Barcelona með níu fingur og níu tær á titlinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Barcelona skoraði fjögur í kvöld, ekki fimm þó svo að Lewandowski vilji fimmu.
Barcelona skoraði fjögur í kvöld, ekki fimm þó svo að Lewandowski vilji fimmu. Silvestre Szpyl/Getty Images

Þó enn sé nóg eftir af La Liga, úrvalsdeild karla í knattspyrnu, þá er Barcelona svo gott sem búið að vinna deildina. Liðið vann botnlið Elche 4-0 í kvöld.

Börsungar heimsóttu Elche í leik sem var í raun vitað að gestirnir myndu vinna. Stóra spurningin var hversu lengi myndu heimamenn halda út og svo hversu stór sigurinn yrði.

Markamaskínan Robert Lewandowski skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en í þeim síðari bættu Ansu Fati og Ferrán Torres við mörkum sem og Lewandowski skoraði sitt annað mark.

Lokatölur 4-0 gestunum í vil sem þýðir að Barcelona er nú með 71 stig á toppi La Liga. Þar á eftir kemur Real Madríd með 56 stig og leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir


    Fleiri fréttir

    Sjá meira
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.