Deilan um Ríkarðshús leyst Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. apríl 2023 07:01 Ríkarður í vinnustofu sinni við Grundarstíg. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Samkomulag hefur náðst um framtíð Ríkarðshús á Djúpavogi á milli stjórnar félagsins og afkomenda myndhöggvarans Ríkarðs Jónssonar. Áður hafði gjafagerningur til safnsins verið dreginn til baka af Ásdísi dóttur Ríkarðs. „Þetta er í eins góðum farvegi og hægt er,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi. Stefnt er að því að safnið verið flutt í húsnæði er kallast Sambúð en húsnæðismál safnsins voru ástæða fyrir því að gjöfinni var rift á sínum tíma. Einbýlishús, jörð og flygill Fréttablaðið greindi frá því í júní árið 2021 að gjöfin hefði verið dregin til baka. Um er að ræða einbýlishús í Reykjavík, jörð í Mosfellsbæ, sumarhús í Hveragerði, stóran flygil, málverk eftir listamenn á borð við Jóhannes Kjarval og Finn Jónsson og ótal verk eftir Ríkarð Jónsson, fyrsta og einn fremsta myndhöggvara og útskurðarmeistara Íslands. Meðal verka Ríkarðs eru fundarhamar Sameinuðu þjóðanna og fyrsta landvættarskjaldarmerki Íslands. Ásdís og tvíburasystir hennar Ólöf vildu gefa eigur sínar til þess að koma safni föður síns á laggirnar. Var gert samkomulag við Djúpavogshrepp þar að lútandi árið 2012. Gjöfin átti að verða arfur til safnsins við andlát systranna. Ólöf er nú látin en Ásdís verður 101 árs í sumar. Ríkarður bjó lengst af í Reykjavík og hafði sína vinnustofu við Grundarstíg en hann var fæddur í Hamarsfirði við Djúpavog. Því var safnið sett þar á fót. Vildu systurnar að safnið hefði útsýni yfir Búlandstindinn. Sýning í sumar Framan af var erfitt að finna hentugt húsnæði fyrir Ríkarðshús og afar dýrt hefði verið að byggja nýtt hús undir safnið. Um tíma var safnið í húsi er kallast Langabúð, sem systurnar voru ekki sáttar við sem framtíðarhúsnæði safnsins. Heldur ekki svokallað Faktorshús sem sveitarstjórn hugðist koma safninu fyrir í um tíma. Annað húsnæði, Vogaland 5, kom til greina en þangað flutti listasafnið Ars Longa. Gauti Jóhannesson formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson Í umfjöllun Fréttablaðsins í mars árið 2022 kom fram að heimastjórn Djúpavogs vildi leysa húsnæðiskapalinn og koma Ríkarðshúsi fyrir í húsi er kallast Sambúð, sem er hrátt húsnæði sem hýsir meðal annars björgunarsveitina og Rauða krossinn. Voru systurnar sáttar við það húsnæði, meðal annars út af staðsetningunni og útsýninu. Hefur það núna orðið raunin. Múlaþing Menning Söfn Tengdar fréttir Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
„Þetta er í eins góðum farvegi og hægt er,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi. Stefnt er að því að safnið verið flutt í húsnæði er kallast Sambúð en húsnæðismál safnsins voru ástæða fyrir því að gjöfinni var rift á sínum tíma. Einbýlishús, jörð og flygill Fréttablaðið greindi frá því í júní árið 2021 að gjöfin hefði verið dregin til baka. Um er að ræða einbýlishús í Reykjavík, jörð í Mosfellsbæ, sumarhús í Hveragerði, stóran flygil, málverk eftir listamenn á borð við Jóhannes Kjarval og Finn Jónsson og ótal verk eftir Ríkarð Jónsson, fyrsta og einn fremsta myndhöggvara og útskurðarmeistara Íslands. Meðal verka Ríkarðs eru fundarhamar Sameinuðu þjóðanna og fyrsta landvættarskjaldarmerki Íslands. Ásdís og tvíburasystir hennar Ólöf vildu gefa eigur sínar til þess að koma safni föður síns á laggirnar. Var gert samkomulag við Djúpavogshrepp þar að lútandi árið 2012. Gjöfin átti að verða arfur til safnsins við andlát systranna. Ólöf er nú látin en Ásdís verður 101 árs í sumar. Ríkarður bjó lengst af í Reykjavík og hafði sína vinnustofu við Grundarstíg en hann var fæddur í Hamarsfirði við Djúpavog. Því var safnið sett þar á fót. Vildu systurnar að safnið hefði útsýni yfir Búlandstindinn. Sýning í sumar Framan af var erfitt að finna hentugt húsnæði fyrir Ríkarðshús og afar dýrt hefði verið að byggja nýtt hús undir safnið. Um tíma var safnið í húsi er kallast Langabúð, sem systurnar voru ekki sáttar við sem framtíðarhúsnæði safnsins. Heldur ekki svokallað Faktorshús sem sveitarstjórn hugðist koma safninu fyrir í um tíma. Annað húsnæði, Vogaland 5, kom til greina en þangað flutti listasafnið Ars Longa. Gauti Jóhannesson formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson Í umfjöllun Fréttablaðsins í mars árið 2022 kom fram að heimastjórn Djúpavogs vildi leysa húsnæðiskapalinn og koma Ríkarðshúsi fyrir í húsi er kallast Sambúð, sem er hrátt húsnæði sem hýsir meðal annars björgunarsveitina og Rauða krossinn. Voru systurnar sáttar við það húsnæði, meðal annars út af staðsetningunni og útsýninu. Hefur það núna orðið raunin.
Múlaþing Menning Söfn Tengdar fréttir Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. 19. febrúar 2018 06:00