Fótbolti

Ó­vænt hetja þegar Frakkar unnu nauman sigur í Dublin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hetjunni fagnað.
Hetjunni fagnað. EPA-EFE/Lorraine O'Sullivan

Frakkland vann 1-0 útisigur á Írlandi í undankeppni EM 2024 í kvöld. Sigurmarkið var glæsilegt þó leikurinn hafi verið leiðinlegur.

Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað en heimamenn lágu neðarlega og gerðu sitt besta til að halda marki sínu hreinu. Það gekk í fyrri hálfleik en í þeim síðari fann Benjamín Pavard leið í gegnum vörn Írlands.

Hann lét einfaldlega vaða af löngu færi og boltinn söng í netinu, af slánni og í netið. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og reyndust það lokatölur leiksins.

Um var að ræða annan sigur Frakklands í undankeppninni en Frakkar rúlluðu yfir Holland í 1. umferð, 4-0, og sitja sem stendur á toppi B-riðils.

Í hinum leik kvöldsins vann Holland aðeins 2-0 sigur á Gíbraltar. Memphis Depay skoraði fyrsta markið og varnarmaðurinn Nathan Aké bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Liam Walker fékk rautt spjald í liði Gíbraltar í stöðunni 2-0 en manni færri tókst gestunum samt að halda virðingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×