðari viðureignina gegn Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni.
Norðmaðurinn hefur eflaust ekki verið sáttur með ákvörðun þjálfara síns þar sem hann hefði viljað ná þrennunni og um leið setja met yfir flest mörk skoruð á einni leiktíð ensku úrvalsdeildarinnar sem inniheldur 20 lið.
Þegar átta umferðir eru eftir hefur Håland skorað 32 mörk. Hann hefur því átta leiki til viðbótar til að bæta markametið í 20 liða deild sem og að hirða markamet úrvalsdeildarinnar frá upphafi en Andy Cole og Alan Shearer skoruðu á sínum tíma 34 mörk þegar deildin innihélt 22 lið.
32 - Erling Haaland has equalled the Premier League record for goals in a 38-game season (32), with only Andrew Cole in 1993-94 (34) and Alan Shearer in 1994-95 (34) netting more in any season overall. Hunting. pic.twitter.com/MCvrfoUuPU
— OptaJoe (@OptaJoe) April 15, 2023
Alls hefur Håland skorað 47 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum ásamt því að gefa 6 stoðsendingar.