Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 23:43 Chuck Schumer lét Repúblikana heyra það vegna ákvörðunar dómara í Texas um að ógilda markaðsleyfi þungunarrofslyfs. Getty Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. Dómarinn Matthew J. Kacsmaryk, sem er þekktur andstæðingur þungunarrofs, ógilti samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi lyfsins. Í dómnum talar hann um þungunarrof með „efnum“ og um fóstur sem „ófædd börn“ og „ófæddar manneskjur“. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs. „Eitt er alveg á hreinu, ákvörðunin gæti steypt landi okkar í ringulreið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni við fréttamenn í dag. „Repúblikanar hafa algjörlega snúið lyfjastofnuninni, eins og við þekktum hana, á hvolf og hótað því að hvert einasta lyf á markaðnum gæti misst markaðsleyfið.“ Sækjandinn í málinu var hópur lækna og samtaka sem sögðu mifepristone ógn við heilsu stúlkna og kvenna. „Hvað kemur næst þegar einhver róttækur jaðarhópur ákveður að höfða mál? Krabbamein? Insúlín? Geðlyf?“ spyr Schumer. Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins, þar sem hann tók í sama streng. Ef dómurinn yrði látinn standa myndi það þýða að engar ákvarðanir FDA væru óhultar frá hugmyndafræðilegum og pólitískum árásum. Today, a federal district judge in Texas ruled that a prescription medication available for over 22 years, approved by the FDA, and used safely by millions of women should no longer be approved in the U.S. Here's why this matters. And how my Administration is going to fight it.— President Biden (@POTUS) April 8, 2023 Öldungardeildarþingmaðurinn Patty Murray segir Demókrata munu gera allt til þess að bandaríska þjóðin átti sig á því að Repúblikanar séu ábyrgir fyrir ringulreiðinni. „Þessi rökræða mun fara fram fyrir allra augum,“ segir hún. Bandaríkin Þungunarrof Heilbrigðismál Lyf Mannréttindi Tengdar fréttir Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Dómarinn Matthew J. Kacsmaryk, sem er þekktur andstæðingur þungunarrofs, ógilti samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi lyfsins. Í dómnum talar hann um þungunarrof með „efnum“ og um fóstur sem „ófædd börn“ og „ófæddar manneskjur“. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs. „Eitt er alveg á hreinu, ákvörðunin gæti steypt landi okkar í ringulreið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni við fréttamenn í dag. „Repúblikanar hafa algjörlega snúið lyfjastofnuninni, eins og við þekktum hana, á hvolf og hótað því að hvert einasta lyf á markaðnum gæti misst markaðsleyfið.“ Sækjandinn í málinu var hópur lækna og samtaka sem sögðu mifepristone ógn við heilsu stúlkna og kvenna. „Hvað kemur næst þegar einhver róttækur jaðarhópur ákveður að höfða mál? Krabbamein? Insúlín? Geðlyf?“ spyr Schumer. Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins, þar sem hann tók í sama streng. Ef dómurinn yrði látinn standa myndi það þýða að engar ákvarðanir FDA væru óhultar frá hugmyndafræðilegum og pólitískum árásum. Today, a federal district judge in Texas ruled that a prescription medication available for over 22 years, approved by the FDA, and used safely by millions of women should no longer be approved in the U.S. Here's why this matters. And how my Administration is going to fight it.— President Biden (@POTUS) April 8, 2023 Öldungardeildarþingmaðurinn Patty Murray segir Demókrata munu gera allt til þess að bandaríska þjóðin átti sig á því að Repúblikanar séu ábyrgir fyrir ringulreiðinni. „Þessi rökræða mun fara fram fyrir allra augum,“ segir hún.
Bandaríkin Þungunarrof Heilbrigðismál Lyf Mannréttindi Tengdar fréttir Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28