Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2023 07:00 Einar Erlingsson óttast að stór hópur afkomenda ábyrgðarmanna sé þarna úti sem viti ekki af þessum möguleika. aðsend Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. Undanfarið höfum við flutt fréttir af ábyrgðarmönnum námslána en tvær vikur eru síðan við sögðum frá Huldu Guðmundsdóttur, 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða námslán sonar hennar sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum. Sonurinn hefur ekki alltaf verið borgunarmaður og lánasjóðurinn því gengið fast á eftir Huldu sem býr nú í leiguíbúð og reynir að borga af námsláni sem hefur tvöfaldast á þrjátíu árum. Ein krafa stendur eftir og hyggst sýslumaður nú framkvæma árangurslaust fjárnám hjá henni vegna skuldarinnar. Líkt og við höfum greint frá hefur þetta ábyrgðarmannakerfi nú verið lagt af en þó ekki afturvirkt í tilviki þeirra lána sem voru í vanskilum og situr því hópur eldra fólks eftir, sumt með miklar skuldir á bakinu, vegna kerfis sem í dag þykir ekki ástæða til að viðhafa en ef þetta sama lán væri tekið í dag þyrfti engan ábyrgðarmann til. Taka prjónana og fjölskyldumyndirnar? „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti á 82 ára gamla konu sem hefur verið tvisvar veik af krabbameini. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér að gera. Taka prjónana hennar og fjölskyldumyndirnar?“ spurði annar sonur Huldu, Páll Melsted Ríkharðsson í fréttum okkar um daginn. Kom á óvart að ábyrgðirnar erfist Einar Erlingsson þekkir þessi dæmi af eigin raun. Faðir hans gekk í ábyrgð á láni fyrir kunningja sinn fyrir þrjátíu árum síðan, áður en Einar fæddist en sjálfur þekkir hann lántakandann lítið sem ekkert. „Pabbi er kominn á eftirlaun og mamma er í hlutastarfi. Þetta liggur þungt á þeim en það er tvisvar sinnum búið er að gera árangurslaust fjárnám hjá þeim. Þau eru engan veginn borgunarfólk fyrir þessu.“ Gæti endað með lán ókunnugs manns í fanginu Einar segir málið hafa legið þungt á fjölskyldunni og hefur hann sjálfur reynt að aðstoða þau, til dæmis með því að hafa samband við lögfræðinga. Í samtali við þá komst hann að því að ábyrgðin gæti, eftir daga foreldra hans, endað í fangi Einars ef farið verður í einkaskipti á búi foreldrana. „Það liggur mjög þungt á okkur. Það er kvíðvænlegt að geta einn daginn endað með margra milljón króna námslán í fanginu, lán manns sem áður var tengdur inn í fjölskylduna en þekkjum ekki í dag.“ Ekkert breyst Í frétt á Vísi frá árinu 2014 var rætt við Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra LÍN þar sem hún sagði að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir, en samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi er skipt upp. Því þurfa erfingjar að kanna vel mögulegar ábyrgðir sem hinn látni hefur gengist við. Samkvæmt upplýsingum frá háskólaráðuneytinu hefur þessu fyrirkomulagi ekki verið breytt en í greinargerð með bráðabirgðaákvæði laga um Menntasjóð námsmanna kemur fram að þeir ábyrgðarmenn sem hafa erft ábyrgð á námslánum halda áfram að vera ábyrgðarmenn sé lánþegi ekki í skilum eða á vanskilaskrá. Lánið safnar dráttarvöxtum Einar hefur enga stjórn á námsláninu núna en gæti einn daginn endað á því að bera ábyrgð á láninu sem í millitíðinni gerir ekkert annað en að hækka þar sem enginn greiðir af því. Allt sé þetta sérstaklega ósanngjarnt í ljósi þess að Einar og maki hans ákváðu að vinna samhliða háskólanámi, einmitt til að komast hjá skuldsetningu. „En nú stöndum við frammi fyrir því að geta þurft að bera ábyrgð á láni manns sem við erum ekki í neinu sambandi við.