Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2023 11:33 Sveitarfélagið Árborg skuldar um 28 milljarða í dag og verðtryggðar skuldirnar vaxa hratt í mikilli verðbólgu og vaxtahækkunum. Vísir/Vilhelm Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. Bæjarstjórn Árborgar hefur boðað til íbúafundar á hótel Selfossi klukkan sautján á morgun þar sem fjárhagasstaða bæjarins verður kynnt eftir vinnu sem byggir á úttekt sem KPMG gerði fyrir sveitarfélagið. Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri segir fjárhagsstöðuna gríðarlega erfiða eins og hjá um tuttugu öðrum sveitarfélögum. Árborg hafi verið í miklum vexti og uppbyggingu undanfarin ár og tekið vertryggð lán sem hafi hækkað mikið í verðbólgunni og vaxtahækkununum að undanförnu. Bærinn væri nálægt greiðslufalli. Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri segir nauðsynlegt að endurskipuleggja og hagræða í resktri bæjarins. Það þýði því miður að segja þurfi upp einhverjum af starfsmönnum bæjarins.aðsend „Það mátti ekki mikið útaf bera til að við værum komin á þann stað að við værum í hálfgerðu greiðslufalli.“ Nánast í greiðslufalli? „Já,“ segir Fjóla. Í dag skuldi sveitarfélagið um 28 milljarða króna. Veltufé frá rekstri hafi verið neikvætt í nokkur ár og væri nú neikvætt um 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Það væri hins vegar jákvætt um 100 þúsund krónur á íbúa hjá samanburðarsveitarfélögum eins og Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Akranesi og Akureyri sem einnig hefðu verið í örum vexti. „Einhvern veginn hefur sveitarfélagið Árborg verið í þessum vanda í mjög langan tíma,“ segir bæjarstjórinn. Árið 2020 hafi farið að halla á verri veg þegar veltufé frá rekstri hafi verið um 20 þúsund krónur á íbúa. Tekjulega séð væri samt ekki hægt að kenna covid faraldrinum um stöðuna. „Við erum í raun á þessum tíma farin í innviðafjárfestingar. Förum í leikskólabyggingu, íþróttahús, við förum af stað með nýja grunnskóla. Þannig að það eru miklar fjárfestingar á síðast liðnum fjórum árum sem kannski voru orðnar uppsafnaðar að einhverju leyti. Allt verðtryggt og í dag þegar komin er tíu prósenta verðbólga er það ekki gott,“ segir Fjóla. Skuldahlutfallið aukist dag frá degi. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í Árborg á undanförnum árum með fjölgun íbúa. Nýji miðbærinn hefur hins vegar aðeins skila bæjarfélaginu tekjum þar sem félagið í kringum hann stendur alfarið sjálft undir kostnaði við alla innviði.Vísir/Vilhelm Þá hafi verið farið í mikla innviðauppbyggingu vegna fjölgunar mikillar fjölgunar íbúa. Það hafi þó hægt á henni vegna kulnunar á fasteignamarkaði. Starfsmönnum bæjarfélagsins hafi einnig fjölgað meðal annars vegna nýrra leikskóla og grunnskóla. Engu að síður væru mikil tækifæri í stöðunni til endurskipulagningar og hagræðingar, án þess að skerða þjónustu bæjarins. Gera þurfi reksturinn sjálfbæran, meðal annars með sölu eigna. Aðgerðirnar verði þó ekki sársaukalausar. „En auðvitað erum við ekki að fara að greiða niður skuldir sveitarfélagsins með því að hagræða eingöngu í rekstri. Það þarf fleira að koma til.“ Þannig að það þarf að segja upp einhverju fólki? „Ég geri ráð fyrir að það verði einhver hagræðing sem, já, komi niður á einhverjum störfum. Því miður þá er það þannig,“ segir Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri í Árborg. Sjálfstæðisflokkurinn er einn í meirihluta í Árborg eftir að hafa unnið hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra. Á síðasta kjörtímabili mynduðu Áfram Árborg, Miðflokkurinn, Framsókn og óháðir og Samfylkingin meirihluta, það er allir aðrir flokkar í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokkurinn. Árborg Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. 12. mars 2023 13:46 Mesta aukning útsvarstekna í sex ár Útsvarstekjur sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu 293 milljörðum króna á árinu 2022 og jukust um nærri 12 prósent milli ára. Ekki hefur sést jafnmikil aukning milli ára frá árinu 2016 samkvæmt nýjum tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um greidda staðgreiðslu. 17. janúar 2023 09:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar hefur boðað til íbúafundar á hótel Selfossi klukkan sautján á morgun þar sem fjárhagasstaða bæjarins verður kynnt eftir vinnu sem byggir á úttekt sem KPMG gerði fyrir sveitarfélagið. Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri segir fjárhagsstöðuna gríðarlega erfiða eins og hjá um tuttugu öðrum sveitarfélögum. Árborg hafi verið í miklum vexti og uppbyggingu undanfarin ár og tekið vertryggð lán sem hafi hækkað mikið í verðbólgunni og vaxtahækkununum að undanförnu. Bærinn væri nálægt greiðslufalli. Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri segir nauðsynlegt að endurskipuleggja og hagræða í resktri bæjarins. Það þýði því miður að segja þurfi upp einhverjum af starfsmönnum bæjarins.aðsend „Það mátti ekki mikið útaf bera til að við værum komin á þann stað að við værum í hálfgerðu greiðslufalli.“ Nánast í greiðslufalli? „Já,“ segir Fjóla. Í dag skuldi sveitarfélagið um 28 milljarða króna. Veltufé frá rekstri hafi verið neikvætt í nokkur ár og væri nú neikvætt um 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Það væri hins vegar jákvætt um 100 þúsund krónur á íbúa hjá samanburðarsveitarfélögum eins og Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Akranesi og Akureyri sem einnig hefðu verið í örum vexti. „Einhvern veginn hefur sveitarfélagið Árborg verið í þessum vanda í mjög langan tíma,“ segir bæjarstjórinn. Árið 2020 hafi farið að halla á verri veg þegar veltufé frá rekstri hafi verið um 20 þúsund krónur á íbúa. Tekjulega séð væri samt ekki hægt að kenna covid faraldrinum um stöðuna. „Við erum í raun á þessum tíma farin í innviðafjárfestingar. Förum í leikskólabyggingu, íþróttahús, við förum af stað með nýja grunnskóla. Þannig að það eru miklar fjárfestingar á síðast liðnum fjórum árum sem kannski voru orðnar uppsafnaðar að einhverju leyti. Allt verðtryggt og í dag þegar komin er tíu prósenta verðbólga er það ekki gott,“ segir Fjóla. Skuldahlutfallið aukist dag frá degi. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í Árborg á undanförnum árum með fjölgun íbúa. Nýji miðbærinn hefur hins vegar aðeins skila bæjarfélaginu tekjum þar sem félagið í kringum hann stendur alfarið sjálft undir kostnaði við alla innviði.Vísir/Vilhelm Þá hafi verið farið í mikla innviðauppbyggingu vegna fjölgunar mikillar fjölgunar íbúa. Það hafi þó hægt á henni vegna kulnunar á fasteignamarkaði. Starfsmönnum bæjarfélagsins hafi einnig fjölgað meðal annars vegna nýrra leikskóla og grunnskóla. Engu að síður væru mikil tækifæri í stöðunni til endurskipulagningar og hagræðingar, án þess að skerða þjónustu bæjarins. Gera þurfi reksturinn sjálfbæran, meðal annars með sölu eigna. Aðgerðirnar verði þó ekki sársaukalausar. „En auðvitað erum við ekki að fara að greiða niður skuldir sveitarfélagsins með því að hagræða eingöngu í rekstri. Það þarf fleira að koma til.“ Þannig að það þarf að segja upp einhverju fólki? „Ég geri ráð fyrir að það verði einhver hagræðing sem, já, komi niður á einhverjum störfum. Því miður þá er það þannig,“ segir Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri í Árborg. Sjálfstæðisflokkurinn er einn í meirihluta í Árborg eftir að hafa unnið hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra. Á síðasta kjörtímabili mynduðu Áfram Árborg, Miðflokkurinn, Framsókn og óháðir og Samfylkingin meirihluta, það er allir aðrir flokkar í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokkurinn.
Árborg Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. 12. mars 2023 13:46 Mesta aukning útsvarstekna í sex ár Útsvarstekjur sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu 293 milljörðum króna á árinu 2022 og jukust um nærri 12 prósent milli ára. Ekki hefur sést jafnmikil aukning milli ára frá árinu 2016 samkvæmt nýjum tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um greidda staðgreiðslu. 17. janúar 2023 09:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44
Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. 12. mars 2023 13:46
Mesta aukning útsvarstekna í sex ár Útsvarstekjur sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu 293 milljörðum króna á árinu 2022 og jukust um nærri 12 prósent milli ára. Ekki hefur sést jafnmikil aukning milli ára frá árinu 2016 samkvæmt nýjum tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um greidda staðgreiðslu. 17. janúar 2023 09:01