„Af hverju að ræða um einhvern sem við getum ekki fengið?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 23:01 Klopp segir tiltgangslaust að ræða Jude Bellingham. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að Liverpool verði að vera raunsætt þegar rætt er um hvað félagið getur gert á félagaskiptamarkaðnum. Í vikunni varð ljóst að liðið er úr leik í baráttunni um ungstirnið Jude Bellingham. Sagan endalausa um möguleg félagaskipti Jude Bellingham til Liverpool frá Dortmund lauk í vikunni þegar ljóst varð að enska stórliðið hefði dregið sig úr kapphlaupinu um ungstirnið. Liverpool hefur lengi verið á höttunum eftir Bellingham en játaði sig sigraða í vikunni enda verðmiðinn gríðarlega hár. Klopp hefur gefið út að Liverpool muni láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar en augljóst hefur veirð á yfirstandandi tímabili að liðið þarf að byggja upp að nýju og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Búist er við að Liverpool bæti að minnsta kosti tveimur nýjum miðjumönnum í hópinn í sumar. Á blaðamannafundi Liverpool í dag sagði Klopp tilgangslaust að ræða um Bellingham. „Það er í raun ekkert að segja ef ég á að vera hreinskilinn. Ef við tölum ekki um leikmenn sem við semjum við eða ekki, af hverju ættum við að tala um svona sögusagnir eða fréttir? Það er í raun ekkert að segja,“ sagði Klopp. „Þetta svar mitt er ekki um Jude Bellingham. Af hverju erum við sífellt að tala um einhvern sem við getum ekki fengið? Við getum ekki keypt sex leikmenn á hundrað milljónir punda hvern til dæmis, allir sjá það.“ Klopp sagði nauðsynlegt að skoða hlutina af raunsæi. „Þú verður að átta þig á hvað þú getur og vinna með það. Hve mikla peninga við höfum og vinna með það. Við erum ekki börn. Spurðu fimm ára gamalt barn hvað það langar í í jólagjöf og það segir Ferrari. Þú myndir ekki segja að það væri góð hugmynd, hann er of dýr og barnið getur ekki keyrt hann.“ „Það er búið að afgreiða þetta mál mjög vel“ Þá var Klopp einnig spurður út í atvikið í leiknum gegn Arsenal þar sem aðstoðardómarinn Constantine Hatzidakis virtist gefa Andy Robertson leikmanni Liverpool olnbogaskot. Enska knattspyrnusambandið ákvað að refsa Hatzidakis ekki sem hélt því fram að um óviljaverk hefði verið að ræða. „Það er búið að afgreiða þetta mál og það var gert mjög vel. Ég tók ekki eftir þessu í leiknum heldur eftir hann. Ég ræddi við Robbo og alla hina, ekki við aðstoðardómarann.“ "I think it is now dealt with really well"Jurgen Klopp gives his thoughts on the incident between Andrew Robertson and Constantine Hatzidakis pic.twitter.com/hjRdwPgw3P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 14, 2023 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Burnley | Heldur volæðið áfram? Enski boltinn Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Burnley | Heldur volæðið áfram? Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Halda Spurs fluginu áfram? Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira
Sagan endalausa um möguleg félagaskipti Jude Bellingham til Liverpool frá Dortmund lauk í vikunni þegar ljóst varð að enska stórliðið hefði dregið sig úr kapphlaupinu um ungstirnið. Liverpool hefur lengi verið á höttunum eftir Bellingham en játaði sig sigraða í vikunni enda verðmiðinn gríðarlega hár. Klopp hefur gefið út að Liverpool muni láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar en augljóst hefur veirð á yfirstandandi tímabili að liðið þarf að byggja upp að nýju og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Búist er við að Liverpool bæti að minnsta kosti tveimur nýjum miðjumönnum í hópinn í sumar. Á blaðamannafundi Liverpool í dag sagði Klopp tilgangslaust að ræða um Bellingham. „Það er í raun ekkert að segja ef ég á að vera hreinskilinn. Ef við tölum ekki um leikmenn sem við semjum við eða ekki, af hverju ættum við að tala um svona sögusagnir eða fréttir? Það er í raun ekkert að segja,“ sagði Klopp. „Þetta svar mitt er ekki um Jude Bellingham. Af hverju erum við sífellt að tala um einhvern sem við getum ekki fengið? Við getum ekki keypt sex leikmenn á hundrað milljónir punda hvern til dæmis, allir sjá það.“ Klopp sagði nauðsynlegt að skoða hlutina af raunsæi. „Þú verður að átta þig á hvað þú getur og vinna með það. Hve mikla peninga við höfum og vinna með það. Við erum ekki börn. Spurðu fimm ára gamalt barn hvað það langar í í jólagjöf og það segir Ferrari. Þú myndir ekki segja að það væri góð hugmynd, hann er of dýr og barnið getur ekki keyrt hann.“ „Það er búið að afgreiða þetta mál mjög vel“ Þá var Klopp einnig spurður út í atvikið í leiknum gegn Arsenal þar sem aðstoðardómarinn Constantine Hatzidakis virtist gefa Andy Robertson leikmanni Liverpool olnbogaskot. Enska knattspyrnusambandið ákvað að refsa Hatzidakis ekki sem hélt því fram að um óviljaverk hefði verið að ræða. „Það er búið að afgreiða þetta mál og það var gert mjög vel. Ég tók ekki eftir þessu í leiknum heldur eftir hann. Ég ræddi við Robbo og alla hina, ekki við aðstoðardómarann.“ "I think it is now dealt with really well"Jurgen Klopp gives his thoughts on the incident between Andrew Robertson and Constantine Hatzidakis pic.twitter.com/hjRdwPgw3P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 14, 2023
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Burnley | Heldur volæðið áfram? Enski boltinn Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Burnley | Heldur volæðið áfram? Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Halda Spurs fluginu áfram? Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira