Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 23:43 Chuck Schumer lét Repúblikana heyra það vegna ákvörðunar dómara í Texas um að ógilda markaðsleyfi þungunarrofslyfs. Getty Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. Dómarinn Matthew J. Kacsmaryk, sem er þekktur andstæðingur þungunarrofs, ógilti samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi lyfsins. Í dómnum talar hann um þungunarrof með „efnum“ og um fóstur sem „ófædd börn“ og „ófæddar manneskjur“. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs. „Eitt er alveg á hreinu, ákvörðunin gæti steypt landi okkar í ringulreið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni við fréttamenn í dag. „Repúblikanar hafa algjörlega snúið lyfjastofnuninni, eins og við þekktum hana, á hvolf og hótað því að hvert einasta lyf á markaðnum gæti misst markaðsleyfið.“ Sækjandinn í málinu var hópur lækna og samtaka sem sögðu mifepristone ógn við heilsu stúlkna og kvenna. „Hvað kemur næst þegar einhver róttækur jaðarhópur ákveður að höfða mál? Krabbamein? Insúlín? Geðlyf?“ spyr Schumer. Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins, þar sem hann tók í sama streng. Ef dómurinn yrði látinn standa myndi það þýða að engar ákvarðanir FDA væru óhultar frá hugmyndafræðilegum og pólitískum árásum. Today, a federal district judge in Texas ruled that a prescription medication available for over 22 years, approved by the FDA, and used safely by millions of women should no longer be approved in the U.S. Here's why this matters. And how my Administration is going to fight it.— President Biden (@POTUS) April 8, 2023 Öldungardeildarþingmaðurinn Patty Murray segir Demókrata munu gera allt til þess að bandaríska þjóðin átti sig á því að Repúblikanar séu ábyrgir fyrir ringulreiðinni. „Þessi rökræða mun fara fram fyrir allra augum,“ segir hún. Bandaríkin Þungunarrof Heilbrigðismál Lyf Mannréttindi Tengdar fréttir Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Dómarinn Matthew J. Kacsmaryk, sem er þekktur andstæðingur þungunarrofs, ógilti samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi lyfsins. Í dómnum talar hann um þungunarrof með „efnum“ og um fóstur sem „ófædd börn“ og „ófæddar manneskjur“. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs. „Eitt er alveg á hreinu, ákvörðunin gæti steypt landi okkar í ringulreið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni við fréttamenn í dag. „Repúblikanar hafa algjörlega snúið lyfjastofnuninni, eins og við þekktum hana, á hvolf og hótað því að hvert einasta lyf á markaðnum gæti misst markaðsleyfið.“ Sækjandinn í málinu var hópur lækna og samtaka sem sögðu mifepristone ógn við heilsu stúlkna og kvenna. „Hvað kemur næst þegar einhver róttækur jaðarhópur ákveður að höfða mál? Krabbamein? Insúlín? Geðlyf?“ spyr Schumer. Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins, þar sem hann tók í sama streng. Ef dómurinn yrði látinn standa myndi það þýða að engar ákvarðanir FDA væru óhultar frá hugmyndafræðilegum og pólitískum árásum. Today, a federal district judge in Texas ruled that a prescription medication available for over 22 years, approved by the FDA, and used safely by millions of women should no longer be approved in the U.S. Here's why this matters. And how my Administration is going to fight it.— President Biden (@POTUS) April 8, 2023 Öldungardeildarþingmaðurinn Patty Murray segir Demókrata munu gera allt til þess að bandaríska þjóðin átti sig á því að Repúblikanar séu ábyrgir fyrir ringulreiðinni. „Þessi rökræða mun fara fram fyrir allra augum,“ segir hún.
Bandaríkin Þungunarrof Heilbrigðismál Lyf Mannréttindi Tengdar fréttir Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28