Hlaut dóm fyrir peningaþvætti en fékk samt milljónir í miskabætur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2023 13:19 Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í málinu fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Karlmanni hafa verið dæmdar sex milljónir króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm fyrir peningaþvætti en sat í gæsluvarðhaldi í 269 daga, margfaldan tíma fangelsisvistarinnar. Landsréttur hafði áður fallist á miklu hærri skaðabætur. Karlmaðurinn höfðaði mál á hendur ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti á Ítalíu frá 14. febrúar til 16. ágúst 2017. Íslensk yfirvöld biðu þá eftir samþykki ítalskra í tengslum við framsal mannsins til Íslands vegna brota sem hann var grunaður um að hafa framið hér á landi. Málið velktist um í ítalska dómskerfinu um nokkuð skeið en maðurinn kom hingað til lands um miðjan ágúst. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá 17. þess mánaðar fram til 10. janúar næsta árs. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í tæpa ellefu mánuði. Hæstiréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi ekki þörf á að gera greinarmun á gæsluvarðhaldinu hér á landi og varðhaldinu á Ítalíu. Langvægasti dómur Maðurinn hlaut loks dóm fyrir peningaþvætti af gáleysi og var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. RÚV greinir frá því að maðurinn, sem er frá Nígeríu, hafi hlotið dóminn í tengslum við netglæp sem framinn var árið 2015. Ónefndur maður hafi þóst vera íslenskt fiskútflutningsfyrirtæki og fengið suðurkóreskt fyrirtæki til að leggja 54 milljónir inn á reikning. Maðurinn fékk langvægasta dóminn af fjórum sakborningum í tengslum við netglæpinn. Hæstiréttur taldi að meðalhófs hafi ekki verið gætt við lengd gæsluvarðhaldsins. Talið væri að íslenska ríkið bæri hlutlæga bótaábyrgð, sem merkir að ekki þurfi að sanna saknæma háttsemi ríkisins, vegna frelsissviptingu mannsins. Þrátt fyrir að hann hefði hlotið dóm fyrir peningaþvætti væri ekki sýnt fram á að hann bæri ábyrgð á því að gæsluvarðhaldið hafi orðið svo langt eins og raun bar vitni. Eins og fyrr segir hafði Landsréttur fallist á miklu hærri skaðabætur, 19 milljónir króna. Hæstiréttur leit ítarlega til fyrri dómaframkvæmdar, viðeigandi lagaákvæða og tíndi hin ýmsu sjónarmið til. Þrátt fyrir að engum lagaákvæðum um nákvæmar fjárhæðir væri til að dreifa var talið, með hliðsjón af því að maðurinn hafi sannanlega hlotið refsidóm fyrir verknaðinn sem hann var grunaður um, að sex milljónir væru hæfilegar miskabætur. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Karlmaðurinn höfðaði mál á hendur ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti á Ítalíu frá 14. febrúar til 16. ágúst 2017. Íslensk yfirvöld biðu þá eftir samþykki ítalskra í tengslum við framsal mannsins til Íslands vegna brota sem hann var grunaður um að hafa framið hér á landi. Málið velktist um í ítalska dómskerfinu um nokkuð skeið en maðurinn kom hingað til lands um miðjan ágúst. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá 17. þess mánaðar fram til 10. janúar næsta árs. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í tæpa ellefu mánuði. Hæstiréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi ekki þörf á að gera greinarmun á gæsluvarðhaldinu hér á landi og varðhaldinu á Ítalíu. Langvægasti dómur Maðurinn hlaut loks dóm fyrir peningaþvætti af gáleysi og var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. RÚV greinir frá því að maðurinn, sem er frá Nígeríu, hafi hlotið dóminn í tengslum við netglæp sem framinn var árið 2015. Ónefndur maður hafi þóst vera íslenskt fiskútflutningsfyrirtæki og fengið suðurkóreskt fyrirtæki til að leggja 54 milljónir inn á reikning. Maðurinn fékk langvægasta dóminn af fjórum sakborningum í tengslum við netglæpinn. Hæstiréttur taldi að meðalhófs hafi ekki verið gætt við lengd gæsluvarðhaldsins. Talið væri að íslenska ríkið bæri hlutlæga bótaábyrgð, sem merkir að ekki þurfi að sanna saknæma háttsemi ríkisins, vegna frelsissviptingu mannsins. Þrátt fyrir að hann hefði hlotið dóm fyrir peningaþvætti væri ekki sýnt fram á að hann bæri ábyrgð á því að gæsluvarðhaldið hafi orðið svo langt eins og raun bar vitni. Eins og fyrr segir hafði Landsréttur fallist á miklu hærri skaðabætur, 19 milljónir króna. Hæstiréttur leit ítarlega til fyrri dómaframkvæmdar, viðeigandi lagaákvæða og tíndi hin ýmsu sjónarmið til. Þrátt fyrir að engum lagaákvæðum um nákvæmar fjárhæðir væri til að dreifa var talið, með hliðsjón af því að maðurinn hafi sannanlega hlotið refsidóm fyrir verknaðinn sem hann var grunaður um, að sex milljónir væru hæfilegar miskabætur.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira