Sænski landsliðsþjálfarinn segist ekki vera rasisti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2023 12:00 Janne Andersson svaraði fyrir umtalað viðtal á blaðamannafundi í dag. getty/Linnea Rheborg Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins, segir að hann hafi brugðist rangt við í viðtali við Viaplay eftir leikinn gegn Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024. Þá þvertekur hann fyrir að hafa ætlað að beita sérfræðing Viaplay kynþáttaníði. Svíþjóð vann Aserbaídsjan 5-0 í gær. Úrslitin hafa þó fallið í skuggann af atviki sem átti sér stað þegar Andersson kom í viðtal til Viaplay eftir leikinn. Þar lenti hann í orðaskaki við Bojan Djordjic vegna spiltíma Jespers Karlsson. Andersson var ósáttur við spurningar Djordjic og spurði hann á móti með hverjum hann héldi sem Djordjic var ósáttur við en hann á ættir að rekja til Serbíu. Andersson gekk á endanum út úr viðtalinu. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði landsliðsþjálfarinn áður en hann strunsaði burt. Andersson boðaði til blaðamannafundar í hádeginu þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Hann baðst samt eiginlega ekki afsökunar en sagðist hafa reynt að setja sig í samband við Djordjic. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. „Ég fæ svona spurningar og bregst illa við. Það er mjög slæmt af mér. Þess vegna vil ég tala við Bojan.“ Landsliðsþjálfarinn hefur ekki íhugað stöðu sína og ætlar ekki að segja af sér. „Nei, nei. Við eigum góða daga og slæma. Ég átti slæman dag og gerði ekki vel. Þetta var ekki nógu gott hjá mér og mér líður illa og er svekktur út í sjálfan mig,“ sagði Andersson. Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Kynþáttafordómar Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
Svíþjóð vann Aserbaídsjan 5-0 í gær. Úrslitin hafa þó fallið í skuggann af atviki sem átti sér stað þegar Andersson kom í viðtal til Viaplay eftir leikinn. Þar lenti hann í orðaskaki við Bojan Djordjic vegna spiltíma Jespers Karlsson. Andersson var ósáttur við spurningar Djordjic og spurði hann á móti með hverjum hann héldi sem Djordjic var ósáttur við en hann á ættir að rekja til Serbíu. Andersson gekk á endanum út úr viðtalinu. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði landsliðsþjálfarinn áður en hann strunsaði burt. Andersson boðaði til blaðamannafundar í hádeginu þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Hann baðst samt eiginlega ekki afsökunar en sagðist hafa reynt að setja sig í samband við Djordjic. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. „Ég fæ svona spurningar og bregst illa við. Það er mjög slæmt af mér. Þess vegna vil ég tala við Bojan.“ Landsliðsþjálfarinn hefur ekki íhugað stöðu sína og ætlar ekki að segja af sér. „Nei, nei. Við eigum góða daga og slæma. Ég átti slæman dag og gerði ekki vel. Þetta var ekki nógu gott hjá mér og mér líður illa og er svekktur út í sjálfan mig,“ sagði Andersson.
Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Kynþáttafordómar Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira