Sænskar sættir: „Ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2023 16:00 Janne Andersson og Bojan Djordjic skildu sáttir. expressen Sættir hafa náðst í deilu þjálfara sænska karlalandsliðsins í fótbolta, Janne Andersson, og Bojan Djordjic. Andersson gekk út úr viðtali við Viaplay eftir 5-0 sigur Svíþjóðar á Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024 á mánudaginn. Hann var ósáttur við spurningar Djordjic um spiltíma Jespers Karlsson og spurði hann á móti með hverjum hann héldi. Djordjic, sem á ættir að rekja til Serbíu, var óánægður með þessa spurningu landsliðsþjálfarans. Á blaðamannafundi í gær sagðist Andersson vera svekktur út í sjálfan sig hvernig hann brást við spurningum í viðtalinu en þvertók fyrir að hafa ætlað að beita Djordjic kynþáttaníði. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. Hann náði á endanum í Djordjic og þeir hafa náð sáttum. „Þetta var langt, gott og djúpt samtal þar sem við ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum. Það sem gerðist milli okkar hefur verið útkljáð,“ sagði Djordjic í yfirlýsingu frá Viaplay. „Við komumst til botns í málinu. Það var mikilvægt fyrir mig að Janne hafði einlægan áhuga á sögu minni og vildi skilja viðbrögð mín og tilfinningar, jafnvel þótt við séum af sitt hvorri kynslóðinni og með ólíkan bakgrunn. Þessi fundur var betri en ég bjóst við fyrirfram. Við töluðum minnst um fótbolta.“ JUST NU: Janne Andersson och Bojan Djordjic har pratat ut efter tv-bråkethttps://t.co/JrvsSokrgc— SportExpressen (@SportExpressen) March 29, 2023 Andersson tók í sama streng og Djordjic og kvaðst sáttur með að málinu sé lokið. „Við áttum gott og innilegt spjall um það sem miður fór á mánudaginn. Þess vegna var sérstaklega gott að hittast og hreinsa andrúmsloftið sem við gerðum með skilning og einlægni að vopni. Við ákváðum að halda áfram og málinu er því lokið.“ Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
Andersson gekk út úr viðtali við Viaplay eftir 5-0 sigur Svíþjóðar á Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024 á mánudaginn. Hann var ósáttur við spurningar Djordjic um spiltíma Jespers Karlsson og spurði hann á móti með hverjum hann héldi. Djordjic, sem á ættir að rekja til Serbíu, var óánægður með þessa spurningu landsliðsþjálfarans. Á blaðamannafundi í gær sagðist Andersson vera svekktur út í sjálfan sig hvernig hann brást við spurningum í viðtalinu en þvertók fyrir að hafa ætlað að beita Djordjic kynþáttaníði. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. Hann náði á endanum í Djordjic og þeir hafa náð sáttum. „Þetta var langt, gott og djúpt samtal þar sem við ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum. Það sem gerðist milli okkar hefur verið útkljáð,“ sagði Djordjic í yfirlýsingu frá Viaplay. „Við komumst til botns í málinu. Það var mikilvægt fyrir mig að Janne hafði einlægan áhuga á sögu minni og vildi skilja viðbrögð mín og tilfinningar, jafnvel þótt við séum af sitt hvorri kynslóðinni og með ólíkan bakgrunn. Þessi fundur var betri en ég bjóst við fyrirfram. Við töluðum minnst um fótbolta.“ JUST NU: Janne Andersson och Bojan Djordjic har pratat ut efter tv-bråkethttps://t.co/JrvsSokrgc— SportExpressen (@SportExpressen) March 29, 2023 Andersson tók í sama streng og Djordjic og kvaðst sáttur með að málinu sé lokið. „Við áttum gott og innilegt spjall um það sem miður fór á mánudaginn. Þess vegna var sérstaklega gott að hittast og hreinsa andrúmsloftið sem við gerðum með skilning og einlægni að vopni. Við ákváðum að halda áfram og málinu er því lokið.“
Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira