Erlent

Kennedy vill verða forseti

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Robert F. Kennedy yngri vill verða forseti eins og frændi hans forðum.
Robert F. Kennedy yngri vill verða forseti eins og frændi hans forðum. AP/Hans Pennick

Robert F. Kennedy yngri, lögfræðingur og yfirlýstur andstæðingur bólusetninga, hefur lýst því yfir að hann ætli að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar 2024.

Kennedy er sonur Roberts „Bobby“ Kennedy, forsetaframbjóðanda, sem var skotinn til bana 1968 af Sirhan Sirhan. Sá var bróðir Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta sem einnig var skotinn til bana fimm árum fyrr.

Robert Kennedy yngri er lögfræðingur en hefur helst vakið athygli fyrir skoðanir sínar á bólusetningum. Árið 2021 var Instagram-aðgangi hans til að mynda lokað vegna þess að hann deildi ítrekað ósönnum yfirlýsingum um bólusetningar.

Talið er að Joe Biden Bandaríkjaforseti muni bjóða sig fram til annars kjörtímabils en hann hefur þó ekki enn lýst því yfir opinberlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×