9,9 prósent innlagðra á geðdeildum fengu nauðungarlyf 2014 til 2018 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2023 10:29 Nauðungarlyfjagjafir eru hlutfallslega flestar á virkum dögum á milli klukkan 10 og 13 og ná hámarki klukkan 22. Vísir/Vilhelm Á árunum 2014 til 2018 fengu 9,9 prósent einstaklinga sem lagðir voru inn á geðdeildir Landspítalans nauðungarlyf, flestir einu til fjórum sinnum. Um er að ræða 400 einstaklinga, sem flestir þjáðust af geðrofssjúkdómi. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, þar sem greint er frá rannsókn Eyrúnar Þorsteinsdóttur, Brynjólfs Gauta Jónssonar og Helgu Bragadóttur á nauðungarlyfjagjöfum á geðdeildum Landspítala árin 2014 til 2018. Nauðungarlyfjagjöf er það þegar sjúklingi eru gefin lyf gegn vilja hans og í sumum tilvikum er viðkomandi haldið eða hann fjötraður á meðan. Tilgangurinn er að róa sjúklinginn, draga úr óæskilegri hegðun eða meðhöndla sjúkdómseinkenni á borð við bráð geðrofseinkenni, geðhæð, spennu og æsing, segir í greininni. Lyfin sem voru til skoðunar voru Lorazepam, Zuclopenthixolum, Haloperidolum og Olanzapinum, sem gefin eru í vöðva. Þau urðu fyrir valinu þar sem þetta eru þau lyf sem oftast eru notuð á Íslandi til að meðhöndla sjúklinga gegn vilja þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru 4.053 en eins og fyrr segir var 400 gefið nauðungarlyf að minnsta kosti einu sinni. 66,8 prósent fengu nauðungarlyf einu til fjórum sinnum, 18,5 prósent fimm til níu sinnum og 14,8 prósent tíu sinnum eða oftar. Meðalfjöldi koma á tímabilinu var á bilinu 10,7 sinnum til 18,7 sinnum. Af einstaklingunum 400 var 241 karl og 159 konur. Meðalaldur karlanna var 39,5 ár en meðalaldur kvennanna 45,6 ár. Um 14,2 prósent voru með erlent ríkisfang. 152 voru greindir með geðrofssjúkdóm, 131 með lyndisröskum og 110 með fíknisjúkdóm. „Af niðurstöðum má sjá að þeir þátttakendur sem fengu nauðungarlyf voru oftast karlar, með erlent ríkisfang og með geðrofsgreiningu (F20-29) og lyndisröskun (F30-39), auk þess að hafa komið oftar í bráðaþjónustu sjúkrahússins, lagst oftar inn á geðdeildir og átt fleiri legudaga en þeir sem ekki fengu nauðungarlyf,“ segir í greininni. Þá segir einnig, meðal annars: „Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar með erlent ríkisfang fái oftar nauðungarlyf en sjúklingar með íslenskt ríkisfang. Er þetta í samræmi við sumar erlendar rannsóknir en ekki aðrar. Hugsanleg skýring á því að þátttakendur með erlent ríkisfang á Íslandi fái oftar nauðungarlyf en íslenskir þátttakendur er að þeir séu verr staddir félagslega, hafi lítið stuðningsnet og mæti frekar hindrunum sökum tungumálaörðugleika. Vísbendingar eru um að félagsleg staða og atvinnuleysi sjúklinga hafi áhrif en sjúklingum sem búa einir og hafa lítil tengsl við fjölskyldu sína er hættara við að fá þvingaða meðferð og þeir sem eru atvinnulausir eru einnig í aukinni hættu að vera beittir þvingaðri meðferð.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, þar sem greint er frá rannsókn Eyrúnar Þorsteinsdóttur, Brynjólfs Gauta Jónssonar og Helgu Bragadóttur á nauðungarlyfjagjöfum á geðdeildum Landspítala árin 2014 til 2018. Nauðungarlyfjagjöf er það þegar sjúklingi eru gefin lyf gegn vilja hans og í sumum tilvikum er viðkomandi haldið eða hann fjötraður á meðan. Tilgangurinn er að róa sjúklinginn, draga úr óæskilegri hegðun eða meðhöndla sjúkdómseinkenni á borð við bráð geðrofseinkenni, geðhæð, spennu og æsing, segir í greininni. Lyfin sem voru til skoðunar voru Lorazepam, Zuclopenthixolum, Haloperidolum og Olanzapinum, sem gefin eru í vöðva. Þau urðu fyrir valinu þar sem þetta eru þau lyf sem oftast eru notuð á Íslandi til að meðhöndla sjúklinga gegn vilja þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru 4.053 en eins og fyrr segir var 400 gefið nauðungarlyf að minnsta kosti einu sinni. 66,8 prósent fengu nauðungarlyf einu til fjórum sinnum, 18,5 prósent fimm til níu sinnum og 14,8 prósent tíu sinnum eða oftar. Meðalfjöldi koma á tímabilinu var á bilinu 10,7 sinnum til 18,7 sinnum. Af einstaklingunum 400 var 241 karl og 159 konur. Meðalaldur karlanna var 39,5 ár en meðalaldur kvennanna 45,6 ár. Um 14,2 prósent voru með erlent ríkisfang. 152 voru greindir með geðrofssjúkdóm, 131 með lyndisröskum og 110 með fíknisjúkdóm. „Af niðurstöðum má sjá að þeir þátttakendur sem fengu nauðungarlyf voru oftast karlar, með erlent ríkisfang og með geðrofsgreiningu (F20-29) og lyndisröskun (F30-39), auk þess að hafa komið oftar í bráðaþjónustu sjúkrahússins, lagst oftar inn á geðdeildir og átt fleiri legudaga en þeir sem ekki fengu nauðungarlyf,“ segir í greininni. Þá segir einnig, meðal annars: „Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar með erlent ríkisfang fái oftar nauðungarlyf en sjúklingar með íslenskt ríkisfang. Er þetta í samræmi við sumar erlendar rannsóknir en ekki aðrar. Hugsanleg skýring á því að þátttakendur með erlent ríkisfang á Íslandi fái oftar nauðungarlyf en íslenskir þátttakendur er að þeir séu verr staddir félagslega, hafi lítið stuðningsnet og mæti frekar hindrunum sökum tungumálaörðugleika. Vísbendingar eru um að félagsleg staða og atvinnuleysi sjúklinga hafi áhrif en sjúklingum sem búa einir og hafa lítil tengsl við fjölskyldu sína er hættara við að fá þvingaða meðferð og þeir sem eru atvinnulausir eru einnig í aukinni hættu að vera beittir þvingaðri meðferð.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira