Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. september 2014 12:13 Bréfið hefur vakið athygli. Bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) til barna manns sem lést fyrir 27 árum hefur vakið mikla athygli. Barnabarn mannsins birti bréfið á Facebook en þar kemur fram að börn mannsins séu orðin ábyrgðarmenn fyrir láni sem faðir þeirra ábyrgðist fyrir stjúpson sinn. Í bréfinu kemur fram að lánið er fallið á börn mannsins sem lést fyrir tæpum þremur áratugum, eftir að bú stjúpsonar hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Þar kemur fram að börn mannsins skuldi nú LÍN um tvær milljónir króna.Hrafnhildur Ásta.Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún segir að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi er skipt upp.Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt.“ Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) til barna manns sem lést fyrir 27 árum hefur vakið mikla athygli. Barnabarn mannsins birti bréfið á Facebook en þar kemur fram að börn mannsins séu orðin ábyrgðarmenn fyrir láni sem faðir þeirra ábyrgðist fyrir stjúpson sinn. Í bréfinu kemur fram að lánið er fallið á börn mannsins sem lést fyrir tæpum þremur áratugum, eftir að bú stjúpsonar hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Þar kemur fram að börn mannsins skuldi nú LÍN um tvær milljónir króna.Hrafnhildur Ásta.Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún segir að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi er skipt upp.Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt.“
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira