Þó enn sé nóg eftir af La Liga, úrvalsdeild karla í knattspyrnu, þá er Barcelona svo gott sem búið að vinna deildina. Liðið vann botnlið Elche 4-0 í kvöld.
Börsungar heimsóttu Elche í leik sem var í raun vitað að gestirnir myndu vinna. Stóra spurningin var hversu lengi myndu heimamenn halda út og svo hversu stór sigurinn yrði.
Markamaskínan Robert Lewandowski skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en í þeim síðari bættu Ansu Fati og Ferrán Torres við mörkum sem og Lewandowski skoraði sitt annað mark.
15 points clear of second-place Real Madrid
— B/R Football (@brfootball) April 1, 2023
Two more Robert Lewandowski goals
Ansu Fati's first La Liga goal since October
20th La Liga clean sheet in 27 games
The Barcelona vibes are immaculate pic.twitter.com/f6zYkx4yxt
Lokatölur 4-0 gestunum í vil sem þýðir að Barcelona er nú með 71 stig á toppi La Liga. Þar á eftir kemur Real Madríd með 56 stig og leik til góða.