Erlent

Minnst þrjátíu og einn látinn eftir eldsvoða í ferju

Samúel Karl Ólason skrifar
Rannsakendur er meðal annars að skoða hvernig eldurinn kviknaði og hvort hin 33 ára gamla ferja hefði yfir höfuð átt að vera í notkun.
Rannsakendur er meðal annars að skoða hvernig eldurinn kviknaði og hvort hin 33 ára gamla ferja hefði yfir höfuð átt að vera í notkun. AP/Hafnastjórn Filippseyja

Minnst 31 er látinn og sjö er saknað eftir að eldur kviknaði í ferju við Filippseyjar í nótt. Eldurinn logaði í um átta klukkustundir en björgunaraðilum tókst að bjarga rúmlega tvö hundruð manns.

AP fréttaveitan segir að um 250 manns hafi verið um borð í ferjunni þegar eldurinn kviknaði. Það við bæði áhöfn og farþega. Þegar eldurinn kviknaði þurftu margir að stökkva frá borði og var þeim bjargað úr sjónum af strandgæslu Filipseyja, sjóher og sjómönnum sem voru þarna nærri.

Leit stendur yfir að þeim sjö sem saknað er. Mögulega voru fleiri um borð en talið er þar sem algengt er að farþegar endi ekki á skrá ferja sem þessarar. Um 430 manns geta verið um borð í ferjunni.

Ferjan var dregin upp í fjöru.AP/Strandgæsla Filippseyja

Verið var að sigla ferjunni frá Jolo til Zamboanga þegar eldurinn kviknaði. Skipstjóri ferjunnar segist hafa strax sett stefnuna á land, til að gefa þeim sem þurftu að stökkva í sjóinn meiri séns á að lifa af.

Eftir að ferjan var dregin upp í fjöru fundust minnst átján lík í þeim hluta ferjunnar þar sem farþegar sem greiða ódýrasta fargjaldið halda til.

Rannsakendur er meðal annars að skoða hvernig eldurinn kviknaði og hvort hin 33 ára gamla ferja hefði yfir höfuð átt að vera í notkun. Sjóslys sem þessi eru algengir við Filippseyjar vegna tíðra óveðra, gamalla skipa sem hefur verið haldið illa við og ekki nægs eftirlits með því að reglum sé fylgt, svo eitthvað sé nefnt.

Eldurinn fór víst hratt um ferjuna en björgunaraðilum tókst að bjarga rúmlega tvö hundruð manns.AP/Strandgæsla FilippseyjaFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.