Fótbolti

Haaland gæti spilað gegn Liverpool þrátt fyrir möguleg meiðsli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erling Braut Haaland verður mögulega klár í slaginn gegn Liverpool síðar í dag.
Erling Braut Haaland verður mögulega klár í slaginn gegn Liverpool síðar í dag. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Menchester City, segir að hann gæti þurft að taka áhættu gegn Liverpool er liðin mætast síðar í dag og láta norska framherjann Erling Braut Haaland spila þrátt fyrir að hann sé mögulega ekki heill heilsu.

Haaland þurfti að draga sig úr norska landsliðshópnum fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla í nára. Framherjinn meiddist í stórsigri City gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í FA-bikarnum þar sem Haaland skoraði þrennu.

Haaland er þó ekki sá eini sem er á meiðslalista Englandsmeistaranna því Phil Foden verður fjarri góðu gamni næstu þrjár vikurnar eftir að hafa látið fjarlægja úr sér botnlangann.

„Lífið er ein stór áhætta og stundum verður maður að taka þær,“ sagði Guardiola á blaðamannafundinn fyrir stórleikinn gegn Liverpool.

Læknarnir og leikmaðurinn sjálfur munu meta stöðuna.“

Haaland gekk í raðir Manchester City síðasta sumar og er óhætt að segja að hann hafi farið vel af stað með liðinu. Framherjinn hefur skorað 42 mörk í 37 leikjum fyrir City á tímabilinu, þar af hefur hann skorað 28 í 26 deildarleikjum.

Englandsmeistararnir sitja í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 61 stig eftir 27 leiki, átta stigum á eftir toppliði Arsenal, en City á þó leik til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.