“ Óttast stóran hóp af tilvonandi erfingjum ábyrgða Hann óttast að stór hópur af tilvonandi erfingjum ábyrgða sé þarna úti sem hafi ekki hugmynd um að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á láni annarra. „Við vildum einmitt koma því á framfæri og opna þessa umræðu. Það er fullt af fólki sem er afkomendur ábyrgðarmanna sem hafa ekki hugmynd um þetta. Þessi ábyrgðarmannahópur er að stórum hluta kominn á eftirlaun og er viðkvæmur hópur. Margir hafa ekki hugmynd um að þetta geti lent á afkomendum eftir þeirra tíma.“ Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara segir það hafa verið stór mistök að skilja þennan hóp fólks eftir þegar ábyrgðarmannakerfið var lagt af að mestu á sínum tíma. Hún segir einnig ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Dæmin sýni að lánasjóðurinn virðist ganga harkalega að ábyrgðarmönnum. „Í dag er innheimtunni hjá Menntasjóðnum úthýst til einkaaðila, lögmanna á stofum sem vissulega hafa hag af því að innheimta því þá fá þær innheimtukostnaðinn greiddan,“ sagði Lovísa í fréttum okkar í síðustu viku. Fátækragildra Einar hvetur stjórnvöld til að huga að þessu við endurskoðun laga um menntasjóð enda segir hann fáránlegt að þessi hópur hafi verið skilinn eftir þegar ábyrgðarmannakerfið var fellt úr gildi. „Það er mikil mismunun fólgin í því að þessi hópur hafi verið skilinn eftir. Að sjálfsögðu vill maður að þetta verði fellt niður eins og það leggur sig.“ „Þetta er bara fátækrargildra sem erfist áfram og maður spyr á hversu margar kynslóðir er hægt að ganga á? Munu börnin okkar fá þetta síðan á sig? Maður spyr sig.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, sagði í fréttum okkar að hrakfarir Huldu sýni að tilefni sé til endurskoðunar á þessum málum. Hún hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðarmenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af og segist munu taka þær upplýsingar inn í umræðu um endurskoðun á núverandi lögum. Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01 Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00 Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Undanfarið höfum við flutt fréttir af ábyrgðarmönnum námslána en tvær vikur eru síðan við sögðum frá Huldu Guðmundsdóttur, 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða námslán sonar hennar sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum. Sonurinn hefur ekki alltaf verið borgunarmaður og lánasjóðurinn því gengið fast á eftir Huldu sem býr nú í leiguíbúð og reynir að borga af námsláni sem hefur tvöfaldast á þrjátíu árum. Ein krafa stendur eftir og hyggst sýslumaður nú framkvæma árangurslaust fjárnám hjá henni vegna skuldarinnar. Líkt og við höfum greint frá hefur þetta ábyrgðarmannakerfi nú verið lagt af en þó ekki afturvirkt í tilviki þeirra lána sem voru í vanskilum og situr því hópur eldra fólks eftir, sumt með miklar skuldir á bakinu, vegna kerfis sem í dag þykir ekki ástæða til að viðhafa en ef þetta sama lán væri tekið í dag þyrfti engan ábyrgðarmann til. Taka prjónana og fjölskyldumyndirnar? „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti á 82 ára gamla konu sem hefur verið tvisvar veik af krabbameini. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér að gera. Taka prjónana hennar og fjölskyldumyndirnar?“ spurði annar sonur Huldu, Páll Melsted Ríkharðsson í fréttum okkar um daginn. Kom á óvart að ábyrgðirnar erfist Einar Erlingsson þekkir þessi dæmi af eigin raun. Faðir hans gekk í ábyrgð á láni fyrir kunningja sinn fyrir þrjátíu árum síðan, áður en Einar fæddist en sjálfur þekkir hann lántakandann lítið sem ekkert. „Pabbi er kominn á eftirlaun og mamma er í hlutastarfi. Þetta liggur þungt á þeim en það er tvisvar sinnum búið er að gera árangurslaust fjárnám hjá þeim. Þau eru engan veginn borgunarfólk fyrir þessu.“ Gæti endað með lán ókunnugs manns í fanginu Einar segir málið hafa legið þungt á fjölskyldunni og hefur hann sjálfur reynt að aðstoða þau, til dæmis með því að hafa samband við lögfræðinga. Í samtali við þá komst hann að því að ábyrgðin gæti, eftir daga foreldra hans, endað í fangi Einars ef farið verður í einkaskipti á búi foreldrana. „Það liggur mjög þungt á okkur. Það er kvíðvænlegt að geta einn daginn endað með margra milljón króna námslán í fanginu, lán manns sem áður var tengdur inn í fjölskylduna en þekkjum ekki í dag.“ Ekkert breyst Í frétt á Vísi frá árinu 2014 var rætt við Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra LÍN þar sem hún sagði að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir, en samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi er skipt upp. Því þurfa erfingjar að kanna vel mögulegar ábyrgðir sem hinn látni hefur gengist við. Samkvæmt upplýsingum frá háskólaráðuneytinu hefur þessu fyrirkomulagi ekki verið breytt en í greinargerð með bráðabirgðaákvæði laga um Menntasjóð námsmanna kemur fram að þeir ábyrgðarmenn sem hafa erft ábyrgð á námslánum halda áfram að vera ábyrgðarmenn sé lánþegi ekki í skilum eða á vanskilaskrá. Lánið safnar dráttarvöxtum Einar hefur enga stjórn á námsláninu núna en gæti einn daginn endað á því að bera ábyrgð á láninu sem í millitíðinni gerir ekkert annað en að hækka þar sem enginn greiðir af því. Allt sé þetta sérstaklega ósanngjarnt í ljósi þess að Einar og maki hans ákváðu að vinna samhliða háskólanámi, einmitt til að komast hjá skuldsetningu. „En nú stöndum við frammi fyrir því að geta þurft að bera ábyrgð á láni manns sem við erum ekki í neinu sambandi við.“ Óttast stóran hóp af tilvonandi erfingjum ábyrgða Hann óttast að stór hópur af tilvonandi erfingjum ábyrgða sé þarna úti sem hafi ekki hugmynd um að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á láni annarra. „Við vildum einmitt koma því á framfæri og opna þessa umræðu. Það er fullt af fólki sem er afkomendur ábyrgðarmanna sem hafa ekki hugmynd um þetta. Þessi ábyrgðarmannahópur er að stórum hluta kominn á eftirlaun og er viðkvæmur hópur. Margir hafa ekki hugmynd um að þetta geti lent á afkomendum eftir þeirra tíma.“ Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara segir það hafa verið stór mistök að skilja þennan hóp fólks eftir þegar ábyrgðarmannakerfið var lagt af að mestu á sínum tíma. Hún segir einnig ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Dæmin sýni að lánasjóðurinn virðist ganga harkalega að ábyrgðarmönnum. „Í dag er innheimtunni hjá Menntasjóðnum úthýst til einkaaðila, lögmanna á stofum sem vissulega hafa hag af því að innheimta því þá fá þær innheimtukostnaðinn greiddan,“ sagði Lovísa í fréttum okkar í síðustu viku. Fátækragildra Einar hvetur stjórnvöld til að huga að þessu við endurskoðun laga um menntasjóð enda segir hann fáránlegt að þessi hópur hafi verið skilinn eftir þegar ábyrgðarmannakerfið var fellt úr gildi. „Það er mikil mismunun fólgin í því að þessi hópur hafi verið skilinn eftir. Að sjálfsögðu vill maður að þetta verði fellt niður eins og það leggur sig.“ „Þetta er bara fátækrargildra sem erfist áfram og maður spyr á hversu margar kynslóðir er hægt að ganga á? Munu börnin okkar fá þetta síðan á sig? Maður spyr sig.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, sagði í fréttum okkar að hrakfarir Huldu sýni að tilefni sé til endurskoðunar á þessum málum. Hún hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðarmenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af og segist munu taka þær upplýsingar inn í umræðu um endurskoðun á núverandi lögum.
Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01 Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00 Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01
Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00
Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12