Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Í Löngubúð er útskorinn verk af öllu tagi eftir Ríkarð Jónsson. Gauti Jóhannesson „Það var ekkert annað í stöðunni en að bregðast hart við,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, þar sem nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. Listamaðurinn Ríkarður Jónsson er frá bænum Strýtu í Hamarsfirði innan við Djúpavog. Dætur Ríkarðs, Ásdís og Ólöf, ánöfnuðu hreppnum allar eignir sínar, þar með talinn fjölda verka sem faðir þeirra hafði gert. Þau eru til sýnis í hinni sögufrægu Löngubúð á Djúpavogi. Og þangað er stefnt fálkanum sem Ríkarður skar út árið 1950 og rataði síðan út til Englands.Ríkarðsfálkinn flýgur heim með Íslandsvinum í vor.Eins og fram kom í Fréttablaðinu greiddi hreppurinn 200 þúsund krónur fyrir Ríkarðsfálkann á uppboði 6. febrúar. Gauti segir kveikjuna hafa verið frétt Fréttablaðsins af því að uppboðið stæði fyrir dyrum. Þá hafi verið hart brugðist við og bresku hjónin Felicity og Michael Bullock, sem eiga jörðina Hvalnes, hafi verið fengin til að mæta og bjóða í fálkann. „Þau er sjálf að versla með antík og eru öllum hnútum kunnug svo þetta steinlá,“ segir Gauti sem aðspurður jánkar því að hreppurinn hafi verið tilbúinn að greiða enn hærra verð en fálkinn fékkst á. Menn séu því ánægðir með viðskiptin.Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi.Anna Sigrún GunnalugsdóttirList Ríkarðs Jónssonar er gert hátt undir höfði á Djúpavogi. „Við erum með Ríkarðssafn í Löngubúð og þegar fram líða stundir þá tekur til starfa hér svokallað Ríkarðshús,“ segir Gauti. Hreppurinn hefur fengið 500 þúsund króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til að opna sýningu í Löngubúð 1. desember í tilefni eitt hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga. „Það tengist náttúrlega Ríkarði beint því hann átti upphaflegu hönnunina að íslenska skjaldarmerkinu,“ segir Gauti. Hann segir hreppinn eiga marga mjög fallega gripi eftir Ríkarð af mjög fjölbreytilegu tagi. Fálkinn muni sóma sér vel innan um þessi verk. „Felicity og Michael koma í vor og taka hann væntanlega með sér – nema það gefist einhver önnur ferð.“ Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Það var ekkert annað í stöðunni en að bregðast hart við,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, þar sem nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. Listamaðurinn Ríkarður Jónsson er frá bænum Strýtu í Hamarsfirði innan við Djúpavog. Dætur Ríkarðs, Ásdís og Ólöf, ánöfnuðu hreppnum allar eignir sínar, þar með talinn fjölda verka sem faðir þeirra hafði gert. Þau eru til sýnis í hinni sögufrægu Löngubúð á Djúpavogi. Og þangað er stefnt fálkanum sem Ríkarður skar út árið 1950 og rataði síðan út til Englands.Ríkarðsfálkinn flýgur heim með Íslandsvinum í vor.Eins og fram kom í Fréttablaðinu greiddi hreppurinn 200 þúsund krónur fyrir Ríkarðsfálkann á uppboði 6. febrúar. Gauti segir kveikjuna hafa verið frétt Fréttablaðsins af því að uppboðið stæði fyrir dyrum. Þá hafi verið hart brugðist við og bresku hjónin Felicity og Michael Bullock, sem eiga jörðina Hvalnes, hafi verið fengin til að mæta og bjóða í fálkann. „Þau er sjálf að versla með antík og eru öllum hnútum kunnug svo þetta steinlá,“ segir Gauti sem aðspurður jánkar því að hreppurinn hafi verið tilbúinn að greiða enn hærra verð en fálkinn fékkst á. Menn séu því ánægðir með viðskiptin.Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi.Anna Sigrún GunnalugsdóttirList Ríkarðs Jónssonar er gert hátt undir höfði á Djúpavogi. „Við erum með Ríkarðssafn í Löngubúð og þegar fram líða stundir þá tekur til starfa hér svokallað Ríkarðshús,“ segir Gauti. Hreppurinn hefur fengið 500 þúsund króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til að opna sýningu í Löngubúð 1. desember í tilefni eitt hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga. „Það tengist náttúrlega Ríkarði beint því hann átti upphaflegu hönnunina að íslenska skjaldarmerkinu,“ segir Gauti. Hann segir hreppinn eiga marga mjög fallega gripi eftir Ríkarð af mjög fjölbreytilegu tagi. Fálkinn muni sóma sér vel innan um þessi verk. „Felicity og Michael koma í vor og taka hann væntanlega með sér – nema það gefist einhver önnur ferð.“
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00
Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. 7. febrúar 2018 06:00