Dæmdur fyrir að nauðga konu með þroskahömlun í tvígang Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2023 10:32 Brotin voru framin í byrjun júní 2021 að því er fram kemur í dómnum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í tveggja ára og átta mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa í tvígang nauðgað konu sem er með þroskahömlun í júní 2021. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart konunni og hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Í fyrra tilvikinu hafi maðurinn hafi lagst við hlið konunnar þar sem hún hafi sofið í svefnherbergi íbúðar, káfað á kynfærum hennar innanklæða, stungið fingri í leggöng og látið hana snerta á honum kynfærin utanklæða. Í seinna tilvikinu hafi hann svo sest við hlið konunnar í sófa íbúðarinnar og stungið fingrum í leggöng hennar. Ekki allt með felldu Fram kemur að forstöðumaður heimilis, þar sem konan býr, hafi fáeinum dögum eftir að brotin voru framin fengið upplýsingar frá starfsmanni um að ekki væri allt með felldu hjá konunni og í kjölfarið farið með hana á neyðarmóttöku Landspítala. Þar hafi konan lýst því að maðurinn, sem býr í sama húsi og er vinur kærasta hennar, hafi brotið á henni þar sem hún hafi verið í rúmi kærasta síns áður en hann sofnaði áfengisdauða. Daginn eftir hafi hann svo aftur brotið á henni þar sem þau sátu í sófa að horfa á kvikmynd, á meðan kærasti konunnar lá á gólfinu. Neitaði sök en man ekki öll atriði Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst hvorki hafa viðhaft kynferðislegt áreiti gagnvart konunni né nauðgað henni. Hann hafi þó verið mjög ölvaður á þessum tímapunkti og ekki munað öll atriði. Dómari taldi framburð mannsins alls ekki vera skýran og í talsverðu ósamræmi við fyrri skýrslu sem hann hafi gefið hjá lögreglu. Kærasti konunnar lýsti því fyrir dómi að hann hafi fengið símtal frá henni um kvöldið þar sem hún hafi verið hágrátandi og sagt honum að maðurinn hefði misnotað sig. Trúverðugur framburður konunnar Dómari taldi það vafalaust að kynferðisleg samskipti hafi átt sér stað milli mannsins og konunnar og að virtum framburði konunnar, sem og öðrum sem komu fyrir dóm, sé einnig vafalaust að konan hafi upplifað sjálf að maðurinn hafi brotið gegn henni. Framburður hennar hafi verið trúverðugur. Þá sé ljóst að manninum hafi verið ljóst að konan hafi átt við andlega annmarka að stríða og ekki verið fær um að veita samþykki fyrir þeirri háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru. Notfærði sér andlega fötlun konunnar Með hliðsjón af gögnum málsins þykir ljóst að maðurinn hafi tvívegis gerst sekur um að hafa nauðgað konunni samkvæmt skilningi laga með því að notfæra sér andlega fötlun hennar til þess að hafa við hana kynferðismök. Einnig þykir sannað að brotaþoli hafi ekki getað skilið þýðingu verknaðarins eða spornað við honum. Hæfileg refsing var metin tveggja ára og átta mánaða fangelsi, en maðurinn hefur frá árinu 2019 hlotið tvo dóma fyrir húsbrot og brot gegn nálgunarbanni og svo eignarspjöll og húsbrot. „Brot þau sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir eru alvarleg brot og beindust gegn andlega fatlaðri konu. Með broti sínu misnotaði ákærði sér þroskahömlun hennar á afar grófan hátt. Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í dómnum. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur en farið var fram á greiðslu fimm milljóna króna. Maðurinn þarf jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjanda og skipaðs réttargæslumanns konunnar og sakarkostnað, samtals um 3,7 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart konunni og hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Í fyrra tilvikinu hafi maðurinn hafi lagst við hlið konunnar þar sem hún hafi sofið í svefnherbergi íbúðar, káfað á kynfærum hennar innanklæða, stungið fingri í leggöng og látið hana snerta á honum kynfærin utanklæða. Í seinna tilvikinu hafi hann svo sest við hlið konunnar í sófa íbúðarinnar og stungið fingrum í leggöng hennar. Ekki allt með felldu Fram kemur að forstöðumaður heimilis, þar sem konan býr, hafi fáeinum dögum eftir að brotin voru framin fengið upplýsingar frá starfsmanni um að ekki væri allt með felldu hjá konunni og í kjölfarið farið með hana á neyðarmóttöku Landspítala. Þar hafi konan lýst því að maðurinn, sem býr í sama húsi og er vinur kærasta hennar, hafi brotið á henni þar sem hún hafi verið í rúmi kærasta síns áður en hann sofnaði áfengisdauða. Daginn eftir hafi hann svo aftur brotið á henni þar sem þau sátu í sófa að horfa á kvikmynd, á meðan kærasti konunnar lá á gólfinu. Neitaði sök en man ekki öll atriði Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst hvorki hafa viðhaft kynferðislegt áreiti gagnvart konunni né nauðgað henni. Hann hafi þó verið mjög ölvaður á þessum tímapunkti og ekki munað öll atriði. Dómari taldi framburð mannsins alls ekki vera skýran og í talsverðu ósamræmi við fyrri skýrslu sem hann hafi gefið hjá lögreglu. Kærasti konunnar lýsti því fyrir dómi að hann hafi fengið símtal frá henni um kvöldið þar sem hún hafi verið hágrátandi og sagt honum að maðurinn hefði misnotað sig. Trúverðugur framburður konunnar Dómari taldi það vafalaust að kynferðisleg samskipti hafi átt sér stað milli mannsins og konunnar og að virtum framburði konunnar, sem og öðrum sem komu fyrir dóm, sé einnig vafalaust að konan hafi upplifað sjálf að maðurinn hafi brotið gegn henni. Framburður hennar hafi verið trúverðugur. Þá sé ljóst að manninum hafi verið ljóst að konan hafi átt við andlega annmarka að stríða og ekki verið fær um að veita samþykki fyrir þeirri háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru. Notfærði sér andlega fötlun konunnar Með hliðsjón af gögnum málsins þykir ljóst að maðurinn hafi tvívegis gerst sekur um að hafa nauðgað konunni samkvæmt skilningi laga með því að notfæra sér andlega fötlun hennar til þess að hafa við hana kynferðismök. Einnig þykir sannað að brotaþoli hafi ekki getað skilið þýðingu verknaðarins eða spornað við honum. Hæfileg refsing var metin tveggja ára og átta mánaða fangelsi, en maðurinn hefur frá árinu 2019 hlotið tvo dóma fyrir húsbrot og brot gegn nálgunarbanni og svo eignarspjöll og húsbrot. „Brot þau sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir eru alvarleg brot og beindust gegn andlega fatlaðri konu. Með broti sínu misnotaði ákærði sér þroskahömlun hennar á afar grófan hátt. Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í dómnum. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur en farið var fram á greiðslu fimm milljóna króna. Maðurinn þarf jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjanda og skipaðs réttargæslumanns konunnar og sakarkostnað, samtals um 3,7 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira