Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2023 08:50 Greg Abbott er ríkisstjóri Texas. Brandon Bell/Gett Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. Daniel Perry, hermaður og leigubílstjóri á fertugsaldri, var á föstudaginn sakfelldur fyrir að hafa myrt Garrett Foster, fyrrverandi hermann á þrítugsaldri, á meðan sá síðarnefndi tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Perry var gefið að sök að hafa ekið bíl sínum, sem hann notaði til aksturs fyrir Uber, inn í þvögu mótmælenda í Austin í Texas árið 2020. Síðan hafi hann tekið upp skotvopn og skotið Foster til bana. Foster var vopnaður AK-47 riffli þegar hann lést, sem er löglegt í Texas hafi menn tilskilin leyfi. Daniel Perry á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Ríkisstjóri Texas mun beita sér fyrir því að hann sleppi við refsingu.Lögreglan í Austin Perry neitaði alla tíð sök og kvaðst hafa skotið Foster til þess að forða sjálfum sér frá hættu. Neyðarvarnarlöggjöf í Texas er mjög rúm. Aðferðir Perrys og ummæli hans á samfélagsmiðlum um mótmælendur, sem tilheyrðu svokallaðri Black Lives Matter hreyfingu, voru til þess fallin að rýra trú kviðdómenda á málsvörnum hans. Svo fór að hann var sakfelldur fyrir morð. Þá hefur myndskeið af fyrstu yfirheyrslu Perrys hjá lögreglu eftir atvikið vakið mikla athygli, en það var spilað við réttarhöldin. „Ég vildi ekki gefa honum færi til þess að miða á mig, skilur þú?“ sagði hann við lögreglumann. Myndskeiðið má sjá í tístinu hér að neðan: From the police interview of Daniel Perry, the man convicted of murder whom Gov. Greg Abbott now wants to pardon."I didn't want to give him a chance to aim at me, ya know?"In an increasingly armed society, when do you get to shoot gun-carrying people and call it self-defense? pic.twitter.com/ZjfJZYwZsp— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) April 8, 2023 Hlakkar til að undirrita náðunarbréf Íhaldsmenn víða í Bandaríkjunum, og sérstaklega í Texas, hafa brugðist ókvæða við niðurstöðu kviðdómsins í máli Perrys. Tucker Carlson, íhaldssamur þáttastjórnandi á Fox-sjónvarpsstöðinni, gerði málið til að mynda að umfjöllunarefni sínu á föstudagskvöldið. Hann kvaðst hafa boðið Abbott í þáttinn til þess að ræða mögulega náðun Perrys en að hann hafi afþakkað boðið. „Svo það er afstaða Gregs Abbott, það er enginn réttur til neyðarvarnar í Texas,“ sagði Carlson. Þá sagði Matt Rinaldi, stjórnarformaður Repúblikanaflokksins í Texas, á Twitter að málið hefði aldrei átt að fara fyrir dómstóla og að Abbott bæri að náða Perry. Abbott hefur nú brugðist við ákalli skoðanabræðra sinna og farið fram á það við reynslulausnar- og náðunarnefnd Texas að hún taki mál Perrys til hraðmeðferðar. Þetta tilkynnti hann á Twitter í gær, daginn eftir sakfellingu Perrys. I am working as swiftly as Texas law allows regarding the pardon of Sgt. Perry. pic.twitter.com/HydwdzneMU— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 8, 2023 Hann segir neyðarvarnarlöggjöf Texas vera eina þeirra öflugustu í Bandaríkjunum og það sé ekki á færi kviðdóms eða „framsækins saksóknara“ að ógilda hana. Þá segir hann að lög í Texas komi í veg fyrir það að ríkisstjóri náði dæmda glæpamenn af sjálfsdáðum. Til þess þurfi aðkomu náðunarnefndar og tillögu hennar um náðun. Lögin heimili ríkisstjóra hins vegar að fara fram á að nefndin taki mál til skoðunar, sem hann hafi og gert. „Ég hlakka til að undirrita náðunarbréf nefndarinnar um leið og það lendir á mínu borði,“ segir ríkisstjórinn. Að lokum segir hann að hann hafi þegar gert það að forgangsatriði að hefta völd saksóknara í ríkinu og að þingið vinni nú að lagasetningu þess efnis. