Innlent

Víga­hnöttur yfir Faxa­flóa í gær­kvöldi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vígahnötturinn birtist Gunnari Marel þegar hann var keyrði um Sandskeið í átt að Reykjavík.
Vígahnötturinn birtist Gunnari Marel þegar hann var keyrði um Sandskeið í átt að Reykjavík. Twitter/Gunnar Marel

Fjölmargir borgarbúar urðu vitni að því í gærkvöldi þegar svokallaður vígahnöttur sást yfir höfuðborginni rétt fyrir klukkan níu.

Á meðal þeirra sem náðu að festa fyrirbærið á filmu var Gunnar Marel, sem var akandi á Sandskeiði í átt að Reykjavík.

Gunnar Marel sýnir myndband af atvikinu á Twitter og Sævar Helgi Bragason áhugamaður um stjörnufræði segir að um mjög fallegan vígahnött hafi verið að ræða. 

Sævar segir að slíkir vígahnettir séu yfirleitt fremur smáir, á stærð við steinvölu eða ber. Þeir hreyfist hinsvegar svo hratt á leiðinni í gegnum andrúmslofitð að loftið glóir fyrir framan þá þegar þeir þjóta í átt til jarðar og brenna upp. 

Sævar Helgi telur að þessi tiltekni vígahnöttur hafi brunnið upp til agna í nokkurra tuga kílómetra hæð yfir jörðu.


Tengdar fréttir

Loftsteinn lýsti upp skandinavíska næturhimininn

Lögregla í Svíþjóð og Noregi fékk fjölmargar tilkynningar um að loftsteinn hefði fallið til jarðar síðla kvölds síðasta laugardag. Loftsteinninn lýsti upp næturhimininn í skamma stund.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×