Fótbolti

Sex marka jafntefli í Brighton og Palace vann í endurkomu Hodgson

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hinn 75 ára gamli Roy Hodgson hefur engu gleymt.
Hinn 75 ára gamli Roy Hodgson hefur engu gleymt. Vince Mignott/MB Media/Getty Images

Sex af sjö leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Brighton og Brentford gerðu 3-3 jafntefli í fjörugum leik og Crystal Palace vann 2-1 sigur gegn Leicester í fyrsta leik liðsins eftir að hinn 75 ára gamli Roy Hodgson tók við liðinu á nýjan leik.

Brentford  náði forystunni í þrígang gegn Brighton í dag, en í öll skiptin náðu heimamenn að jafna metin. Pontus Jansson, Ivan Toney og Ethan Pinnock sáu um markaskorun gestanna, en Danny Welbeck, Kaoru Mitoma og Alexis MacAllister jöfnuðu metin fyrir Brighton. Sá síðastnefndi bjargaði stigi fyrir heimamenn með marku úr vítaspyrnu á seinustu mínútu venjulegs leiktíma.

Þá reyndist varamaðurinn Jean-Philippe Mateta hetja Crystal Palace þegar hann tryggði liðinu 2-1 sigur gegn Leicester með marki í uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 86. mínútu. Ricardo Pereira hafði komið Leicester yfir snemma í síðari hálfleik, en heimamenn jöfnuðu metin þegar Daniel Iversen varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Að lokum vann Bournemouth góðan 2-1 sigur gegn Fulham og Nottingham Forest og Wolves gerðu 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×