Fótbolti

Heims­­meistararnir efstir á nýjum heims­lista en Ís­land fellur um eitt sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Argentínumenn urðu heimsmeistarar í desember og sitja nú í efsta sæti styrkleikalista FIFA.
Argentínumenn urðu heimsmeistarar í desember og sitja nú í efsta sæti styrkleikalista FIFA. Richard Sellers/Getty Images

Argentínsku heimsmeistararnir tróna á toppi nýs styrkleikalista FIFA yfir bestu knattspyrnuþjóðir heims. Argentínumenn stökkva upp um eitt sæti frá því að listinn var síðast gefinn út, en Ísland fellur hins vegar niður um eitt sæti.

Brasilíumenn vermdu toppsætið þegar styrkleikalistinn var síðast gefinn út þann 22. desember síðastliðinn. Brassar missa hins vegar bæði Argentínu og Frakkland upp fyrir sig og sitja nú í þriðja sæti. Argentína og Frakkland mættust einmitt í úrslitaleik HM í Katar í desember.

Fyrir utan efstu þrjú sætin breytist listinn lítið sem ekkert í efstu tuttugu sætunum. Senegal fer upp fyrir Danmörku og situr nú í átjánda sæti og Danmörk í því nítjánda, en þar með er það upp talið hvað varðar breytingar á efstu tuttugu sætum heimslistans.

Ísland hefur ekki riðið feitum hesti undanfarna mánuði og fellur niður um eitt sæti, úr 63. sæti niður í 64. sæti. Það eru Reggístrákarnir hans Heimis Hallgrímssonar frá Jamaíka sem lyfta sér upp fyrir Ísland.

Styrkleikalistann í heild sinni má skoða með því að smella hér.

Efstu tíu þjóðir nýs styrkleikalista FIFA.Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×