Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2023 19:30 Formenn stjórnarflokkanna kynntu uppfærða fjármálaáætlun til ársins 2028 í dag. Henni er ætlað að leggjast á árar með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna. Vísir/Vilhelm Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 seinnipartinn í dag sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að þessar aðgerðir muni slá á verðbólguna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að á sama tíma og ríkissjóður dragi saman seglin og auki álögur tímabundið á fyrirtæki verði þeir sem verst standa varðir fyrir verðbólgunni.Vísir/Vilhelm „Ég tel að þessi áætlun sendi mjög skýr skilaboð. Hér er lögð til tekjuöflun sem ég tel að dreifist með tiltölulega réttmætum hætti. Hér er auðvitað verið að tala um gjöld á umferð sem munu koma við flesta,“ segir Katrín. Hins vegar verði skattar á fyrirtæki hækkaðir tímabundið um eitt prósentustig frá næstu áramótum í eitt ár. „Við erum að boða hækkun veiðigjalda, fiskeldisgjalda og sömuleiðis gjalda á skemmtiferðaskip. Þannig að það eru fjölbreyttar leiðir í þeim efnum. Við erum að boða hagræðingu, sameiningu stofnana,“ segir forsætisráðherra. Þá verður öllum opinberum stofnunum öðrum en heilbrigðsstofnunum og lögreglu gert að hagræða í rekstri sínum um tvö prósent í stað eins í fyrri áætlunum. Klippa: Skattar á fyrirtæki hækkaðir tímabundið og samhæfingarmiðstöð frestað „En ég minni líka á að við stöndum um leið við ákveðin grunngildi sem við höfum lagt áherslu á frá upphafi. Sem er að verja tekjulægstu hópana,“ segir forsætisráðherra. Ráðist verði í grundvallarbreytingar á örorkulífeyriskerfinu árið 2025 en þangað til verði greiðslur til örorkulífeyrisþega varðar gegn verðbólgu strax á þessu ári. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ýmsum framkvæmdum á vegum stjórnarráðsins verði frestað ásamt byggingu nýrrar samhæfingarmiðstöðvar. Með ýmsum hagræðingaraðgerðum minnki líka þörf ríkisins fyrir starfsfólk. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkið eigi ekki að ryðja sér til rúms á tímum þenslu og verðbólgu.Fjármálaáætlun kynnt.Vísir/Vilhelm „Á næstu fimm árum munu eitt þúsund opinberir starfsmenn fara á eftirlaun. Ef við getum dregið úr þörfinni fyrir endurráðningu myndi það muna mjög miklu. Til dæmis er talan á bakvið þúsund manns um 13,5 milljarðar. Við vitum að það er mannekla sum staðar en annars staðar væri mögulega hægt að nýta stafrænar lausnir og auka hagræðingu til að draga úr mannaflaþörf hjá ríkinu. Það myndu sparast margir milljarðar við það,“ segir fjármálaráðherra. Þá verði endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna viðhalds eigin húsnæðis lækkaðar í júlí úr 60 prósentum í 35 prósent. Sameiginlega muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu ári og næsta draga mjög úr verðbólgu. Staða ríkissjóðs hafi batnað um 200 milljarða á tæplega tveimur árum. „Á þeim tíma sem verðbólgan geisar viljum við ekki að ríkið sé að ryðja sér til rúms. En á sama tíma viljum við forgangsraða fjárfestingunni. Við ætlum til dæmis að halda dampi með uppbyggingu Landsspítalans,“ segir Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Tengdar fréttir Lægri endurgreiðsla VSK og aukin gjöld á skemmtiferðaskip Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað. 29. mars 2023 17:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Sjá meira
Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 seinnipartinn í dag sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að þessar aðgerðir muni slá á verðbólguna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að á sama tíma og ríkissjóður dragi saman seglin og auki álögur tímabundið á fyrirtæki verði þeir sem verst standa varðir fyrir verðbólgunni.Vísir/Vilhelm „Ég tel að þessi áætlun sendi mjög skýr skilaboð. Hér er lögð til tekjuöflun sem ég tel að dreifist með tiltölulega réttmætum hætti. Hér er auðvitað verið að tala um gjöld á umferð sem munu koma við flesta,“ segir Katrín. Hins vegar verði skattar á fyrirtæki hækkaðir tímabundið um eitt prósentustig frá næstu áramótum í eitt ár. „Við erum að boða hækkun veiðigjalda, fiskeldisgjalda og sömuleiðis gjalda á skemmtiferðaskip. Þannig að það eru fjölbreyttar leiðir í þeim efnum. Við erum að boða hagræðingu, sameiningu stofnana,“ segir forsætisráðherra. Þá verður öllum opinberum stofnunum öðrum en heilbrigðsstofnunum og lögreglu gert að hagræða í rekstri sínum um tvö prósent í stað eins í fyrri áætlunum. Klippa: Skattar á fyrirtæki hækkaðir tímabundið og samhæfingarmiðstöð frestað „En ég minni líka á að við stöndum um leið við ákveðin grunngildi sem við höfum lagt áherslu á frá upphafi. Sem er að verja tekjulægstu hópana,“ segir forsætisráðherra. Ráðist verði í grundvallarbreytingar á örorkulífeyriskerfinu árið 2025 en þangað til verði greiðslur til örorkulífeyrisþega varðar gegn verðbólgu strax á þessu ári. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ýmsum framkvæmdum á vegum stjórnarráðsins verði frestað ásamt byggingu nýrrar samhæfingarmiðstöðvar. Með ýmsum hagræðingaraðgerðum minnki líka þörf ríkisins fyrir starfsfólk. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkið eigi ekki að ryðja sér til rúms á tímum þenslu og verðbólgu.Fjármálaáætlun kynnt.Vísir/Vilhelm „Á næstu fimm árum munu eitt þúsund opinberir starfsmenn fara á eftirlaun. Ef við getum dregið úr þörfinni fyrir endurráðningu myndi það muna mjög miklu. Til dæmis er talan á bakvið þúsund manns um 13,5 milljarðar. Við vitum að það er mannekla sum staðar en annars staðar væri mögulega hægt að nýta stafrænar lausnir og auka hagræðingu til að draga úr mannaflaþörf hjá ríkinu. Það myndu sparast margir milljarðar við það,“ segir fjármálaráðherra. Þá verði endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna viðhalds eigin húsnæðis lækkaðar í júlí úr 60 prósentum í 35 prósent. Sameiginlega muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu ári og næsta draga mjög úr verðbólgu. Staða ríkissjóðs hafi batnað um 200 milljarða á tæplega tveimur árum. „Á þeim tíma sem verðbólgan geisar viljum við ekki að ríkið sé að ryðja sér til rúms. En á sama tíma viljum við forgangsraða fjárfestingunni. Við ætlum til dæmis að halda dampi með uppbyggingu Landsspítalans,“ segir Bjarni Benediktsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Tengdar fréttir Lægri endurgreiðsla VSK og aukin gjöld á skemmtiferðaskip Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað. 29. mars 2023 17:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Sjá meira
Lægri endurgreiðsla VSK og aukin gjöld á skemmtiferðaskip Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað. 29. mars 2023 17:02