Þrjátíu daga skilorð fyrir árás á fyrrverandi kærustu: „Ég get ekki leyft neinum að leggja á mig hendur, aldrei“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. mars 2023 18:07 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á fyrrum unnustu sína á heimili sínu á Akureyri. Árásin átti sér stað í september 2021. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi rifið í peysu sem konan var í og í hár hennar og kýlt hana í magann, með þeim afleiðingum að hún hlut maráverka og eymsli á kvið, eymsli og verki í höfði, baki og öxlum og sjáanlega skerta hreyfigetu við hálssnúning til vinstri og við að halla höfði til vinstri. Sagðist hafa verið að varna konunni inngöngu Fyrir dómi bar manninum og konunni saman um að til átaka hefði komið á milli þeirra í umrætt sinn, sem hefði verið með þeim hætti að maðurinn beitti valdi þegar hann vísaði konunni á brott af heimili sínu.Þeim bar hins vegar ekki saman um hvort maðurinn hefði í átökunum ráðist á konuna með þeim hætti sem greint var frá í ákærunni. Konan sagði samband hennar og mannsins hafa hafist í mars 2021 en því hefði verið lokið áður en árásin átti sér stað. Sagði hún sambandið hafa verið erfitt og að maðurinn hefði beitt hana andlegu ofbeldi og stjórnað henni. Sagði að hún að umrætt kvöld hefði maðurinn sent henni skilaboð þess efnis að hann ætlaði að skaða sjálfan sig. Hún hafi svarað skilaboðunum og reynt að árangurslaust að ná sambandi við manninn, en hann ekki svarað. Hún hafi þá farið heim til hans og eftir að hún hafi margoft bankað á íbúðarhurðina hafi maðurinn komið til dyra. Hann hafi verið ölvaður og æstur og ráðist strax á hana og kýlt hana í magann. Þá sagði hún að hún og maðurinn hefðu verið í samskiptum eftir þetta í stuttan tíma og hist sjaldan. Hann hafi ætlað að fá hana til að kæra þetta ekki og orðið mjög reiður þegar hann hafi áttað sig á að málið héldi engu að síður áfram. Maðurinn hélt því hins vegar fram að hann hefði einungis verið að varna konunni inngöngu, eftir að hún hafi komið óboðin að heimili hans og ætlað þar inn gegn vilja hans. Hún hafi ögrað honum og hann beitt valdi til að snúa henni við og ýta henni áleiðis út. Hann kunni að hafa snert hár hennar og komið við hnakkann, er hann hafi tekið í peysu hennar og um axlir og ýtt henni út. Fram kemur að daginn eftir atvikið hafi konan sent manninum eftirfarandi skilaboð: „Eins mikið og ég er ástfangin af þér og elska þig mikið þá höndla ég ekki þennan virka alka. Kviðurinn er marinn. Ég get ekki leyft neinum að leggja á mig hendur, aldrei. Boltinn er eiginlega hjá þér, hvort þú viljir taka á þínum málum, drykkju og andlegri heilsu.“ Sakaferill ekki talinn hafa þýðingu Engin vitni urðu að átökum mannsins og konunnar. Fram kemur í dómnum að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi máls og framburður hans fyrir dómi hafi ekki ótrúverðugur. Framburður konunnar hafi að sama skapi verið stöðugur frá upphafi og þótti framburður hennar fyrir dómi trúverðugur. Þá þótti framburður konunnar fá stoð í áverkavottorði og vitnisburði læknis sem skoðaði hana á bráðamóttöku, en maráverkar á kvið hennar þóttu samræmast frásögn hennar um að maðurinn hefði kýlt hana í magann. Þá þótti það einnig styðja framburð hennar að hún hafði samband við lögreglu þegar í stað eftir atvikið. Dómurinn taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gengið lengra í valdbeitingu sinni gagnvart konunni en hann hefði viðurkennt, og gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, að því undanskildu að upplýst var fyrir dómi að hann hefði ekki rifið í hár hennar. Sakaferill mannsins þótti ekki hafa þýðingu við ákvörðun refsingar, og þá leit dómurinn til þess að atlaga mannsins var minniháttar og að tilefni valdbeitingar hans var að varna konunni inngöngu á heimili hans. Konan kvaðst hafa glímt við andlegar afleiðingar á borð við áfallastreituröskun og kvíða í kjölfar árásarinnar en í niðurstöðu dómsins kemur þó fram að gögn málsins séu á reiki um ótta sem konan kvaðst hafa upplifað gagnvart manninum og áhrif atviksins á félagslega virkni hennar. Auk skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar er manninum gert að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi rifið í peysu sem konan var í og í hár hennar og kýlt hana í magann, með þeim afleiðingum að hún hlut maráverka og eymsli á kvið, eymsli og verki í höfði, baki og öxlum og sjáanlega skerta hreyfigetu við hálssnúning til vinstri og við að halla höfði til vinstri. Sagðist hafa verið að varna konunni inngöngu Fyrir dómi bar manninum og konunni saman um að til átaka hefði komið á milli þeirra í umrætt sinn, sem hefði verið með þeim hætti að maðurinn beitti valdi þegar hann vísaði konunni á brott af heimili sínu.Þeim bar hins vegar ekki saman um hvort maðurinn hefði í átökunum ráðist á konuna með þeim hætti sem greint var frá í ákærunni. Konan sagði samband hennar og mannsins hafa hafist í mars 2021 en því hefði verið lokið áður en árásin átti sér stað. Sagði hún sambandið hafa verið erfitt og að maðurinn hefði beitt hana andlegu ofbeldi og stjórnað henni. Sagði að hún að umrætt kvöld hefði maðurinn sent henni skilaboð þess efnis að hann ætlaði að skaða sjálfan sig. Hún hafi svarað skilaboðunum og reynt að árangurslaust að ná sambandi við manninn, en hann ekki svarað. Hún hafi þá farið heim til hans og eftir að hún hafi margoft bankað á íbúðarhurðina hafi maðurinn komið til dyra. Hann hafi verið ölvaður og æstur og ráðist strax á hana og kýlt hana í magann. Þá sagði hún að hún og maðurinn hefðu verið í samskiptum eftir þetta í stuttan tíma og hist sjaldan. Hann hafi ætlað að fá hana til að kæra þetta ekki og orðið mjög reiður þegar hann hafi áttað sig á að málið héldi engu að síður áfram. Maðurinn hélt því hins vegar fram að hann hefði einungis verið að varna konunni inngöngu, eftir að hún hafi komið óboðin að heimili hans og ætlað þar inn gegn vilja hans. Hún hafi ögrað honum og hann beitt valdi til að snúa henni við og ýta henni áleiðis út. Hann kunni að hafa snert hár hennar og komið við hnakkann, er hann hafi tekið í peysu hennar og um axlir og ýtt henni út. Fram kemur að daginn eftir atvikið hafi konan sent manninum eftirfarandi skilaboð: „Eins mikið og ég er ástfangin af þér og elska þig mikið þá höndla ég ekki þennan virka alka. Kviðurinn er marinn. Ég get ekki leyft neinum að leggja á mig hendur, aldrei. Boltinn er eiginlega hjá þér, hvort þú viljir taka á þínum málum, drykkju og andlegri heilsu.“ Sakaferill ekki talinn hafa þýðingu Engin vitni urðu að átökum mannsins og konunnar. Fram kemur í dómnum að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi máls og framburður hans fyrir dómi hafi ekki ótrúverðugur. Framburður konunnar hafi að sama skapi verið stöðugur frá upphafi og þótti framburður hennar fyrir dómi trúverðugur. Þá þótti framburður konunnar fá stoð í áverkavottorði og vitnisburði læknis sem skoðaði hana á bráðamóttöku, en maráverkar á kvið hennar þóttu samræmast frásögn hennar um að maðurinn hefði kýlt hana í magann. Þá þótti það einnig styðja framburð hennar að hún hafði samband við lögreglu þegar í stað eftir atvikið. Dómurinn taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gengið lengra í valdbeitingu sinni gagnvart konunni en hann hefði viðurkennt, og gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, að því undanskildu að upplýst var fyrir dómi að hann hefði ekki rifið í hár hennar. Sakaferill mannsins þótti ekki hafa þýðingu við ákvörðun refsingar, og þá leit dómurinn til þess að atlaga mannsins var minniháttar og að tilefni valdbeitingar hans var að varna konunni inngöngu á heimili hans. Konan kvaðst hafa glímt við andlegar afleiðingar á borð við áfallastreituröskun og kvíða í kjölfar árásarinnar en í niðurstöðu dómsins kemur þó fram að gögn málsins séu á reiki um ótta sem konan kvaðst hafa upplifað gagnvart manninum og áhrif atviksins á félagslega virkni hennar. Auk skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar er manninum gert að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?