Ekki lagabreytingar heldur lögleysa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 20:37 Daníel O. Einarsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra. Vísir/Ívar Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Í gær var greint frá því að Hopp ætlaði sér, síðar í vor, að hefja innreið á leigubílamarkað í krafti rýmkaðrar löggjafar, sem tók gildi í gær. Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að félagsmönnum hugnist ekki þessi þróun á leigubílamarkaði. Hann segir að bandalaginu hafi verið haldið utan við starfshóp sem vann að lögunum og öllum umræðum um þau. „Þetta eru náttúrulega ekki lagabreytingar, þetta er lögleysa. Það er verið að taka úr lögunum vinnuskyldu og fjöldatakmörkun, sem var verkfæri til að meta framboð og eftirspurn. Nú er búið að taka það í burtu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S. Hann segir að lagabreytingin komi til með að greiða götu skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. „Það er ekkert eftirlit. Það vantar eftirlit með bílunum. Þeir eru ekki skráðir, og það verða einhverjir huldubílar með límmiða. Það þýðir að það verður ekki gjaldmælir í bílunum. Fólk verður bara með þetta í snjalltæki sem það getur fært á milli bíla. Það er ekkert öryggi fyrir almenning.“ Covid og svört starfsemi sem hafi fengið að viðgangast Hann segir að erfið staða leigubílstjóra, sem hafi verið notuð sem rökstuðningur fyrir lagabreytingunum, hafi verið til komin vegna svartrar atvinnustarfsemi sem ekki var tekið á. „Við fengum ekki menn til þess að keyra um helgar, af því að biðin var svo löng eftir ferð. Svo eftir Covid varð sprengja í skemmtanalífinu og þá varð lengri bið eftir bílum.“ Staðan sem er uppi núna, er það þá vegna samblöndu af Covid og því að ekki var tekið nóg á svartri starfsemi? „Já, sérstaklega svarta starfsemin, sem grefur undan gildandi starfsemi.“ Lausnin á eftirlitsvandanum sé að hafa sérlitaða númeraplötu á hverjum skráðum og tryggðum leigubíl, óháð því fyrir hvaða stöð hann ekur. Þó standi eftir annað vandamál, sem komi sérlega illa við landsbyggðina. „Það er búið að taka út vinnuskylduna, sem þýðir það að mönnum ber ekki lengur skylda til að sinna leigubílaakstri sem aðalatvinnu. Þá geta þeir farið að sinna annarri vinnu, sem þýðir að leigubílaakstur í hjáverkum er ekki að halda uppi þjónustu. Það mun vanta leigubíla á vinnutíma,“ segir Daníel. Leigubílar Tengdar fréttir Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Í gær var greint frá því að Hopp ætlaði sér, síðar í vor, að hefja innreið á leigubílamarkað í krafti rýmkaðrar löggjafar, sem tók gildi í gær. Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að félagsmönnum hugnist ekki þessi þróun á leigubílamarkaði. Hann segir að bandalaginu hafi verið haldið utan við starfshóp sem vann að lögunum og öllum umræðum um þau. „Þetta eru náttúrulega ekki lagabreytingar, þetta er lögleysa. Það er verið að taka úr lögunum vinnuskyldu og fjöldatakmörkun, sem var verkfæri til að meta framboð og eftirspurn. Nú er búið að taka það í burtu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S. Hann segir að lagabreytingin komi til með að greiða götu skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. „Það er ekkert eftirlit. Það vantar eftirlit með bílunum. Þeir eru ekki skráðir, og það verða einhverjir huldubílar með límmiða. Það þýðir að það verður ekki gjaldmælir í bílunum. Fólk verður bara með þetta í snjalltæki sem það getur fært á milli bíla. Það er ekkert öryggi fyrir almenning.“ Covid og svört starfsemi sem hafi fengið að viðgangast Hann segir að erfið staða leigubílstjóra, sem hafi verið notuð sem rökstuðningur fyrir lagabreytingunum, hafi verið til komin vegna svartrar atvinnustarfsemi sem ekki var tekið á. „Við fengum ekki menn til þess að keyra um helgar, af því að biðin var svo löng eftir ferð. Svo eftir Covid varð sprengja í skemmtanalífinu og þá varð lengri bið eftir bílum.“ Staðan sem er uppi núna, er það þá vegna samblöndu af Covid og því að ekki var tekið nóg á svartri starfsemi? „Já, sérstaklega svarta starfsemin, sem grefur undan gildandi starfsemi.“ Lausnin á eftirlitsvandanum sé að hafa sérlitaða númeraplötu á hverjum skráðum og tryggðum leigubíl, óháð því fyrir hvaða stöð hann ekur. Þó standi eftir annað vandamál, sem komi sérlega illa við landsbyggðina. „Það er búið að taka út vinnuskylduna, sem þýðir það að mönnum ber ekki lengur skylda til að sinna leigubílaakstri sem aðalatvinnu. Þá geta þeir farið að sinna annarri vinnu, sem þýðir að leigubílaakstur í hjáverkum er ekki að halda uppi þjónustu. Það mun vanta leigubíla á vinnutíma,“ segir Daníel.
Leigubílar Tengdar fréttir Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01