Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 11:16 Vanda Sigurgeirsdóttir leitar nú ásamt tveimur samstarfsfélögum að næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Getty/Alex Nicodim og Vísir/Vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. Þetta kom fram í viðtali við Vöndu á Morgunvaktinni á Rás 1. Þar sagði hún að leit að arftaka Arnars Þórs Viðarssonar væri í fullum gangi og að nýr þjálfari yrði vonandi ráðinn á næstu vikum, eða í síðasta lagi fyrir mánaðamót. Næsti mótsleikur Íslands er gegn Slóvakíu 17. júní, í undankeppni EM á Laugardalsvelli. Spurð út í leitina sagði Vanda: „Þetta er alltaf viðkvæmt en það sem gerist er að við bæði förum á stúfana sjálf og svo berast alls konar nöfn til okkar. Það var mjög ánægjulegt hvað það var mikill áhugi á þessu og það bárust nöfn víða að úr álfunni,“ sagði Vanda og bætti við að ábendingar um þjálfara hefðu borist með ýmsum hætti. „Í gegnum umboðsmenn, vini og velgjörðarmenn Íslands.“ Ekki margir íslenskir sem uppfylla þetta Vanda sagði enn ekki búið að þrengja hóp þeirra þjálfara sem kæmu til greina niður í ákveðinn fjölda en að vissulega væri forgangsraðað eftir álitlegustu kostum. Á þessu stigi sé lítið hægt að tjá sig en ljóst sé að þjálfarinn verði að haka í ákveðin box. Arnar var ráðinn án þess að hafa stýrt A-landsliði eða félagsliði í Evrópukeppni, en nýr þjálfari á helst að hafa mikla reynslu af alþjóðlegum fótbolta: „Við höfum verið að leggja áherslu á reynslu. Við viljum reynslumikinn þjálfara með reynslu úr alþjóðlegum fótbolta. Það er eitt af okkar meginviðmiðum,“ sagði Vanda á Morgunvaktinni og bætti við að viðkomandi mætti gjarnan hafa þjálfað landslið áður. „Við setjum markið hátt og reynum að finna eins góðan þjálfara og við mögulega getum,“ sagði Vanda og á henni var að heyra að næsti landsliðsþjálfari yrði erlendur ef það gengi upp fjárhagslega: „Já, það gæti alveg eins farið svo. Við vitum það öll að það eru ekkert svo margir sem uppfylla þetta [að hafa mikla alþjóðlega reynslu] af íslenskum þjálfurum. Sumir þeirra hafa nú þegar talað um það sjálfir. Óskar Hrafn talaði um það í viðtali hvað það væri mikilvægt að það þyrfti reynslubolta í þetta starf,“ sagði Vanda og vísaði í viðtali við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Íslandsmeistara Breiðabliks, sem birtist á Vísi. „En við erum ekki að útiloka neitt. Það geta verið alls konar launakröfur og það segja ekkert endilega allir já við okkur af þeim sem við viljum fá. En við vildum alla vega byrja á að setja markið hátt. Setja háar kröfur og gera það sem við teljum best að gera. Hvað er líklegast til að við náum árangri? Það er reyndur þjálfari sem hefur gert þetta áður. Við byrjum þar og svo sjáum við til hvar við endum, en vonandi endum við þar líka,“ sagði Vanda. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Vöndu á Morgunvaktinni á Rás 1. Þar sagði hún að leit að arftaka Arnars Þórs Viðarssonar væri í fullum gangi og að nýr þjálfari yrði vonandi ráðinn á næstu vikum, eða í síðasta lagi fyrir mánaðamót. Næsti mótsleikur Íslands er gegn Slóvakíu 17. júní, í undankeppni EM á Laugardalsvelli. Spurð út í leitina sagði Vanda: „Þetta er alltaf viðkvæmt en það sem gerist er að við bæði förum á stúfana sjálf og svo berast alls konar nöfn til okkar. Það var mjög ánægjulegt hvað það var mikill áhugi á þessu og það bárust nöfn víða að úr álfunni,“ sagði Vanda og bætti við að ábendingar um þjálfara hefðu borist með ýmsum hætti. „Í gegnum umboðsmenn, vini og velgjörðarmenn Íslands.“ Ekki margir íslenskir sem uppfylla þetta Vanda sagði enn ekki búið að þrengja hóp þeirra þjálfara sem kæmu til greina niður í ákveðinn fjölda en að vissulega væri forgangsraðað eftir álitlegustu kostum. Á þessu stigi sé lítið hægt að tjá sig en ljóst sé að þjálfarinn verði að haka í ákveðin box. Arnar var ráðinn án þess að hafa stýrt A-landsliði eða félagsliði í Evrópukeppni, en nýr þjálfari á helst að hafa mikla reynslu af alþjóðlegum fótbolta: „Við höfum verið að leggja áherslu á reynslu. Við viljum reynslumikinn þjálfara með reynslu úr alþjóðlegum fótbolta. Það er eitt af okkar meginviðmiðum,“ sagði Vanda á Morgunvaktinni og bætti við að viðkomandi mætti gjarnan hafa þjálfað landslið áður. „Við setjum markið hátt og reynum að finna eins góðan þjálfara og við mögulega getum,“ sagði Vanda og á henni var að heyra að næsti landsliðsþjálfari yrði erlendur ef það gengi upp fjárhagslega: „Já, það gæti alveg eins farið svo. Við vitum það öll að það eru ekkert svo margir sem uppfylla þetta [að hafa mikla alþjóðlega reynslu] af íslenskum þjálfurum. Sumir þeirra hafa nú þegar talað um það sjálfir. Óskar Hrafn talaði um það í viðtali hvað það væri mikilvægt að það þyrfti reynslubolta í þetta starf,“ sagði Vanda og vísaði í viðtali við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Íslandsmeistara Breiðabliks, sem birtist á Vísi. „En við erum ekki að útiloka neitt. Það geta verið alls konar launakröfur og það segja ekkert endilega allir já við okkur af þeim sem við viljum fá. En við vildum alla vega byrja á að setja markið hátt. Setja háar kröfur og gera það sem við teljum best að gera. Hvað er líklegast til að við náum árangri? Það er reyndur þjálfari sem hefur gert þetta áður. Við byrjum þar og svo sjáum við til hvar við endum, en vonandi endum við þar líka,“ sagði Vanda.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira