Innlent

Sunn­lend­ing­ar fund­u fyr­ir ó­út­skýrðr­i högg­bylgj­u

Samúel Karl Ólason skrifar
Margir á Selfossi segjast hafa fundið fyrir höggi og heyrt hvell. Höggið fannst einnig víðar.
Margir á Selfossi segjast hafa fundið fyrir höggi og heyrt hvell. Höggið fannst einnig víðar. Vísir/Arnar

Íbúar Suðurlands fundu margir hverjir fyrir og heyrðu í höggbylgju eða bylgjum á sjöunda tímanum í gær. Heitar umræður hafa skapast um atvikið en flest spjót beinast að loftsteini sem hafi sprungið yfir svæðinu.

Engar tilkynningar um slíkt hafa þó borist.

Frá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að ekkert í gögnum stofnunarinnar benti til þess hvað hefði valdið þessum dunum. Engir skjálftar hefðu mælst og engar tilkynningar hefðu borist um loftsteina.

Ef um væri að ræða sprengingar vegna framkvæmda eða einhvers slíks, þá hefðu mælar veðurstofunnar átt að greina þær höggbylgjur.

Á vef DFS, fréttavef Suðurlands, er haft eftir lögregluþjónum að engar tilkynningar hafi borist til þeirra vegna hvellsins.

Ef um loftstein er að ræða, svokallaðan vígahnött, væri það ekki í fyrsta sinn. Slíkur hnöttur sprakk yfir Suðurlandi árið 2021 og einnig yfir Faxaflóa sama ár.

Þann 2. júlí 2021 sprakk vígahnöttur yfir Suðurlandi og var hann líklega um sjö metrar í þvermál. Sprenging vígahnattarins mældist þó bersýnilega á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar.

Miðað við hve margir tóku eftir höggbylgjunni í gær er óhætt að segja að undarlegt sé að hún hafi ekki greinst, hafi hún verið vegna sprengingar vígahnattar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.