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Daniel Perry, hermaður og leigubílstjóri á fertugsaldri, var á föstudaginn sakfelldur fyrir að hafa myrt Garrett Foster, fyrrverandi hermann á þrítugsaldri, á meðan sá síðarnefndi tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Perry var gefið að sök að hafa ekið bíl sínum, sem hann notaði til aksturs fyrir Uber, inn í þvögu mótmælenda í Austin í Texas árið 2020. Síðan hafi hann tekið upp skotvopn og skotið Foster til bana. Foster var vopnaður AK-47 riffli þegar hann lést, sem er löglegt í Texas hafi menn tilskilin leyfi. Daniel Perry á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Ríkisstjóri Texas mun beita sér fyrir því að hann sleppi við refsingu.Lögreglan í Austin Perry neitaði alla tíð sök og kvaðst hafa skotið Foster til þess að forða sjálfum sér frá hættu. Neyðarvarnarlöggjöf í Texas er mjög rúm. Aðferðir Perrys og ummæli hans á samfélagsmiðlum um mótmælendur, sem tilheyrðu svokallaðri Black Lives Matter hreyfingu, voru til þess fallin að rýra trú kviðdómenda á málsvörnum hans. Svo fór að hann var sakfelldur fyrir morð. Þá hefur myndskeið af fyrstu yfirheyrslu Perrys hjá lögreglu eftir atvikið vakið mikla athygli, en það var spilað við réttarhöldin. „Ég vildi ekki gefa honum færi til þess að miða á mig, skilur þú?“ sagði hann við lögreglumann. Myndskeiðið má sjá í tístinu hér að neðan: From the police interview of Daniel Perry, the man convicted of murder whom Gov. Greg Abbott now wants to pardon."I didn't want to give him a chance to aim at me, ya know?"In an increasingly armed society, when do you get to shoot gun-carrying people and call it self-defense? pic.twitter.com/ZjfJZYwZsp— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) April 8, 2023 Hlakkar til að undirrita náðunarbréf Íhaldsmenn víða í Bandaríkjunum, og sérstaklega í Texas, hafa brugðist ókvæða við niðurstöðu kviðdómsins í máli Perrys. Tucker Carlson, íhaldssamur þáttastjórnandi á Fox-sjónvarpsstöðinni, gerði málið til að mynda að umfjöllunarefni sínu á föstudagskvöldið. Hann kvaðst hafa boðið Abbott í þáttinn til þess að ræða mögulega náðun Perrys en að hann hafi afþakkað boðið. „Svo það er afstaða Gregs Abbott, það er enginn réttur til neyðarvarnar í Texas,“ sagði Carlson. Þá sagði Matt Rinaldi, stjórnarformaður Repúblikanaflokksins í Texas, á Twitter að málið hefði aldrei átt að fara fyrir dómstóla og að Abbott bæri að náða Perry. Abbott hefur nú brugðist við ákalli skoðanabræðra sinna og farið fram á það við reynslulausnar- og náðunarnefnd Texas að hún taki mál Perrys til hraðmeðferðar. Þetta tilkynnti hann á Twitter í gær, daginn eftir sakfellingu Perrys. I am working as swiftly as Texas law allows regarding the pardon of Sgt. Perry. pic.twitter.com/HydwdzneMU— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 8, 2023 Hann segir neyðarvarnarlöggjöf Texas vera eina þeirra öflugustu í Bandaríkjunum og það sé ekki á færi kviðdóms eða „framsækins saksóknara“ að ógilda hana. Þá segir hann að lög í Texas komi í veg fyrir það að ríkisstjóri náði dæmda glæpamenn af sjálfsdáðum. Til þess þurfi aðkomu náðunarnefndar og tillögu hennar um náðun. Lögin heimili ríkisstjóra hins vegar að fara fram á að nefndin taki mál til skoðunar, sem hann hafi og gert. „Ég hlakka til að undirrita náðunarbréf nefndarinnar um leið og það lendir á mínu borði,“ segir ríkisstjórinn. Að lokum segir hann að hann hafi þegar gert það að forgangsatriði að hefta völd saksóknara í ríkinu og að þingið vinni nú að lagasetningu þess efnis.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira